Ekki útilokað að það komi fram játning frá skipverjanum Snærós Sindradóttir skrifar 10. febrúar 2017 07:00 Grímur Grímsson stýrir rannsókn á morðinu á Birnu. vísir/anton brink Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu bíður enn niðurstöðu úr rannsókn á lífsýnum af fatnaði og öðrum munum sem hald var lagt á í tengslum við hvarfið á Birnu Brjánsdóttur. Sýnin voru send utan til rannsóknar fyrir þremur vikum. Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, Kári Stefánsson, hefur talað fyrir því að slíkar rannsóknir ætti að gera hér á landi enda sé bæði þekking og tækjabúnaður til staðar svo hægt væri að reka slíka rannsóknarstofu. Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar deildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir að vissulega væri betra ef niðurstöður lífsýna lægju fyrir í málinu. „Það væri heppilegt að geta gert þetta eins hratt og mögulegt er. Hins vegar vil ég benda á að við fengum mjög hraða afgreiðslu á fyrstu sýnum. Ég tek samt alveg undir að það væri mjög heppilegt ef hægt væri að gera þetta á Íslandi. Að ég tali nú ekki um ef þekkingin er fyrir hendi, að þá sé reynt að koma málum þannig fyrir að þetta sé hægt.“ Lögreglan er búin að fara yfir öll sönnunargögn í málinu og undirbýr nú gagnapakka sem hægt verður að senda til héraðssaksóknara. Skipverjinn, sem setið hefur í gæsluvarðhaldi í þrjár vikur grunaður um að hafa banað Birnu, hefur ekki játað aðild að málinu. „Mér finnst ekkert útilokað að það komi einhvern tímann fram játning. Kannski ber manni að tala varlega um þetta en við trúum því að gögn málsins bendi til þess að maðurinn sem við höfum í haldi hafi gerst sekur um þetta ódæði. Engu að síður getum við ekki heimtað játningu. Það er réttur hvers grunaðs manns að tjá sig ekki,“ segir Grímur.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Sakar ráðherra um blaður um rannsóknir á lífsýnum Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra, ekki fara með rétt mál varðandi hugsanlega aðkomu ÍE að greiningu lífsýna fyrir lögregluna. 7. febrúar 2017 07:00 Lögreglan telur sig vita hvernig Birnu var ráðinn bani Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókn lögreglu í máli Birnu Brjánsdóttur, segist eiga von á því að skipverjarnir tveir af Polar Nanoq, sem sitja í gæsluvarðhaldi grunaðir um að bera ábyrgð á dauða Birnu, verði yfirheyrðir á morgun frekar en í dag. 30. janúar 2017 10:20 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Fleiri fréttir Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu bíður enn niðurstöðu úr rannsókn á lífsýnum af fatnaði og öðrum munum sem hald var lagt á í tengslum við hvarfið á Birnu Brjánsdóttur. Sýnin voru send utan til rannsóknar fyrir þremur vikum. Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, Kári Stefánsson, hefur talað fyrir því að slíkar rannsóknir ætti að gera hér á landi enda sé bæði þekking og tækjabúnaður til staðar svo hægt væri að reka slíka rannsóknarstofu. Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar deildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir að vissulega væri betra ef niðurstöður lífsýna lægju fyrir í málinu. „Það væri heppilegt að geta gert þetta eins hratt og mögulegt er. Hins vegar vil ég benda á að við fengum mjög hraða afgreiðslu á fyrstu sýnum. Ég tek samt alveg undir að það væri mjög heppilegt ef hægt væri að gera þetta á Íslandi. Að ég tali nú ekki um ef þekkingin er fyrir hendi, að þá sé reynt að koma málum þannig fyrir að þetta sé hægt.“ Lögreglan er búin að fara yfir öll sönnunargögn í málinu og undirbýr nú gagnapakka sem hægt verður að senda til héraðssaksóknara. Skipverjinn, sem setið hefur í gæsluvarðhaldi í þrjár vikur grunaður um að hafa banað Birnu, hefur ekki játað aðild að málinu. „Mér finnst ekkert útilokað að það komi einhvern tímann fram játning. Kannski ber manni að tala varlega um þetta en við trúum því að gögn málsins bendi til þess að maðurinn sem við höfum í haldi hafi gerst sekur um þetta ódæði. Engu að síður getum við ekki heimtað játningu. Það er réttur hvers grunaðs manns að tjá sig ekki,“ segir Grímur.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Sakar ráðherra um blaður um rannsóknir á lífsýnum Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra, ekki fara með rétt mál varðandi hugsanlega aðkomu ÍE að greiningu lífsýna fyrir lögregluna. 7. febrúar 2017 07:00 Lögreglan telur sig vita hvernig Birnu var ráðinn bani Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókn lögreglu í máli Birnu Brjánsdóttur, segist eiga von á því að skipverjarnir tveir af Polar Nanoq, sem sitja í gæsluvarðhaldi grunaðir um að bera ábyrgð á dauða Birnu, verði yfirheyrðir á morgun frekar en í dag. 30. janúar 2017 10:20 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Fleiri fréttir Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Sjá meira
Sakar ráðherra um blaður um rannsóknir á lífsýnum Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra, ekki fara með rétt mál varðandi hugsanlega aðkomu ÍE að greiningu lífsýna fyrir lögregluna. 7. febrúar 2017 07:00
Lögreglan telur sig vita hvernig Birnu var ráðinn bani Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókn lögreglu í máli Birnu Brjánsdóttur, segist eiga von á því að skipverjarnir tveir af Polar Nanoq, sem sitja í gæsluvarðhaldi grunaðir um að bera ábyrgð á dauða Birnu, verði yfirheyrðir á morgun frekar en í dag. 30. janúar 2017 10:20