Hunter McGrady markar nýja kynslóð fyrirsætna Ritstjórn skrifar 20. febrúar 2017 18:00 Hunter hefur verið flokkuð sem fyrirsæta í yfirstærð. Mynd/Sports Illustrated Fyrirsætan Hunter McGrady prýðir síður sundfataútgáfu Sports Illustrated. Þar situr hún fyrir nakin á ströndinni með líkamsmálingu. Frá því að myndirnar af henni voru opinberaðar í seinustu viku hefur hún vakið mikla athygli, ekki aðeins fyrir vaxtarlag sitt heldur skilaboðin sem hún vill senda. Þegar hún var yngi var hún töluvert grennri og var þá að reyna fyrir sér sem fyrirsæta. Hún segir það ekki átt við hana að vera alltaf að halda aftur að sér og borða aðeins salat í hvert mál. Þess vegna ákvað hún að leyfa líkamanum sínum að vera eins og hann er og halda áfram að starfa við það sem hún elskar. Í dag er hún sögð vera næsta Ashley Graham, sem er þekktasta fyrirsætan í yfirstærð í heiminum í dag. Til þess að kynna útgáfu blaðsins mætti Hunter í gegnsæjum samfesting. Skilaboðin sem hún vildi senda með því dressi er að konur af öllum stærðum ættu að klæða sig nákvæmlega eins og þeim langar. Það að vera þyngri sé ekki samasem merki að það þurfi að klæða sig á ákveðinn hátt. Ekkert smá flott í líkamsmálingu.Mynd/Sports IllustratedHunter er stolt af líkama sínum eins og hann er.Hunter segir það hafa verið meðvitaða ákvörðun að mæta í þessum fötum á rauða dregilinn. Allar konur ættu að mega klæða sig í það sem þær vilja.Mynd/Getty Mest lesið "Það stóð nú aldrei til að hafa þjóðina á brjósti“ Glamour Puma með jákvæðar sölutölur eftir ráðningar á kröftugum talskonum Glamour Crocs skór á tískupallinn Glamour 10 atriði sem koma þér á óvart þegar þú eignast börn Glamour Steinunn: Sjálfstraust er ofmetnasti mannkosturinn Glamour Stjörnurnar skemmtu sér á Wimbeldon Glamour "Að vera ennþá góður 14 árum seinna, það er sko hæfileiki“ Glamour Transmanneskja á forsíðu National Geographic í fyrsta sinn Glamour Airwaves: Pelsar og skrautleg höfuðföt Glamour Gucci hættir að nota alvöru loð Glamour
Fyrirsætan Hunter McGrady prýðir síður sundfataútgáfu Sports Illustrated. Þar situr hún fyrir nakin á ströndinni með líkamsmálingu. Frá því að myndirnar af henni voru opinberaðar í seinustu viku hefur hún vakið mikla athygli, ekki aðeins fyrir vaxtarlag sitt heldur skilaboðin sem hún vill senda. Þegar hún var yngi var hún töluvert grennri og var þá að reyna fyrir sér sem fyrirsæta. Hún segir það ekki átt við hana að vera alltaf að halda aftur að sér og borða aðeins salat í hvert mál. Þess vegna ákvað hún að leyfa líkamanum sínum að vera eins og hann er og halda áfram að starfa við það sem hún elskar. Í dag er hún sögð vera næsta Ashley Graham, sem er þekktasta fyrirsætan í yfirstærð í heiminum í dag. Til þess að kynna útgáfu blaðsins mætti Hunter í gegnsæjum samfesting. Skilaboðin sem hún vildi senda með því dressi er að konur af öllum stærðum ættu að klæða sig nákvæmlega eins og þeim langar. Það að vera þyngri sé ekki samasem merki að það þurfi að klæða sig á ákveðinn hátt. Ekkert smá flott í líkamsmálingu.Mynd/Sports IllustratedHunter er stolt af líkama sínum eins og hann er.Hunter segir það hafa verið meðvitaða ákvörðun að mæta í þessum fötum á rauða dregilinn. Allar konur ættu að mega klæða sig í það sem þær vilja.Mynd/Getty
Mest lesið "Það stóð nú aldrei til að hafa þjóðina á brjósti“ Glamour Puma með jákvæðar sölutölur eftir ráðningar á kröftugum talskonum Glamour Crocs skór á tískupallinn Glamour 10 atriði sem koma þér á óvart þegar þú eignast börn Glamour Steinunn: Sjálfstraust er ofmetnasti mannkosturinn Glamour Stjörnurnar skemmtu sér á Wimbeldon Glamour "Að vera ennþá góður 14 árum seinna, það er sko hæfileiki“ Glamour Transmanneskja á forsíðu National Geographic í fyrsta sinn Glamour Airwaves: Pelsar og skrautleg höfuðföt Glamour Gucci hættir að nota alvöru loð Glamour