Þingmaður Pírata segir brýnt að virkja samfélagsþátttöku ungs fólks Heimir Már Pétursson skrifar 24. febrúar 2017 20:00 Þingmaður Pírata hefur áhyggjur af lítilli kosningaþátttöku ungs fólks og segir brýnt að virkja samfélagslega þátttöku ungu kynslóðarinnar. Þörf sé á nútímalegri og lýðræðislegri stjórnmálum, nýrri stjórnarskrá og gegnsærri og skilvirkari stjórnsýslu. Viktor Orri Valgarðsson hóf sérstaka umræðu á Alþingi í dag með því að segja að samfélagsleg þátttaka ungs fólks væri eitt mest aðkallandi íslenskra stjórnmála en á sama tíma eitt þeirra mála sem virtust fá hvað minnsta athygli stjórnvalda. „Kjörsókn á Íslandi hefur dregist umtalsvert saman undanfarna áratugi eins og víðar á Vesturlöndum og sú þróun hefur verið sérstaklega áberandi meðal ungs fólks. Kjörsókn í síðustu sveitarstjórnarkosningum var sú lang minnsta í lýðveldissögunni og það sama gilti um síðustu alþingiskosningar. Kjörsóknin hrapaði til að mynda úr 73,5 prósentum árið 2010 í 66,5 prósent árið 2015,“ sagði Viktor Orri. Þá hafi kjörsókn tuttugu til tuttugu og fjögurra ára kjósenda verið enn minni eða 42 prósent árið 2014. Traust ungs fólks á á stjórnmálum og stjórnvöldum hefði minnkað mikið. „Og áhugi ungs fólks á þátttöku í lýðræðiskerfinu okkar virðist vera hverfandi. Þetta er vandamál bæði fyrir unga fólkið og ekki síður fyrir stjórnmálin. Vandamál sem er alvarlegt í dag og verður enn alvarlegra þegar fram líða stundir,“ sagði Viktor Orri. Þingmaðurinn sagði nauðsynlegt að bregðast við þessu bæði á vettvangi stjórnmálanna og öðrum sviðum samfélagsins til að virkja ungt fólk til þátttöku, meðal annars í sjálfboðaliða- og félagsstarfi ungmenna. „Ég held að við þurfum að gera margt. Bæði stjórnmálin og samfélagið almennt. Við þurfum nútímalegri og lýðræðislegri stjórnmál með nýrri stjórnarskrá. Gegnsærri og skilvirkari stjórnsýslu, málefnalegri og faglegri umræðu, aukin áhrif almennings milli kosninga og svona mætti lengi telja,“ sagði Viktor Orri. Þingmenn allra flokka tóku vel undir málflutning Viktors Orra og Kristján Þór Júlíusson menntamálaráðherra var sammála því að efla þyrfti þátttöku ungs fólks í samfélaginu. Ráðherrann sagði þó erfitt að meta sögulega kosningaþátttöku ungs fólks þar sem kosningaþátttaka eftir aldri hafi ekki verið skráð fyrr en frá sveitarstjórnarkosningum árið 2014. Verkefni eins og Skuggakosningar og Ég kýs í framhaldsskólum landsins hafi gefið góða raun og verði haldið áfram fyrir næstu sveitarstjórnarkosningar. „Niðurstöður skuggakosninganna í framhaldsskólunum gáfu ýmsar vísbendingar um hvernig frekari fræðsla og kynnnig gæti verið. En fyrst og fremst kölluðu þessar niðurstöður sem greindar hafa verið á nauðsyn þess að gera þarf kosningum og mikilvægi kosningaþátttöku miklu betur skil meðal ungs fólks,“ sagði Kristján Þór Júlíusson.v Alþingi Mest lesið Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Veður Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Fleiri fréttir Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Sjá meira
Þingmaður Pírata hefur áhyggjur af lítilli kosningaþátttöku ungs fólks og segir brýnt að virkja samfélagslega þátttöku ungu kynslóðarinnar. Þörf sé á nútímalegri og lýðræðislegri stjórnmálum, nýrri stjórnarskrá og gegnsærri og skilvirkari stjórnsýslu. Viktor Orri Valgarðsson hóf sérstaka umræðu á Alþingi í dag með því að segja að samfélagsleg þátttaka ungs fólks væri eitt mest aðkallandi íslenskra stjórnmála en á sama tíma eitt þeirra mála sem virtust fá hvað minnsta athygli stjórnvalda. „Kjörsókn á Íslandi hefur dregist umtalsvert saman undanfarna áratugi eins og víðar á Vesturlöndum og sú þróun hefur verið sérstaklega áberandi meðal ungs fólks. Kjörsókn í síðustu sveitarstjórnarkosningum var sú lang minnsta í lýðveldissögunni og það sama gilti um síðustu alþingiskosningar. Kjörsóknin hrapaði til að mynda úr 73,5 prósentum árið 2010 í 66,5 prósent árið 2015,“ sagði Viktor Orri. Þá hafi kjörsókn tuttugu til tuttugu og fjögurra ára kjósenda verið enn minni eða 42 prósent árið 2014. Traust ungs fólks á á stjórnmálum og stjórnvöldum hefði minnkað mikið. „Og áhugi ungs fólks á þátttöku í lýðræðiskerfinu okkar virðist vera hverfandi. Þetta er vandamál bæði fyrir unga fólkið og ekki síður fyrir stjórnmálin. Vandamál sem er alvarlegt í dag og verður enn alvarlegra þegar fram líða stundir,“ sagði Viktor Orri. Þingmaðurinn sagði nauðsynlegt að bregðast við þessu bæði á vettvangi stjórnmálanna og öðrum sviðum samfélagsins til að virkja ungt fólk til þátttöku, meðal annars í sjálfboðaliða- og félagsstarfi ungmenna. „Ég held að við þurfum að gera margt. Bæði stjórnmálin og samfélagið almennt. Við þurfum nútímalegri og lýðræðislegri stjórnmál með nýrri stjórnarskrá. Gegnsærri og skilvirkari stjórnsýslu, málefnalegri og faglegri umræðu, aukin áhrif almennings milli kosninga og svona mætti lengi telja,“ sagði Viktor Orri. Þingmenn allra flokka tóku vel undir málflutning Viktors Orra og Kristján Þór Júlíusson menntamálaráðherra var sammála því að efla þyrfti þátttöku ungs fólks í samfélaginu. Ráðherrann sagði þó erfitt að meta sögulega kosningaþátttöku ungs fólks þar sem kosningaþátttaka eftir aldri hafi ekki verið skráð fyrr en frá sveitarstjórnarkosningum árið 2014. Verkefni eins og Skuggakosningar og Ég kýs í framhaldsskólum landsins hafi gefið góða raun og verði haldið áfram fyrir næstu sveitarstjórnarkosningar. „Niðurstöður skuggakosninganna í framhaldsskólunum gáfu ýmsar vísbendingar um hvernig frekari fræðsla og kynnnig gæti verið. En fyrst og fremst kölluðu þessar niðurstöður sem greindar hafa verið á nauðsyn þess að gera þarf kosningum og mikilvægi kosningaþátttöku miklu betur skil meðal ungs fólks,“ sagði Kristján Þór Júlíusson.v
Alþingi Mest lesið Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Veður Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Fleiri fréttir Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Sjá meira