Handbolti

Sjötti sigur Stjörnunnar í röð

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Helena Rut Örvarsdóttir skoraði átta mörk fyrir Stjörnuna.
Helena Rut Örvarsdóttir skoraði átta mörk fyrir Stjörnuna. vísir/eyþór
Stjarnan vann sinn sjötta sigur í röð þegar liðið lagði Selfoss að velli, 32-29, í 15. umferð Olís-deildar kvenna í dag.

Jafnræði var með liðunum í leiknum þótt Stjarnan væri lengst af með frumkvæðið. Staðan í hálfleik var 17-15, Stjörnunni í vil.

Þegar níu mínútur voru til leiksloka jafnaði Dijana Radojevic metin í 26-26. Stjarnan var hins vegar sterkari á lokasprettinum og vann síðustu níu mínúturnar 6-3 og leikinn 32-29.

Helena Rut Örvarsdóttir skoraði átta mörk fyrir Stjörnuna líkt og Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir fyrir Selfoss.

Með sigrinum jafnaði Stjarnan Fram að stigum á toppi deildarinnar. Selfoss er áfram í sjöunda og næstneðsta sætinu.

Mörk Stjörnunnar:

Helena Rut Örvarsdóttir 8, Sólveig Lára Kjærnested 6, Rakel Dögg Bragadóttir 4, Elena Birgisdóttir 4, Esther Ragnarsdóttir 3, Hanna Guðrún Stefánsdóttir 3, Stefanía Theodórsdóttir 2, Brynhildur Kjartansdóttir 1, Nataly Sæunn Valencia 1.

Mörk Selfoss:

Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir 8/1, Perla Ruth Albertsdóttir 6, Kristrún Steinþórsdóttir 6, Dijana Radojevic 4, Margrét Katrín Jónsdóttir 2, Hulda Dís Þrastardóttir 2, Arna Kristín Einarsdóttir 1.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×