Bretar óttast verðhækkanir á fiski og frönskum vegna verkfalls sjómanna á Íslandi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 13. febrúar 2017 11:01 Fiskur og franskar er gríðarlega vinsæll réttur víða um heim, sérstaklega í Bretlandi. Vísir/AFP Breskir neytendur óttast nú að verð á hinum gríðarvinsæla rétti, fiski og frönskum, geti hækkað vegna lítils framboðs af þorski. Verkfalli sjómanna hér á landi er kennt um. Á nýlegu uppboði á fiskmarkaðinum í Grimsby, helsta innflutningsaðila ferks fisk frá Íslandi í Bretlandi, voru aðeins 514 kassar af ferskum fiski til sölu. Í frétt Sky News er það sagt vera minnsta framboð á ferskum fiski í manna minnum. Það hefur gert það að verkum að verð á þorski hefur hækkað úr 2,80 pundum í þrjú pund fyrir hvert kíló, eða úr 396 krónum í 424 krónur. Verð á ýsu hefur einnig hækkað, úr 2,20 pundum í 3,30 pund fyrir hvert kíló. Óttast er þetta muni leiða til þess að verði á fiski og frönskum muni hækka en í frétt Sky News er greint frá því að meirihluti af þorski sem nýttur sé réttinn sé veiddur við Ísland eða í Barentshafi. Í frétt Sky er rætt við Martyn Boyers, framkvæmdastjóra fiskmarkaðar í Grimsby að ástandið sé mjög alvarlegt en kaupmenn í Grimsby kaupa jafnan mikið af fiski frá Íslandi og eru þeir farnir að óttast um lífsviðurværi sitt. „Róðurinn er þungur enda reiðum við okkur á fisk frá Íslandi,“ sagði Boyers sem neyðst hefur til þess að segja hluta starfsfólks síns upp störfum. Á vef Guardian er einnig fjallað um verkfall sjómanna hér á landi og þau áhrif sem það hefur í Bretlandi. Þar segir að norskir framleiðendur hafi hagnast á verkfallinu enda sé verð á norskum þorski í hæstu hæðum. Verkfall sjómanna hefur nú staðið yfir í um níu vikur og sér ekki fyrir endann á þeirri deilu. Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Áhrif sjómannaverkfalls hríslast um allt samfélagið Útflutningur á ferskum botnfiskafurðum hefur dregist saman um 40 til 55 prósent í verkfalli sjómanna og fiskverkafólk hefur orðið af tekjum upp á rúmar átta hundruð milljónir króna. 10. febrúar 2017 20:00 Fiskkaupmenn í Grimsby segja upp starfsfólki vegna verkfalls íslenskra sjómanna Verkfall íslenskra sjómanna hefur nú staðið yfir í á þriðja mánuð og hafa fiskkaupmenn ytra nú neyðst til að bregðast við fiskskortinum með uppsögnum starfsfólks 9. febrúar 2017 10:18 Útflutningstekjur hafa dregist saman um 3,5 til 5 milljarða vegna verkfallsins Mat á þjóðhagslegum áhrifum verkfalls sjómanna kynnt í sjávarútvegsráðuneytinu. 10. febrúar 2017 15:00 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Sjá meira
Breskir neytendur óttast nú að verð á hinum gríðarvinsæla rétti, fiski og frönskum, geti hækkað vegna lítils framboðs af þorski. Verkfalli sjómanna hér á landi er kennt um. Á nýlegu uppboði á fiskmarkaðinum í Grimsby, helsta innflutningsaðila ferks fisk frá Íslandi í Bretlandi, voru aðeins 514 kassar af ferskum fiski til sölu. Í frétt Sky News er það sagt vera minnsta framboð á ferskum fiski í manna minnum. Það hefur gert það að verkum að verð á þorski hefur hækkað úr 2,80 pundum í þrjú pund fyrir hvert kíló, eða úr 396 krónum í 424 krónur. Verð á ýsu hefur einnig hækkað, úr 2,20 pundum í 3,30 pund fyrir hvert kíló. Óttast er þetta muni leiða til þess að verði á fiski og frönskum muni hækka en í frétt Sky News er greint frá því að meirihluti af þorski sem nýttur sé réttinn sé veiddur við Ísland eða í Barentshafi. Í frétt Sky er rætt við Martyn Boyers, framkvæmdastjóra fiskmarkaðar í Grimsby að ástandið sé mjög alvarlegt en kaupmenn í Grimsby kaupa jafnan mikið af fiski frá Íslandi og eru þeir farnir að óttast um lífsviðurværi sitt. „Róðurinn er þungur enda reiðum við okkur á fisk frá Íslandi,“ sagði Boyers sem neyðst hefur til þess að segja hluta starfsfólks síns upp störfum. Á vef Guardian er einnig fjallað um verkfall sjómanna hér á landi og þau áhrif sem það hefur í Bretlandi. Þar segir að norskir framleiðendur hafi hagnast á verkfallinu enda sé verð á norskum þorski í hæstu hæðum. Verkfall sjómanna hefur nú staðið yfir í um níu vikur og sér ekki fyrir endann á þeirri deilu.
Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Áhrif sjómannaverkfalls hríslast um allt samfélagið Útflutningur á ferskum botnfiskafurðum hefur dregist saman um 40 til 55 prósent í verkfalli sjómanna og fiskverkafólk hefur orðið af tekjum upp á rúmar átta hundruð milljónir króna. 10. febrúar 2017 20:00 Fiskkaupmenn í Grimsby segja upp starfsfólki vegna verkfalls íslenskra sjómanna Verkfall íslenskra sjómanna hefur nú staðið yfir í á þriðja mánuð og hafa fiskkaupmenn ytra nú neyðst til að bregðast við fiskskortinum með uppsögnum starfsfólks 9. febrúar 2017 10:18 Útflutningstekjur hafa dregist saman um 3,5 til 5 milljarða vegna verkfallsins Mat á þjóðhagslegum áhrifum verkfalls sjómanna kynnt í sjávarútvegsráðuneytinu. 10. febrúar 2017 15:00 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Sjá meira
Áhrif sjómannaverkfalls hríslast um allt samfélagið Útflutningur á ferskum botnfiskafurðum hefur dregist saman um 40 til 55 prósent í verkfalli sjómanna og fiskverkafólk hefur orðið af tekjum upp á rúmar átta hundruð milljónir króna. 10. febrúar 2017 20:00
Fiskkaupmenn í Grimsby segja upp starfsfólki vegna verkfalls íslenskra sjómanna Verkfall íslenskra sjómanna hefur nú staðið yfir í á þriðja mánuð og hafa fiskkaupmenn ytra nú neyðst til að bregðast við fiskskortinum með uppsögnum starfsfólks 9. febrúar 2017 10:18
Útflutningstekjur hafa dregist saman um 3,5 til 5 milljarða vegna verkfallsins Mat á þjóðhagslegum áhrifum verkfalls sjómanna kynnt í sjávarútvegsráðuneytinu. 10. febrúar 2017 15:00