Innlent

Tugir hafa fest bíla sína í efri byggðum höfuðborgarsvæðisins

Birgir Olgeirsson skrifar
"Menn hafa aðstoðað hvorn annan og lögreglumenn í efri byggðum hafa aðstoðað fólk að losa bíla.“
"Menn hafa aðstoðað hvorn annan og lögreglumenn í efri byggðum hafa aðstoðað fólk að losa bíla.“ Vísir/Anton Brink
Umferð hefur gengið ágætlega fyrir sig á höfuðborgarsvæðinu í dag þrátt fyrir óveðrið. Í efri byggðum hafa hins vegar komið upp tilvik þar sem ökumenn hafa fest bíla sína. Við Kjalarnes, á Vesturlandsvegi, Suðurlandsvegi og Reykjanesbraut er hins vegar stórhríð og ekkert ferðaveður.

Árni Friðleifsson, hjá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir tugi ökumanna hafa fest bíla sína í ófærð í efri byggðum höfuðborgarsvæðisins.

„En það hafa ekki verið nein stór vandamál. Menn hafa aðstoðað hvorn annan og lögreglumenn í efri byggðum hafa aðstoðað fólk að losa bíla,“ segir Árni.

Hann segir ekki mikið um árekstra miðað við veður, og hafa engin alvarleg slys orðið.

„Þessu veðri var spáð og a færð gæti spillst. Það hefur gengið eftir nánast að öllu leyti fyrir utan það að veðrið skall á fyrr en búist var við,“ segir Árni.

Búist er við að veðrið nái hámarki klukkan eitt í dag en gangi ekki niður fyrr en á milli 16 og 18.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×