Fjörðurinn mun flytja í Höllina Henry Birgir Gunnarsson skrifar 24. febrúar 2017 06:00 Veisla dagsins hefst klukkan 17.15 er Valur og FH mætast. Klukkan 19.30 er síðan komið að leik Hauka og Aftureldingar. Það hefur aldrei gerst áður að Hafnarfjarðarliðin leiki til úrslita í bikarkeppninni og margir Hafnfirðingar bera þá von í brjósti að nú sé loksins komið að því. Fréttablaðið fékk Einar Jónsson, þjálfara Stjörnunnar, til þess að spá í spilin en hann á von á tveimur mjög jöfnum leikjum.Tvö heitustu liðin „Valur og FH eru svona tvö heitustu liðin í augnablikinu. Valsararnir hafa verið fjári öflugir og verið að spila mjög vel. Þeir voru líka að gera það gott í Evrópukeppninni. Það sama á við um FH sem er líklega besta liðið í dag,“ segir Einar um fyrri leik dagsins. „Þetta verður hörkuleikur og ég held að FH taki þetta á endanum. Ég held að Evrópukeppnin muni sitja aðeins í Völsurunum. Óskar Bjarni [þjálfari Vals] og Hlynur [markvörður Vals] fara samt einhvern veginn alltaf í Höllina og það er iðulega góð bikarstemning yfir þessu hjá Valsmönnum sem eiga titil að verja.“Þreytan skiptir máli Valsmenn spiluðu tvo Evrópuleiki í Svartfjallalandi um síðustu helgi og fóru í nokkuð erfitt ferðalag. Þegar til kastanna kemur óttast Einar að það muni koma liðinu um koll. „FH-liðið er mjög öflugt að refsa. Ef Valsliðið nær ekki að spila mjög skipulagðan og agaðan sóknarleik, eru kannski þreyttir og missa einbeitinguna þá mun FH refsa með þremur til fjórum mörkum. Það held ég að muni ríða baggamuninn þegar upp verður staðið. Þetta verður fjórði leikur liðsins á níu dögum plús ferðalag. Þetta verður því erfitt fyrir þá. Valsmenn eru samt flottir og gætu alveg klárað þetta þó svo ég spái FH sigri.“Afturelding hefur hikstað Liðin í undanúrslitunum eru fjögur efstu lið Olís-deildarinnar og í seinni leik dagsins mætast topplið Hauka og Afturelding sem er í öðru sæti deildarinnar. „Ég held að Haukarnir vinni þennan leik. Afturelding hefur verið að hiksta eftir áramót og hafa gefið svolítið eftir. Þeir gerðu það líka í lok síðasta árs. Þeir eru í smá vandræðum. Þeir eru að fá inn leikmenn og svo er óvissa með aðra. Þetta er held ég óþægilegt ástand hjá þeim,“ segir Stjörnuþjálfarinn en Haukar hafa líka verið í smá púsluspili þar sem þeir misstu Janus Daða Smárason til Danmerkur. „Það var auðvitað mikill missir fyrir þá en svo verða þeir samt hægt og rólega betri. Þeir hafa mikla reynslu í svona aðstæðum og þjálfara sem þekkir þetta allt líka. Það er því ansi mikið með þeim að þessu sinni og ég held að þeir klári þennan leik. Haukarnir munu þó þurfa að hafa mikið fyrir þessu.“Frábært að fá Hafnarfjarðarslag Reynist Einar sannspár þá verður loksins Hafnarfjarðarslagur í úrslitunum og má búast við mikilli stemningu og látum í Höllinni gangi það eftir. „Þetta eru að mínu mati tvö bestu liðin í dag. Það væri frábært að fá þennan leik. Að flytja Fjörðinn í Höllina. Það verður rosalegur úrslitaleikur og ég hef ekki trú á öðru en að þetta verði vel heppnuð handboltahelgi.“ Olís-deild karla Mest lesið Brynjar veður í Viðar og sakar hann um að vera fræðafant Sport Beckham varar Manchester United við Enski boltinn Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar Handbolti Leik lokið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum Handbolti Tryllt eftirspurn eftir miðum Körfubolti Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Fótbolti Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Fótbolti „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Körfubolti Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Leik lokið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Sjá meira
