SALEK bjargað fyrir horn en ríkið varað við stöðunni Heimir Már Pétursson skrifar 28. febrúar 2017 19:45 SALEK samkomulaginu var bjargað fyrir horn, að sinni alla vega, þegar forysta Alþýðusambandsins og Samtaka atvinnulífsins skrifuðu undir samkomulag í dag sem frestar endurskoðun kjarasamninga um ár. Engu að síður er ítrekað að forsendubrestur hafi skapast vegna kjarastefnu ríkis og sveitarfélaga sem eiga eftir að gera fjölda samninga á þessu ári. Í dag rann út freastur sem Alþýðusambandið ahfði til að segja upp um 100 kjarasamningum um 70 prósent fólks á almennum vinnumarkaði. Samtök atvinnulífsins og Alþýðusambandið ætla að freista þess að allir þeir sem eiga eftir að semja við ríki og sveitarfélög á þessu ári haldi sig innan SALEK samkomulagsins. Forsendunefnd aðila vinnumarkaðarins telur að kjarasamningar sveitarfélaganna við grunnskólakennara í nóvember í fyrra og tónlistarkennara í janúar á þessu ári feli í sér launahækkanir sem rúmist ekki innan SALEK samkomulagsins sem og tugprósenta hækkun launa kjararáðs til ráðamanna og æðstu embættismanna. Gylfi Arnbjörnssonforseti ASÍ segir að þar með hafi myndast forsendubrestur í gildandi kjarasamningum á almennum markaði, þótt aðrar forsendur eins og kaupmáttarauking og loforð stjórnvalda varðandi uppbyggingu íbúða hafi gengið eftir.Hvers vegna er þeim þá ekki einfaldlega sagt upp? „Það er vegna þess að það er okkar niðurstaða að þegar við förum yfir það efnislega að kjarasamningar eins og frunnskólakennaranna, að þótt þeir hafi verið langt yfir markið, séu efnisleg rök fyrir þessu,“ segir Gylfi. Hins vegar séu margir kjarasamningar eins og við lækna og BHM framundan á þessu ári og vonandi geti þeir aðilar fallist á að grunnskólakennarar og tónlistarskólakennarar hafi ákveðinn forgang að þessu sinni. Hins vegar áskilji Alþýðusambandið sér rétt til að koma að þeim málum að ári. „En auðvitað vitum við það líka að það er annað vandamál. Það er auðvitað kjararáð og niðurstaða þess. Stjórnvöld hafa svolítið í hendi sér að taka það af borðinu sem einhverja sérstaka fyrirmynd,“ segir forseti ASÍ. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir stöðuna alvarlega semji ríkið og sveitarfélögin út fyrir SALEK samkomulagið við aðra á þessu ári. „Það er algerlega óásaættlanleg staða. Þá erum við komin í endurtekið efni úr hagsögu Íslands. Óraunhæfar launahækkanir, innstæðulausar launahækkanir, sem leiða til kjararýrnunar allra og þeir tapa mestu sem lægst laun hafa. Ég met stöðuna sem svo að það séu engin mótttökuskilyrði í samfélaginu til að endurtaka þessa gömlu plötu úr íslenskri hagsögu,“ segir Halldór Benjamín. Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Sjá meira
SALEK samkomulaginu var bjargað fyrir horn, að sinni alla vega, þegar forysta Alþýðusambandsins og Samtaka atvinnulífsins skrifuðu undir samkomulag í dag sem frestar endurskoðun kjarasamninga um ár. Engu að síður er ítrekað að forsendubrestur hafi skapast vegna kjarastefnu ríkis og sveitarfélaga sem eiga eftir að gera fjölda samninga á þessu ári. Í dag rann út freastur sem Alþýðusambandið ahfði til að segja upp um 100 kjarasamningum um 70 prósent fólks á almennum vinnumarkaði. Samtök atvinnulífsins og Alþýðusambandið ætla að freista þess að allir þeir sem eiga eftir að semja við ríki og sveitarfélög á þessu ári haldi sig innan SALEK samkomulagsins. Forsendunefnd aðila vinnumarkaðarins telur að kjarasamningar sveitarfélaganna við grunnskólakennara í nóvember í fyrra og tónlistarkennara í janúar á þessu ári feli í sér launahækkanir sem rúmist ekki innan SALEK samkomulagsins sem og tugprósenta hækkun launa kjararáðs til ráðamanna og æðstu embættismanna. Gylfi Arnbjörnssonforseti ASÍ segir að þar með hafi myndast forsendubrestur í gildandi kjarasamningum á almennum markaði, þótt aðrar forsendur eins og kaupmáttarauking og loforð stjórnvalda varðandi uppbyggingu íbúða hafi gengið eftir.Hvers vegna er þeim þá ekki einfaldlega sagt upp? „Það er vegna þess að það er okkar niðurstaða að þegar við förum yfir það efnislega að kjarasamningar eins og frunnskólakennaranna, að þótt þeir hafi verið langt yfir markið, séu efnisleg rök fyrir þessu,“ segir Gylfi. Hins vegar séu margir kjarasamningar eins og við lækna og BHM framundan á þessu ári og vonandi geti þeir aðilar fallist á að grunnskólakennarar og tónlistarskólakennarar hafi ákveðinn forgang að þessu sinni. Hins vegar áskilji Alþýðusambandið sér rétt til að koma að þeim málum að ári. „En auðvitað vitum við það líka að það er annað vandamál. Það er auðvitað kjararáð og niðurstaða þess. Stjórnvöld hafa svolítið í hendi sér að taka það af borðinu sem einhverja sérstaka fyrirmynd,“ segir forseti ASÍ. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir stöðuna alvarlega semji ríkið og sveitarfélögin út fyrir SALEK samkomulagið við aðra á þessu ári. „Það er algerlega óásaættlanleg staða. Þá erum við komin í endurtekið efni úr hagsögu Íslands. Óraunhæfar launahækkanir, innstæðulausar launahækkanir, sem leiða til kjararýrnunar allra og þeir tapa mestu sem lægst laun hafa. Ég met stöðuna sem svo að það séu engin mótttökuskilyrði í samfélaginu til að endurtaka þessa gömlu plötu úr íslenskri hagsögu,“ segir Halldór Benjamín.
Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Sjá meira