Þingmenn breska þingsins ræða heimsókn Trump til landsins: „Maðurinn er rasisti og karlremba“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 20. febrúar 2017 22:11 Þingmenn breska þingsins voru flestir mjög andsnúnir komu Trump. Vísir/Getty Þingmenn neðri deildar breska þingsins biðu í röðum í dag til þess að komast í ræðustól, þar sem verið var að ræða heimboð Theresu May, forsætisráðherra landsins, til Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Flestir voru sammála um það að maðurinn væri „rasisti og karlremba.“ May bauð Trump í heimsókn þegar hún var stödd í Washington nýlega en enn hefur ekki verið ákveðið hvenær Trump mun sækja landið heim. Guardian greinir frá.Flestir þingmannanna voru sammála um það að bresk yfirvöld ættu ekki að bjóða forsetanum heim. Á meðan umræðurnar fóru fram söfnuðust mótmælendur saman fyrir utan þinghúsið til að mótmæla heimsókninni. Þingmenn báru forsetann saman við „uppstökkan krakka“ og margir efuðust um að forsetinn hefði háa greindarvísitölu. Þetta kom fram í umræðunum í dag sem tóku þrjár klukkustundir en þingið varð að ræða heimboð Trump, þar sem 1,8 milljónir Breta skrifuðu undir undirskriftarlista sem biðlaði til Theresu May, forsætisráðherra landsins um að afturkalla boð sitt til Trump. Samkvæmt hefðum innan breskrar stjórnsýslu þarf breska þingið að ræða málið þegar svo mikill fjöldi skrifar undir undirskriftalista þess efnis. Svo margir þingmenn vildu komast að í ræðustól þingsins, að takmarka þurfti ræðutíma hvers og eins við fimm mínútur. Alex Salmond, þingmaður Skoska þjóðarflokksins, sagði að sér þætti erfitt að ákveða hvort sér finndist heimboðið vera frekar siðlaust eða heimskulegt. „Dæmið um undirlægjuháttinn sem við sýnum þessum manni, er sú stund þegar forsætisráðherrann lét mynda sig við að leiða forsetann. En að bjóða honum í heimsókn í nafni „sameiginlegra gilda,“ lætur mér verða óglatt. Nákvæmlega hvaða „sameiginlegu gildi“ er átt við?“ Aðrir þingmenn, þá sérstaklega úr röðum Íhaldsflokksins fóru sér hægar í gagnrýni á Trump. Þar á meðal var Adam Holloway, þingmaður fyrir Gravesham sýslu en hann sagði að þrátt fyrir að sér hefði þótt umrætt innflytjendabann Trump fáránlegt, „þá væri það afar upplífgandi“ að sjá stjórnmálamann standa við gefin loforð. Donald Trump Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Þyrfti að tvöfalda hlutfall smærri íbúða til að anna eftirspurn Viðskipti innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Fleiri fréttir Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Sjá meira
Þingmenn neðri deildar breska þingsins biðu í röðum í dag til þess að komast í ræðustól, þar sem verið var að ræða heimboð Theresu May, forsætisráðherra landsins, til Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Flestir voru sammála um það að maðurinn væri „rasisti og karlremba.“ May bauð Trump í heimsókn þegar hún var stödd í Washington nýlega en enn hefur ekki verið ákveðið hvenær Trump mun sækja landið heim. Guardian greinir frá.Flestir þingmannanna voru sammála um það að bresk yfirvöld ættu ekki að bjóða forsetanum heim. Á meðan umræðurnar fóru fram söfnuðust mótmælendur saman fyrir utan þinghúsið til að mótmæla heimsókninni. Þingmenn báru forsetann saman við „uppstökkan krakka“ og margir efuðust um að forsetinn hefði háa greindarvísitölu. Þetta kom fram í umræðunum í dag sem tóku þrjár klukkustundir en þingið varð að ræða heimboð Trump, þar sem 1,8 milljónir Breta skrifuðu undir undirskriftarlista sem biðlaði til Theresu May, forsætisráðherra landsins um að afturkalla boð sitt til Trump. Samkvæmt hefðum innan breskrar stjórnsýslu þarf breska þingið að ræða málið þegar svo mikill fjöldi skrifar undir undirskriftalista þess efnis. Svo margir þingmenn vildu komast að í ræðustól þingsins, að takmarka þurfti ræðutíma hvers og eins við fimm mínútur. Alex Salmond, þingmaður Skoska þjóðarflokksins, sagði að sér þætti erfitt að ákveða hvort sér finndist heimboðið vera frekar siðlaust eða heimskulegt. „Dæmið um undirlægjuháttinn sem við sýnum þessum manni, er sú stund þegar forsætisráðherrann lét mynda sig við að leiða forsetann. En að bjóða honum í heimsókn í nafni „sameiginlegra gilda,“ lætur mér verða óglatt. Nákvæmlega hvaða „sameiginlegu gildi“ er átt við?“ Aðrir þingmenn, þá sérstaklega úr röðum Íhaldsflokksins fóru sér hægar í gagnrýni á Trump. Þar á meðal var Adam Holloway, þingmaður fyrir Gravesham sýslu en hann sagði að þrátt fyrir að sér hefði þótt umrætt innflytjendabann Trump fáránlegt, „þá væri það afar upplífgandi“ að sjá stjórnmálamann standa við gefin loforð.
Donald Trump Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Þyrfti að tvöfalda hlutfall smærri íbúða til að anna eftirspurn Viðskipti innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Fleiri fréttir Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Sjá meira