Orri Freyr: Æfum spennustigið til að koma í veg fyrir að menn æli Tómas Þór Þóraðrson skrifar 21. febrúar 2017 20:00 Karlalið Vals í handbolta þarf að ná úr sér flugþreytunni fyrir föstudaginn en úrslitahelgi bikarsins er í þessari viku. Valsmenn lentu eftir 20 tíma ferðalag frá Svartfjallalandi í nótt. Undanúrslitin í Coca Cola-bikar karla fara fram á föstudaginn en þar eiga ríkjandi bikarmeistarar Vals leik á móti sjóðheitum FH-ingum. Menn eru oft hræddir við að segjast ætla að verja bikarmeistaratitla og bera við gömlu góðu klisjunni að nú er nýtt ár og ný keppni. Orri Freyr Gíslason, fyrirliði Vals, er ekki í áskrift að klisjubókaseríunni. „Þetta er klárlega okkar titill að verja. Það er meira sexy að fara inn í svona helgi og þurfa að verja titilinn. Það er töff að geta gert það og það er alvöru lið sem geta haldið titli og unnið hann,“ segir Orri Freyr. Valsmenn gerðu góða ferð til Svartfjallalands um helgina og komust þar áfram í átta liða úrslit Áskorendabikars Evrópu með samanlögðum sigri á RK Partizan í tveimur leikjum. Hlíðarendastrákar áttu erfitt ferðalag heim og þurfa nú að nota vikuna í að koma sér í rétt stand eftir erfitt og langt ferðalag. „Við vöknuðum átta um morguninn og fengum okkur morgunmat. Fyrst var það rúta í einn og hálfan tíma og svo flug til London þar sem við bíðum í sex tíma og svo var þriggja tíma flug heim. Við vorum komnir heim um tvö leytið. Þetta var 20 tíma ferðalag en ég tók mér frí í vinnunni í dag til þess að ná þessu úr mér en svo mæti ég bara í vinnuna á morgun og verð kominn í sömu rútínu,“ segir línumaðurinn. „Þetta kryddar tímabilið aukalega. Maður byrjar að hugsa betur um sig og byrja að gera allt miklu betur. Það verður allt ferskara í kringum mann.“ Sumir leikmenn Vals hafa átt í smá erfiðleikum með að halda matnum niðri fyrir bikarleikina í Höllinni undanfarin tvö ár. Bæði Alexander Júlíusson og Sveinn Aron Sveinsson hafa lent í því á síðustu tveimur árum að kasta upp. Spennustigið auðvitað hátt þegar bikar er í boði. „Alex ældi fyrir tveimur árum og Svenni ældi í fyrra tíu mínútur voru eftir af leiknum við Gróttu í fyrra. Við erum því aðeins að reyna að æfa spennustigið núna,“ segir Orri Freyr Gíslason. Alla fréttina úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá hér að ofan. Íslenski handboltinn Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Sjá meira
Karlalið Vals í handbolta þarf að ná úr sér flugþreytunni fyrir föstudaginn en úrslitahelgi bikarsins er í þessari viku. Valsmenn lentu eftir 20 tíma ferðalag frá Svartfjallalandi í nótt. Undanúrslitin í Coca Cola-bikar karla fara fram á föstudaginn en þar eiga ríkjandi bikarmeistarar Vals leik á móti sjóðheitum FH-ingum. Menn eru oft hræddir við að segjast ætla að verja bikarmeistaratitla og bera við gömlu góðu klisjunni að nú er nýtt ár og ný keppni. Orri Freyr Gíslason, fyrirliði Vals, er ekki í áskrift að klisjubókaseríunni. „Þetta er klárlega okkar titill að verja. Það er meira sexy að fara inn í svona helgi og þurfa að verja titilinn. Það er töff að geta gert það og það er alvöru lið sem geta haldið titli og unnið hann,“ segir Orri Freyr. Valsmenn gerðu góða ferð til Svartfjallalands um helgina og komust þar áfram í átta liða úrslit Áskorendabikars Evrópu með samanlögðum sigri á RK Partizan í tveimur leikjum. Hlíðarendastrákar áttu erfitt ferðalag heim og þurfa nú að nota vikuna í að koma sér í rétt stand eftir erfitt og langt ferðalag. „Við vöknuðum átta um morguninn og fengum okkur morgunmat. Fyrst var það rúta í einn og hálfan tíma og svo flug til London þar sem við bíðum í sex tíma og svo var þriggja tíma flug heim. Við vorum komnir heim um tvö leytið. Þetta var 20 tíma ferðalag en ég tók mér frí í vinnunni í dag til þess að ná þessu úr mér en svo mæti ég bara í vinnuna á morgun og verð kominn í sömu rútínu,“ segir línumaðurinn. „Þetta kryddar tímabilið aukalega. Maður byrjar að hugsa betur um sig og byrja að gera allt miklu betur. Það verður allt ferskara í kringum mann.“ Sumir leikmenn Vals hafa átt í smá erfiðleikum með að halda matnum niðri fyrir bikarleikina í Höllinni undanfarin tvö ár. Bæði Alexander Júlíusson og Sveinn Aron Sveinsson hafa lent í því á síðustu tveimur árum að kasta upp. Spennustigið auðvitað hátt þegar bikar er í boði. „Alex ældi fyrir tveimur árum og Svenni ældi í fyrra tíu mínútur voru eftir af leiknum við Gróttu í fyrra. Við erum því aðeins að reyna að æfa spennustigið núna,“ segir Orri Freyr Gíslason. Alla fréttina úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá hér að ofan.
Íslenski handboltinn Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Sjá meira