Veisla dagsins hefst klukkan 17.15 er Valur og FH mætast. Klukkan 19.30 er síðan komið að leik Hauka og Aftureldingar. Það hefur aldrei gerst áður að Hafnarfjarðarliðin leiki til úrslita í bikarkeppninni og margir Hafnfirðingar bera þá von í brjósti að nú sé loksins komið að því. Fréttablaðið fékk Einar Jónsson, þjálfara Stjörnunnar, til þess að spá í spilin en hann á von á tveimur mjög jöfnum leikjum.Tvö heitustu liðin „Valur og FH eru svona tvö heitustu liðin í augnablikinu. Valsararnir hafa verið fjári öflugir og verið að spila mjög vel. Þeir voru líka að gera það gott í Evrópukeppninni. Það sama á við um FH sem er líklega besta liðið í dag,“ segir Einar um fyrri leik dagsins. „Þetta verður hörkuleikur og ég held að FH taki þetta á endanum. Ég held að Evrópukeppnin muni sitja aðeins í Völsurunum. Óskar Bjarni [þjálfari Vals] og Hlynur [markvörður Vals] fara samt einhvern veginn alltaf í Höllina og það er iðulega góð bikarstemning yfir þessu hjá Valsmönnum sem eiga titil að verja.“Þreytan skiptir máli Valsmenn spiluðu tvo Evrópuleiki í Svartfjallalandi um síðustu helgi og fóru í nokkuð erfitt ferðalag. Þegar til kastanna kemur óttast Einar að það muni koma liðinu um koll. „FH-liðið er mjög öflugt að refsa. Ef Valsliðið nær ekki að spila mjög skipulagðan og agaðan sóknarleik, eru kannski þreyttir og missa einbeitinguna þá mun FH refsa með þremur til fjórum mörkum. Það held ég að muni ríða baggamuninn þegar upp verður staðið. Þetta verður fjórði leikur liðsins á níu dögum plús ferðalag. Þetta verður því erfitt fyrir þá. Valsmenn eru samt flottir og gætu alveg klárað þetta þó svo ég spái FH sigri.“Afturelding hefur hikstað Liðin í undanúrslitunum eru fjögur efstu lið Olís-deildarinnar og í seinni leik dagsins mætast topplið Hauka og Afturelding sem er í öðru sæti deildarinnar. „Ég held að Haukarnir vinni þennan leik. Afturelding hefur verið að hiksta eftir áramót og hafa gefið svolítið eftir. Þeir gerðu það líka í lok síðasta árs. Þeir eru í smá vandræðum. Þeir eru að fá inn leikmenn og svo er óvissa með aðra. Þetta er held ég óþægilegt ástand hjá þeim,“ segir Stjörnuþjálfarinn en Haukar hafa líka verið í smá púsluspili þar sem þeir misstu Janus Daða Smárason til Danmerkur. „Það var auðvitað mikill missir fyrir þá en svo verða þeir samt hægt og rólega betri. Þeir hafa mikla reynslu í svona aðstæðum og þjálfara sem þekkir þetta allt líka. Það er því ansi mikið með þeim að þessu sinni og ég held að þeir klári þennan leik. Haukarnir munu þó þurfa að hafa mikið fyrir þessu.“Frábært að fá Hafnarfjarðarslag Reynist Einar sannspár þá verður loksins Hafnarfjarðarslagur í úrslitunum og má búast við mikilli stemningu og látum í Höllinni gangi það eftir. „Þetta eru að mínu mati tvö bestu liðin í dag. Það væri frábært að fá þennan leik. Að flytja Fjörðinn í Höllina. Það verður rosalegur úrslitaleikur og ég hef ekki trú á öðru en að þetta verði vel heppnuð handboltahelgi.“
Olís-deild karla Mest lesið Brynjar veður í Viðar og sakar hann um að vera fræðafant Sport Beckham varar Manchester United við Enski boltinn Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar Handbolti Leik lokið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum Handbolti Tryllt eftirspurn eftir miðum Körfubolti Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Fótbolti Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Fótbolti „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Körfubolti Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Leik lokið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Sjá meira
Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn
Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn