Söngverk Karólínu og tónskáldaspjall Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 25. febrúar 2017 08:15 Ásgerður ætlar meðal annars að syngja tvö lög á tónleikunum í dag sem aldrei hafa verið flutt á Íslandi áður. Vísir/GVA „Við Karólína erum búnar að vinna lengi saman, alveg frá 2001, þá gaf ég út geisladisk með lögum og ljóðum eftir íslenskar konur og Karólína var ein af þeim. Í framhaldi af því frumflutti ég tvö verk eftir hana í Skálholti, hún var þá staðartónskáld þar. Annað verkið heitir Na Carenza og ég ætla að syngja það núna í dag,“ segir Ásgerður Júníusdóttir mezzo-sópran sem sér um sönginn á síðdegistónleikum í Safnahúsinu við Hverfisgötu í dag klukkan 16. Þeir eru tileinkaðir söngverkum Karólínu Eiríksdóttur tónskálds. Auk Ásgerðar koma þar fram Tinna Þorsteinsdóttir píanóleikari, Guðrún Hrund Harðardóttir víóluleikari og Matthías Nardeau óbóleikari. Þau hafa áður leikið og frumflutt verk eftir Karólínu og hlotið lof fyrir. Einnig mun Hjálmar H. Ragnarsson tónskáld, ræða við Karólínu um tilurð verkanna. Ásgerður hefur nýlokið þátttöku í óperunni Magnús/María eftir Karólínu, í uppfærslu sænska leikstjórans Suzanne Osten sem Ásgerður segir að sé „femínisti númer eitt“. „Það var hún sem samdi lagið við Áfram stelpur“, upplýsir hún og bætir við að Magnus/María sé femínísk sýning sem hafi verið sett upp víða á Norðurlöndunum síðustu þrjú árin og alls staðar fengið feiki góða dóma. Meðal annars hafi hún verið sýnd í Þjóðleikhúsinu á listahátíð árið 2015. Þess má geta að um frammistöðu Ásgerðar í lokasýningunni í Stokkhólmi sagði gagnrýnandi Dagens Nyheter að þrátt fyrir að í slíku verki væri það alltaf hópurinn sem væri stjarnan þá yrði sérstaklega að geta hinnar hlýju og fljótandi mezzo-raddar Ásgerðar. Á síðdegistónleikunum í dag verður Íslandsfrumflutningur á tveimur nýjum lögum eftir Karólínu, þau eru samin við ljóð eftir Steinunni Sigurðardóttur og Sjón, eiginmann Ásgerðar. „Við Tinna Þorsteins ákváðum að nota tækifærið til að halda tónleika og kynna Karólínu þegar Magnús/María var sett upp í þjóðaróperunni í Helsinki og Borgarleikhúsinu í Stokkhólmi. Þessi tvö lög voru meðal þess sem þar var á efnisskránni en þau hafa aldrei heyrst hér á landi áður,“ segir Ásgerður. Karólína og Ásgerður vinna nú að gerð geisladisks sem er væntanlegur með haustinu. Aðgangur að tónleikunum í dag er ókeypis og allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir. Greinin birtist fyrst 25. febrúar 2017 Menning Mest lesið Sinners slær met yfir flestar Óskarstilnefningar Bíó og sjónvarp Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Hætta óvænt við tónleikaferðalög sín Tónlist Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Lífið Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Lífið Fleiri fréttir Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sjá meira
„Við Karólína erum búnar að vinna lengi saman, alveg frá 2001, þá gaf ég út geisladisk með lögum og ljóðum eftir íslenskar konur og Karólína var ein af þeim. Í framhaldi af því frumflutti ég tvö verk eftir hana í Skálholti, hún var þá staðartónskáld þar. Annað verkið heitir Na Carenza og ég ætla að syngja það núna í dag,“ segir Ásgerður Júníusdóttir mezzo-sópran sem sér um sönginn á síðdegistónleikum í Safnahúsinu við Hverfisgötu í dag klukkan 16. Þeir eru tileinkaðir söngverkum Karólínu Eiríksdóttur tónskálds. Auk Ásgerðar koma þar fram Tinna Þorsteinsdóttir píanóleikari, Guðrún Hrund Harðardóttir víóluleikari og Matthías Nardeau óbóleikari. Þau hafa áður leikið og frumflutt verk eftir Karólínu og hlotið lof fyrir. Einnig mun Hjálmar H. Ragnarsson tónskáld, ræða við Karólínu um tilurð verkanna. Ásgerður hefur nýlokið þátttöku í óperunni Magnús/María eftir Karólínu, í uppfærslu sænska leikstjórans Suzanne Osten sem Ásgerður segir að sé „femínisti númer eitt“. „Það var hún sem samdi lagið við Áfram stelpur“, upplýsir hún og bætir við að Magnus/María sé femínísk sýning sem hafi verið sett upp víða á Norðurlöndunum síðustu þrjú árin og alls staðar fengið feiki góða dóma. Meðal annars hafi hún verið sýnd í Þjóðleikhúsinu á listahátíð árið 2015. Þess má geta að um frammistöðu Ásgerðar í lokasýningunni í Stokkhólmi sagði gagnrýnandi Dagens Nyheter að þrátt fyrir að í slíku verki væri það alltaf hópurinn sem væri stjarnan þá yrði sérstaklega að geta hinnar hlýju og fljótandi mezzo-raddar Ásgerðar. Á síðdegistónleikunum í dag verður Íslandsfrumflutningur á tveimur nýjum lögum eftir Karólínu, þau eru samin við ljóð eftir Steinunni Sigurðardóttur og Sjón, eiginmann Ásgerðar. „Við Tinna Þorsteins ákváðum að nota tækifærið til að halda tónleika og kynna Karólínu þegar Magnús/María var sett upp í þjóðaróperunni í Helsinki og Borgarleikhúsinu í Stokkhólmi. Þessi tvö lög voru meðal þess sem þar var á efnisskránni en þau hafa aldrei heyrst hér á landi áður,“ segir Ásgerður. Karólína og Ásgerður vinna nú að gerð geisladisks sem er væntanlegur með haustinu. Aðgangur að tónleikunum í dag er ókeypis og allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir. Greinin birtist fyrst 25. febrúar 2017
Menning Mest lesið Sinners slær met yfir flestar Óskarstilnefningar Bíó og sjónvarp Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Hætta óvænt við tónleikaferðalög sín Tónlist Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Lífið Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Lífið Fleiri fréttir Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sjá meira
Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning
Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning