„Það verða allir að koma í þennan vagn“ Samúel Karl Ólason skrifar 25. febrúar 2017 16:15 Staðan á vinnumarkaði Íslands er eldfimari en marga grunar. Vísir/GVA Staðan á vinnumarkaði Íslands er eldfimari en marga grunar. Forsendunefnd aðila vinnumarkaðarins lýkur störfum á næstu dögum. Hún hefur verið að endurskoða yfir hundrað kjarasamninga sem rúmlega 70 prósent vinnandi fólks í landinu hafa skrifað undir. Svo gæti farið að Alþýðusambandið segi samningunum upp vegna drjúgra launahækkana sem kjararáð skammtaði æðstu embættismönnum fyrir skömmu. Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambandsins, og Björgólfur Jóhannsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, mættu í víglínuna í dag og ræddu stöðuna.Megin forsendur samninganna eru um kaupmáttaraukningu, aðkomu ríkis að uppbyggingu íbúða og þróun annarra hópa. Gylfi segir nefndina hafa skilað sínu tæknilega mati nú í vikunni. Hann segir Alþýðusambandið hafa fengið vilyrði stjórnvalda fyrir því að farið verði í að bæta húsnæðismálin. Gylfi telur það mjög mikilvægt. „Kaupmáttur, augljóslega, hefur vaxið mjög mikið og það reynir ekki á hana (forsenduna). Það er alveg ljóst að hvað varðar kjaramálin að ákvarðanir sem hafa verið teknar á síðastliðnu ári eru þess eðlis að það er sameiginlegt mat okkar að það er ekki í samræmi við þá launastefnu sem við sameinuðumst í þessu svokallaða rammasamkomulagi frá október 2015,“ segir Gylfi. Hann segir að forsendubresturinn sé staðfestur og það sé búið að koma því til samninganefndar Alþýðusambandsins og framkvæmdastjórnar Samtaka atvinnulífsins að þessi staða sé uppi. „Við funduðum í samninganefnd Alþýðusambandsins í vikunni og áttum viðræður við Samtök atvinnulífsins um þessa stöðu, því að samningurinn kveður líka á um, eigum við að segja viðræðuskyldu, ekki bara að láta forsendubrestinn leiða til uppsagna heldur leita leiða til þess að samningar geti haldið gildi sínu.“ Björgólfur segir stöðuna vera „djöfullega“. Búið væri að vinna að þessar vegferð mjög lengi. Þá liggi fyrir að SA og ASÍ verði ekki ein í því. Semji um einhverja ákveðna leið og stórir aðrir hópar séu svo „freelance“. Vísar hann þar til ákvörðunar Kjararáðs. „Það verða allir að koma í þennan vagn og það vilja allir fá leiðréttingu. Þess vegna er þetta, já ég segi bara aftur, djöfulleg staða að vera í. Við erum með alveg ótrúlega kaupmáttaraukningu og náðum miklum árangri þar, en það er ýmislegt sem hefur hjálpað þar svo sem.“ Hann sagði að fleira en Kjararáð koma inn í þennan forsendubrest. Búið væri að semja við kennara og aðra og það hafi truflað þessa vegferð. „Við vissum það svo sem þegar við fórum af stað að þetta yrði ekkert auðvelt. Það yrði ekki auðvelt að fá alla hópa að og ákveðnir hópar vildu leiðréttingu. Við höfum verið að fókusera á að hækka lægstu launin, það hefur gengið eftir, en síðan eru einhverjir hópar sem vilja meira, áður en þeir koma inn í vagninn. Þannig er ekki vegferðin,“ sagði Björgólfur. Hægt er að horfa á þá Gylfa og Björgólf hér að ofan. Víglínan Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Fleiri fréttir Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Sjá meira
Staðan á vinnumarkaði Íslands er eldfimari en marga grunar. Forsendunefnd aðila vinnumarkaðarins lýkur störfum á næstu dögum. Hún hefur verið að endurskoða yfir hundrað kjarasamninga sem rúmlega 70 prósent vinnandi fólks í landinu hafa skrifað undir. Svo gæti farið að Alþýðusambandið segi samningunum upp vegna drjúgra launahækkana sem kjararáð skammtaði æðstu embættismönnum fyrir skömmu. Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambandsins, og Björgólfur Jóhannsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, mættu í víglínuna í dag og ræddu stöðuna.Megin forsendur samninganna eru um kaupmáttaraukningu, aðkomu ríkis að uppbyggingu íbúða og þróun annarra hópa. Gylfi segir nefndina hafa skilað sínu tæknilega mati nú í vikunni. Hann segir Alþýðusambandið hafa fengið vilyrði stjórnvalda fyrir því að farið verði í að bæta húsnæðismálin. Gylfi telur það mjög mikilvægt. „Kaupmáttur, augljóslega, hefur vaxið mjög mikið og það reynir ekki á hana (forsenduna). Það er alveg ljóst að hvað varðar kjaramálin að ákvarðanir sem hafa verið teknar á síðastliðnu ári eru þess eðlis að það er sameiginlegt mat okkar að það er ekki í samræmi við þá launastefnu sem við sameinuðumst í þessu svokallaða rammasamkomulagi frá október 2015,“ segir Gylfi. Hann segir að forsendubresturinn sé staðfestur og það sé búið að koma því til samninganefndar Alþýðusambandsins og framkvæmdastjórnar Samtaka atvinnulífsins að þessi staða sé uppi. „Við funduðum í samninganefnd Alþýðusambandsins í vikunni og áttum viðræður við Samtök atvinnulífsins um þessa stöðu, því að samningurinn kveður líka á um, eigum við að segja viðræðuskyldu, ekki bara að láta forsendubrestinn leiða til uppsagna heldur leita leiða til þess að samningar geti haldið gildi sínu.“ Björgólfur segir stöðuna vera „djöfullega“. Búið væri að vinna að þessar vegferð mjög lengi. Þá liggi fyrir að SA og ASÍ verði ekki ein í því. Semji um einhverja ákveðna leið og stórir aðrir hópar séu svo „freelance“. Vísar hann þar til ákvörðunar Kjararáðs. „Það verða allir að koma í þennan vagn og það vilja allir fá leiðréttingu. Þess vegna er þetta, já ég segi bara aftur, djöfulleg staða að vera í. Við erum með alveg ótrúlega kaupmáttaraukningu og náðum miklum árangri þar, en það er ýmislegt sem hefur hjálpað þar svo sem.“ Hann sagði að fleira en Kjararáð koma inn í þennan forsendubrest. Búið væri að semja við kennara og aðra og það hafi truflað þessa vegferð. „Við vissum það svo sem þegar við fórum af stað að þetta yrði ekkert auðvelt. Það yrði ekki auðvelt að fá alla hópa að og ákveðnir hópar vildu leiðréttingu. Við höfum verið að fókusera á að hækka lægstu launin, það hefur gengið eftir, en síðan eru einhverjir hópar sem vilja meira, áður en þeir koma inn í vagninn. Þannig er ekki vegferðin,“ sagði Björgólfur. Hægt er að horfa á þá Gylfa og Björgólf hér að ofan.
Víglínan Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Fleiri fréttir Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Sjá meira