Guðmundar- og Geirfinnsmálin: Fimm mál tekin upp að nýju sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 24. febrúar 2017 14:03 vísir Endurupptökunefnd í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum svokölluðu hefur ákveðið að mál fimm sakborninga af sex verði tekin til meðferðar fyrir dómstólum að nýju. Mál Erlu Bolladóttur verður ekki tekið fyrir á ný, samkvæmt nýbirtum úrskurði nefndarinnar. Sakborningarnir hlutu árið 1980 eins til sautján ára fangelsisdóma fyrir aðild þeirra að málinu. Nefndin birti ákvörðun sína á vef endurupptökunefndar nú klukkan tvö, en hún hefur tekið sér þrjú ár í að komast að niðurstöðu. Hvað varðar mál Guðmundar Einarssonar hefur endurupptökunefnd fallist á að mál Kristjáns Viðars Júlíussonar, Sævars Ciesielski og Tryggva Rúnars Leifssonar verði tekin fyrir nýju, en þau voru sakfelld fyrir að hafa ráðið Guðmundi bana. Varðandi Albert Klahn Skaftason var fallist á endurupptöku vegna sakfellingar fyrir að hafa veitt fyrrnefndu liðsinni við að fjarlægja og koma líki Guðmundar fyrir á ókunnum stað og þannig leitast við að afmá ummerki brotsins. Í Geirfinnsmálinu er fallist á að mál Guðjóns Skarphéðinssonar, Kristjáns Viðars Júlíussonar og Sævars Ciesielski, sem sakfelldir voru fyrir að hafa orðið Geirfinni að bana, verði tekið fyrir að nýju. Beiðni Erlu Bolladóttur, Kristjáns Viðars og Sævars, sem sakfelld voru fyrir að hafa borið rangar sakargiftir á fjóra einstaklinga, var hafnað.Halda fram sakleysi sínu Sakborningarnir hafa haldið fram sakleysi sínu í málinu en árið 2014 fóru tveir þeirra; Erla Bolladóttir og Guðjón Skarphéðinsson, fram að málið yrði tekið upp að nýju. Þyngstan dóm hlaut Sævar Marinó Ciesielski, eða sautján ár. Kristján Viðar Viðarsson fékk sextán ára fangelsisdóm, Tryggvi Rúnar Leifsson þrettán ár og Guðjón Skarphéðinsson tíu ára fangelsi. Erla Bolladóttir fékk þriggja ára fangelsisdóm og Albert Klahn Skaftason eins árs dóm. Nýjar ábendingar bárust lögreglu í fyrra sem gætu hafa varpað nýju ljósi á málið því lögreglan á Austurlandi tók skýrslu af karlmanni sem taldi sig hafa nýjar upplýsingar varðandi málið. Tveir karlmenn voru handteknir og yfirheyrðir vegna rannsóknar á þætti málsins sem varðar Guðmund Einarsson, en þeir voru látnir lausir að lokinni yfirheyrslu.Hurfu sporlaust Guðmundur Einarsson sást síðast í Hafnarfirði aðfaranótt 27.janúar 1974 eftir dansleik í Alþýðuhúsinu í Hafnarfirði. Eiginkona Geirfinns Einarssonar sá hann síðast klukkan 22.30 í nóvember sama ár. Næstu árin fór fram mikil rannsókn á málinu. Um sex árum frá hvarfi þeirra var hópur ungmenna fundinn sekur um að hafa myrt Guðmund og Geirfinn og hlutu þau öll þunga dóma. Sem fyrr segir fer mál fimm þeirra aftur fyrir dómstóla. Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Endurupptökunefnd í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum svokölluðu hefur ákveðið að mál fimm sakborninga af sex verði tekin til meðferðar fyrir dómstólum að nýju. Mál Erlu Bolladóttur verður ekki tekið fyrir á ný, samkvæmt nýbirtum úrskurði nefndarinnar. Sakborningarnir hlutu árið 1980 eins til sautján ára fangelsisdóma fyrir aðild þeirra að málinu. Nefndin birti ákvörðun sína á vef endurupptökunefndar nú klukkan tvö, en hún hefur tekið sér þrjú ár í að komast að niðurstöðu. Hvað varðar mál Guðmundar Einarssonar hefur endurupptökunefnd fallist á að mál Kristjáns Viðars Júlíussonar, Sævars Ciesielski og Tryggva Rúnars Leifssonar verði tekin fyrir nýju, en þau voru sakfelld fyrir að hafa ráðið Guðmundi bana. Varðandi Albert Klahn Skaftason var fallist á endurupptöku vegna sakfellingar fyrir að hafa veitt fyrrnefndu liðsinni við að fjarlægja og koma líki Guðmundar fyrir á ókunnum stað og þannig leitast við að afmá ummerki brotsins. Í Geirfinnsmálinu er fallist á að mál Guðjóns Skarphéðinssonar, Kristjáns Viðars Júlíussonar og Sævars Ciesielski, sem sakfelldir voru fyrir að hafa orðið Geirfinni að bana, verði tekið fyrir að nýju. Beiðni Erlu Bolladóttur, Kristjáns Viðars og Sævars, sem sakfelld voru fyrir að hafa borið rangar sakargiftir á fjóra einstaklinga, var hafnað.Halda fram sakleysi sínu Sakborningarnir hafa haldið fram sakleysi sínu í málinu en árið 2014 fóru tveir þeirra; Erla Bolladóttir og Guðjón Skarphéðinsson, fram að málið yrði tekið upp að nýju. Þyngstan dóm hlaut Sævar Marinó Ciesielski, eða sautján ár. Kristján Viðar Viðarsson fékk sextán ára fangelsisdóm, Tryggvi Rúnar Leifsson þrettán ár og Guðjón Skarphéðinsson tíu ára fangelsi. Erla Bolladóttir fékk þriggja ára fangelsisdóm og Albert Klahn Skaftason eins árs dóm. Nýjar ábendingar bárust lögreglu í fyrra sem gætu hafa varpað nýju ljósi á málið því lögreglan á Austurlandi tók skýrslu af karlmanni sem taldi sig hafa nýjar upplýsingar varðandi málið. Tveir karlmenn voru handteknir og yfirheyrðir vegna rannsóknar á þætti málsins sem varðar Guðmund Einarsson, en þeir voru látnir lausir að lokinni yfirheyrslu.Hurfu sporlaust Guðmundur Einarsson sást síðast í Hafnarfirði aðfaranótt 27.janúar 1974 eftir dansleik í Alþýðuhúsinu í Hafnarfirði. Eiginkona Geirfinns Einarssonar sá hann síðast klukkan 22.30 í nóvember sama ár. Næstu árin fór fram mikil rannsókn á málinu. Um sex árum frá hvarfi þeirra var hópur ungmenna fundinn sekur um að hafa myrt Guðmund og Geirfinn og hlutu þau öll þunga dóma. Sem fyrr segir fer mál fimm þeirra aftur fyrir dómstóla.
Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira