Landlæknir telur heilbrigðiskerfið verulega brotakennt Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 11. febrúar 2017 17:29 Birgir Jakobsson, landlæknir, segir að sérfræðimönnun landspítalans sé ábótavant. Fjarað hafi undan háskólasjúkrahúsinu, en þegar svo sé, er allt heilbrigðiskerfið í vandræðum. Þetta kom fram í Víglínunni á Stöð 2 í dag. „Mikill hluti sem fór á síðasta ári, og hefur farið í heilbrigðismálin, hefur farið í launahækkanir,“ segir Birgir, sem segir að þó þörf hafi verið á því, þá sé það ekki að sjá að fjármagn hafi farið í aðra þætti heilbrigðisþjónustunnar. Spurður út í hverju uppbygging á meðferðarkjarna á spítalanum muni breyta, segir Birgir að það muni breyta að verulegu leiti vinnuumhverfi fólks og forða þeim þrengslum sem nú eru uppi á spítalanum. „Það mun ekki leysa öll vandamál, þú verður fyrst og fremst að huga að verkferlum innan spítalans, hvernig fólk er að vinna saman,“ segir Birgir, sem tekur fram að slíkir verkferlar breytist ekki í nýju húsnæði. Hann segist ekki geta svarað því hvort að rúmafjöldi muni aukast í nýjum meðferðarkjarna, en fjöldi einstaklingsherbergja muni vafalaust aukast. Spurður hvort íslendingar séu að rekja gott heilbrigðiskerfi, hvað varðar þessa verkferla, segir Birgir að margt gott sé í íslenskri heilbrigðisþjónustu. „Það er styrkleiki okkar að við erum með mjög hæft fólk, en ég held hins vegar að kerfið er eins og ég kalla það, verulega brotakennt, það er ekki að vinna nægilega vel saman og úr því verður að bæta,“ segir Birgir sem segir að röng leið hafi verið farin, þar sem fjarað hafi undan háskólasjúkrahúsinu. „Í öllum heilbrigðiskerfum sem ég þekki til, er háskólasjúkrahúsið grunnstoðin, og ef hún riðar til falls, þá er allt heilbrigðiskerfið í vandræðum.“Sérfræðikunnáttan á landspítalanum lokkuð út í önnur vinnuformSpurður hvernig og hvers vegna sá hluti starfseminnar hafi veikst á undanförnum árum segir Birgir að sér finnist eins og tilhneigingin hafi verið sú að sérfræðikunnáttan á landspítalanum hafi verið lokkuð út í önnur vinnuform. „Fimmtíu til sextíu prósent af sérfræðingum landspítalans eru þar í hlutastarfi, en það þýðir það að viðvera þeirra er ekki eins og hún á að vera á landspítalanum.“ „Þetta finnst mér eitt af aðalvandamálum spítalans, þssi hæfni til að taka ákvarðanir, ekki bara einu sinni á dag, heldur allan daginn og allar helgar líka og til þess nægir ekki sérfræðimönnun landspítalans eins og hún er í dag.“ Birgir segir að reynsla fjölmargra landa sýni að þeir taka því ekki jafn mikinn þátt í starfi spítalans.Vantar reglur um aukastörf læknaSpurður hvort sér finnist að það eigi að vera skilyrði að hluti lækna vinni eingöngu á spítalanum segir Birgir að það vanti reglur um aukastörf þeirra, en það sé þannig í nágrannalöndum okkar. „Ég hef talað við fólk í Svíþjóð og í Noregi, og þeir sögðu að okkar læknar fá ekki að vinna neinsstaðar annarsstaðar en á spítalanum,“ segir Birgir. Birgir segir að þróunin hér á landi hafi verið að gerast í áratugi, þetta sé ekkert nýtt. Á sama tíma og Svíar, Norðmenn og Danir hafi reynt nýjar lausnir, hafi Íslendingar ekki gert neitt. „Ég var að vinna sem sérfræðingur árið 1988, og nú er nákvæmlega sama kerfi. Við erum með fjárlög á opinbera þjónustu, við erum með mjög hvetjandi greiðslukerfi í einkaþjónustunni, þetta veldur ójafnvægi í heilbrigðisþjónustunni og grefur undan opinberri þjónustu," segir Birgir sem bendir á að kerfið hafi verið mjög stjórnlítið. Greiðslukerfin stýri mjög hvernig heilbrigðiskerfið þróast.Fólkið kýs önnur störfBirgir segir ástæður þess aða læknar starfi utan spítalans, hljóti greinilega að vera launamál fyrir suma lækna að vinna að hluta utan spítalans. Það geti líka verið spurning um vinnuálag sem sé á spítalanum, en það sé of þungt og verði ekki létt nema með fleira fólki. Að sögn Birgis sýna þau gögn sem hann hefur yfir að ráða, að fjöldi sérfræðinga á Íslandi í heilbrigðisþjónustu er meiri heldur en á hinum norðurlöndunum og því eigi það ekki að vera vandamálið. „Vandamálið er að fólkið kýs önnur störf, sérstaklega hjúkrunarfræðingar eins og við lesum um í blöðum nánast daglega.“ Víglínan Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Innlent Fleiri fréttir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Sjá meira
Birgir Jakobsson, landlæknir, segir að sérfræðimönnun landspítalans sé ábótavant. Fjarað hafi undan háskólasjúkrahúsinu, en þegar svo sé, er allt heilbrigðiskerfið í vandræðum. Þetta kom fram í Víglínunni á Stöð 2 í dag. „Mikill hluti sem fór á síðasta ári, og hefur farið í heilbrigðismálin, hefur farið í launahækkanir,“ segir Birgir, sem segir að þó þörf hafi verið á því, þá sé það ekki að sjá að fjármagn hafi farið í aðra þætti heilbrigðisþjónustunnar. Spurður út í hverju uppbygging á meðferðarkjarna á spítalanum muni breyta, segir Birgir að það muni breyta að verulegu leiti vinnuumhverfi fólks og forða þeim þrengslum sem nú eru uppi á spítalanum. „Það mun ekki leysa öll vandamál, þú verður fyrst og fremst að huga að verkferlum innan spítalans, hvernig fólk er að vinna saman,“ segir Birgir, sem tekur fram að slíkir verkferlar breytist ekki í nýju húsnæði. Hann segist ekki geta svarað því hvort að rúmafjöldi muni aukast í nýjum meðferðarkjarna, en fjöldi einstaklingsherbergja muni vafalaust aukast. Spurður hvort íslendingar séu að rekja gott heilbrigðiskerfi, hvað varðar þessa verkferla, segir Birgir að margt gott sé í íslenskri heilbrigðisþjónustu. „Það er styrkleiki okkar að við erum með mjög hæft fólk, en ég held hins vegar að kerfið er eins og ég kalla það, verulega brotakennt, það er ekki að vinna nægilega vel saman og úr því verður að bæta,“ segir Birgir sem segir að röng leið hafi verið farin, þar sem fjarað hafi undan háskólasjúkrahúsinu. „Í öllum heilbrigðiskerfum sem ég þekki til, er háskólasjúkrahúsið grunnstoðin, og ef hún riðar til falls, þá er allt heilbrigðiskerfið í vandræðum.“Sérfræðikunnáttan á landspítalanum lokkuð út í önnur vinnuformSpurður hvernig og hvers vegna sá hluti starfseminnar hafi veikst á undanförnum árum segir Birgir að sér finnist eins og tilhneigingin hafi verið sú að sérfræðikunnáttan á landspítalanum hafi verið lokkuð út í önnur vinnuform. „Fimmtíu til sextíu prósent af sérfræðingum landspítalans eru þar í hlutastarfi, en það þýðir það að viðvera þeirra er ekki eins og hún á að vera á landspítalanum.“ „Þetta finnst mér eitt af aðalvandamálum spítalans, þssi hæfni til að taka ákvarðanir, ekki bara einu sinni á dag, heldur allan daginn og allar helgar líka og til þess nægir ekki sérfræðimönnun landspítalans eins og hún er í dag.“ Birgir segir að reynsla fjölmargra landa sýni að þeir taka því ekki jafn mikinn þátt í starfi spítalans.Vantar reglur um aukastörf læknaSpurður hvort sér finnist að það eigi að vera skilyrði að hluti lækna vinni eingöngu á spítalanum segir Birgir að það vanti reglur um aukastörf þeirra, en það sé þannig í nágrannalöndum okkar. „Ég hef talað við fólk í Svíþjóð og í Noregi, og þeir sögðu að okkar læknar fá ekki að vinna neinsstaðar annarsstaðar en á spítalanum,“ segir Birgir. Birgir segir að þróunin hér á landi hafi verið að gerast í áratugi, þetta sé ekkert nýtt. Á sama tíma og Svíar, Norðmenn og Danir hafi reynt nýjar lausnir, hafi Íslendingar ekki gert neitt. „Ég var að vinna sem sérfræðingur árið 1988, og nú er nákvæmlega sama kerfi. Við erum með fjárlög á opinbera þjónustu, við erum með mjög hvetjandi greiðslukerfi í einkaþjónustunni, þetta veldur ójafnvægi í heilbrigðisþjónustunni og grefur undan opinberri þjónustu," segir Birgir sem bendir á að kerfið hafi verið mjög stjórnlítið. Greiðslukerfin stýri mjög hvernig heilbrigðiskerfið þróast.Fólkið kýs önnur störfBirgir segir ástæður þess aða læknar starfi utan spítalans, hljóti greinilega að vera launamál fyrir suma lækna að vinna að hluta utan spítalans. Það geti líka verið spurning um vinnuálag sem sé á spítalanum, en það sé of þungt og verði ekki létt nema með fleira fólki. Að sögn Birgis sýna þau gögn sem hann hefur yfir að ráða, að fjöldi sérfræðinga á Íslandi í heilbrigðisþjónustu er meiri heldur en á hinum norðurlöndunum og því eigi það ekki að vera vandamálið. „Vandamálið er að fólkið kýs önnur störf, sérstaklega hjúkrunarfræðingar eins og við lesum um í blöðum nánast daglega.“
Víglínan Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Innlent Fleiri fréttir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Sjá meira