Þrjátíu ár liðin frá fyrsta bikarúrslitaleik Keflavíkurkvenna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. febrúar 2017 07:00 Thelma Dís Ágústsdóttirr er jafngömul og þegar móðir hennar Björg Hafsteinsdóttir lék sinn fyrsta bikarúrslitaleik fyrir 30 árum síðan. Víisir/Eyþór Keflvíkingar vonast til að geta haldið upp á stór tímamót í dag með enn einum bikarmeistaratili kvennaliðs félagsins í Laugardalshöllinni þegar þar fer fram úrslitaleikur Maltbikars kvenna milli Keflavíkur og Skallagríms. Fyrir 30 árum lék kvennalið Keflavík sinn fyrsta bikarúrslitaleik en leikurinn í dag verður bikarúrslitaleikur númer 22. Það er magnað að Keflavíkurkonur hafi farið 22 sinnum í Höllina á þessum þrjátíu árum og að þrettán sinnum hafa þær farið með bikarinn til baka á Reykjanesbrautina. Hið unga Keflavíkurlið sem mætir til leiks í Höllinni í dag á margt sameiginlegt með þeim Keflavíkurstelpum sem mættu í Laugardalshöllina fyrir þremur áratugum síðan. Þá var Keflavíkurliðið einnig skipað kornungum stelpum sem voru þarna að mæta efsta liði deildarinnar. Í dag er það Skallagrímur en fyrir 30 árum síðan var það lið KR. Liðið frá 1987 sló líka Hauka út úr undanúrslitunum alveg eins og liðið 2017. Keflavíkurliðið tapaði þessum fyrsta bikarúrslitaleik sínum (KR vann 65-61) en Keflavíkurstelpurnar komu reynslunni ríkari árið eftir og unnu sinn fyrsta af þrettán bikarmeistaratitlum. Keflvíkingar vonast reyndar örugglega til þess að það endurtaki sig ekki því stefnar er að koma með bikarmeistaratitil númer fjórtán til Keflavíkur annað kvöld. Stigahæsti leikmaður Keflavíkur í úrslitaleiknum 1987 var hin átján ára gamla Anna María Sveinsdóttir með 22 stig. Emelía Ósk Gunnarsdóttir, sem skoraði mest af íslensku stelpunum í undanúrslitaleiknum (18 stig) er einnig átján ára. Björg Hafsteinsdóttir, sem var þriðja stigahæst hjá Keflavík í bikaúrslitaleiknum fyrir 30 árum var einnig bara átján ára gömul. Dóttir Bjargar, Thelma Dís Ágústsdóttir, er leikmaður Keflavíkur í dag og hún var þriðja stigahæst í undanúrslitaleiknum. Thelma Dís er jafngömul og móðir hennar var 1987. Þegar Keflavík varð bikarmeistari í fyrsta sinn árið eftir, 1988, þá léku ennfremur með liðinu mæður tveggja leikmanna Keflavíkur í dag. Björg Hafsteinsdóttir (Thelma Dís Ágústsdóttir) var þá stigahæst með 25 stig og Elínborg Herbertsdóttir (Birna Valgerður Benónýsdóttir) var með tvö stig. Tengdamóðir fyrirliða Keflavíkur í dag, Ernu Hákonardóttur, var einnig með 1988-liði Keflavíkur en Bylgja Sverrisdóttir skoraði eitt stig í leiknum.Leikmenn í fyrsta bikarúrslitaleik Keflavíkur 1987 Anna María Sveinsdóttir 22 stig Guðlaug Sveinsdóttir 21 stig Björg Hafsteinsdóttir 5 stig Kristín Sigurðardóttir 5 stig Margrét Sturlaugsdóttir 4 stig Bylgja Sverrisdóttir 2 stig Kristín Blöndal 2 stig Gunnhildur Hilmarsdóttir Skoraði ekki Katrín M Eiríksdóttir Skoraði ekki Svandís Gylfadóttir Skoraði ekki Dominos-deild kvenna Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Sjá meira
Keflvíkingar vonast til að geta haldið upp á stór tímamót í dag með enn einum bikarmeistaratili kvennaliðs félagsins í Laugardalshöllinni þegar þar fer fram úrslitaleikur Maltbikars kvenna milli Keflavíkur og Skallagríms. Fyrir 30 árum lék kvennalið Keflavík sinn fyrsta bikarúrslitaleik en leikurinn í dag verður bikarúrslitaleikur númer 22. Það er magnað að Keflavíkurkonur hafi farið 22 sinnum í Höllina á þessum þrjátíu árum og að þrettán sinnum hafa þær farið með bikarinn til baka á Reykjanesbrautina. Hið unga Keflavíkurlið sem mætir til leiks í Höllinni í dag á margt sameiginlegt með þeim Keflavíkurstelpum sem mættu í Laugardalshöllina fyrir þremur áratugum síðan. Þá var Keflavíkurliðið einnig skipað kornungum stelpum sem voru þarna að mæta efsta liði deildarinnar. Í dag er það Skallagrímur en fyrir 30 árum síðan var það lið KR. Liðið frá 1987 sló líka Hauka út úr undanúrslitunum alveg eins og liðið 2017. Keflavíkurliðið tapaði þessum fyrsta bikarúrslitaleik sínum (KR vann 65-61) en Keflavíkurstelpurnar komu reynslunni ríkari árið eftir og unnu sinn fyrsta af þrettán bikarmeistaratitlum. Keflvíkingar vonast reyndar örugglega til þess að það endurtaki sig ekki því stefnar er að koma með bikarmeistaratitil númer fjórtán til Keflavíkur annað kvöld. Stigahæsti leikmaður Keflavíkur í úrslitaleiknum 1987 var hin átján ára gamla Anna María Sveinsdóttir með 22 stig. Emelía Ósk Gunnarsdóttir, sem skoraði mest af íslensku stelpunum í undanúrslitaleiknum (18 stig) er einnig átján ára. Björg Hafsteinsdóttir, sem var þriðja stigahæst hjá Keflavík í bikaúrslitaleiknum fyrir 30 árum var einnig bara átján ára gömul. Dóttir Bjargar, Thelma Dís Ágústsdóttir, er leikmaður Keflavíkur í dag og hún var þriðja stigahæst í undanúrslitaleiknum. Thelma Dís er jafngömul og móðir hennar var 1987. Þegar Keflavík varð bikarmeistari í fyrsta sinn árið eftir, 1988, þá léku ennfremur með liðinu mæður tveggja leikmanna Keflavíkur í dag. Björg Hafsteinsdóttir (Thelma Dís Ágústsdóttir) var þá stigahæst með 25 stig og Elínborg Herbertsdóttir (Birna Valgerður Benónýsdóttir) var með tvö stig. Tengdamóðir fyrirliða Keflavíkur í dag, Ernu Hákonardóttur, var einnig með 1988-liði Keflavíkur en Bylgja Sverrisdóttir skoraði eitt stig í leiknum.Leikmenn í fyrsta bikarúrslitaleik Keflavíkur 1987 Anna María Sveinsdóttir 22 stig Guðlaug Sveinsdóttir 21 stig Björg Hafsteinsdóttir 5 stig Kristín Sigurðardóttir 5 stig Margrét Sturlaugsdóttir 4 stig Bylgja Sverrisdóttir 2 stig Kristín Blöndal 2 stig Gunnhildur Hilmarsdóttir Skoraði ekki Katrín M Eiríksdóttir Skoraði ekki Svandís Gylfadóttir Skoraði ekki
Dominos-deild kvenna Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Sjá meira