Yfirheyrslur ekki á döfinni Snærós Sindradóttir skrifar 21. febrúar 2017 07:00 Grímur Grímsson á blaðamannafundi vegna máls Birnu. vísir/anton Þrír menn innan lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vinna nú að því að klára rannsóknina á hvarfi og andláti Birnu Brjánsdóttur. Niðurstöður úr rannsóknum á lífsýnum eru teknar að berast frá Svíþjóð, þar sem þau hafa verið til rannsóknar í rúman mánuð. Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar deildar lögreglunnar, vill ekki gefa upp hvort niðurstöðurnar styðji útgangspunkt rannsóknarinnar. Þá vill hann ekki gefa upp hvers eðlis sýnin eru. Rúmar fimm vikur eru síðan Birna Brjánsdóttir hvarf. Grímur segir að ekki hafi verið tekin nein ákvörðun um að yfirheyra manninn, sem grunaður er um að hafa banað henni, neitt frekar. Maðurinn hefur setið í einangrun á Litla-Hrauni frá 19. janúar. „Það eina sem ég hef viljað segja varðandi yfirheyrslurnar er að það liggur ekki fyrir játning. Við erum að vinna í því að ljúka rannsókn. Það er verið að safna öllum gögnum sem tilheyra málinu, meðal annars því sem eftir er að fá af niðurstöðum úr sýnum. Þegar slíkt liggur fyrir þarf að yfirheyra og kynna niðurstöður eftir atvikum. Síðan þarf bara að skrifa greinargerð í málinu,“ segir Grímur. Hann áætlar að nokkrar vikur séu þar til lögregla sendi rannsóknina áfram til héraðssaksóknara sem tekur ákvörðun um ákæru. Í gær staðfesti Hæstiréttur áframhaldandi gæsluvarðhald yfir hinum grunaða.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Birna Brjánsdóttir Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Heitir hættulegir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Þrír menn innan lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vinna nú að því að klára rannsóknina á hvarfi og andláti Birnu Brjánsdóttur. Niðurstöður úr rannsóknum á lífsýnum eru teknar að berast frá Svíþjóð, þar sem þau hafa verið til rannsóknar í rúman mánuð. Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar deildar lögreglunnar, vill ekki gefa upp hvort niðurstöðurnar styðji útgangspunkt rannsóknarinnar. Þá vill hann ekki gefa upp hvers eðlis sýnin eru. Rúmar fimm vikur eru síðan Birna Brjánsdóttir hvarf. Grímur segir að ekki hafi verið tekin nein ákvörðun um að yfirheyra manninn, sem grunaður er um að hafa banað henni, neitt frekar. Maðurinn hefur setið í einangrun á Litla-Hrauni frá 19. janúar. „Það eina sem ég hef viljað segja varðandi yfirheyrslurnar er að það liggur ekki fyrir játning. Við erum að vinna í því að ljúka rannsókn. Það er verið að safna öllum gögnum sem tilheyra málinu, meðal annars því sem eftir er að fá af niðurstöðum úr sýnum. Þegar slíkt liggur fyrir þarf að yfirheyra og kynna niðurstöður eftir atvikum. Síðan þarf bara að skrifa greinargerð í málinu,“ segir Grímur. Hann áætlar að nokkrar vikur séu þar til lögregla sendi rannsóknina áfram til héraðssaksóknara sem tekur ákvörðun um ákæru. Í gær staðfesti Hæstiréttur áframhaldandi gæsluvarðhald yfir hinum grunaða.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Birna Brjánsdóttir Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Heitir hættulegir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira