Sterk skilaboð af tískupallinum Ritstjórn skrifar 13. febrúar 2017 20:45 Glamour/Getty Fatahönnuðurinn Prabal Gurung sýndi nýjustu fatalínu á tískuvikunni í New York um helgina þar sem mátti sjá grófar prjónapeysur, kaðlabelti, áberandi eyrnalokka og litaða augnskugga. Fatahönnuðurinn fékk mikið hrós fyrir fjölbreytt val á fyrirsætum sem voru af öllum stærðum og gerðum og af mismunandi uppruna. Það var samt endirinn á sýningunni sem vakti mesta athygli en þá gengu fyrirsæturnar allar út á pallinn klæddar í hvíta eða svarta stuttermaboli með ólíkum en sterkum skilaboðum prentuðum á. Sjálfur gekk hönnuðurinn fram í lokinn klæddur í bol þar sem stóð "This is what a feminist looks like" og hlaut standi lófaklapp frá áhorfendum fyrir. Það var gefið að pólitíkin mundi skipa stærri sess en vanalega á þessari árlegu tískuviku í febrúar í New York og greinilegt að samstaðan er mikil. Þessir stuttermabolir eru komnir á óskalistann, helst strax. Glamour Tíska Mest lesið Blake Lively og Ryan Reynolds frumsýna dætur sínar Glamour Fjölbreytt götutíska í París Glamour Hugsar um dauðann á hverjum degi Glamour Naomi Campbell með áhugavert skart Glamour Fjölbreytnin í fyrirrúmi í nýrri stuttmynd Ísoldar Braga Glamour Christy Turlington Burns á forsíðu Glamour Glamour Kristen Stewart var töffari Cannes-hátíðarinnar Glamour Blac Chyna og Rob Kardashian eignast stúlku Glamour Tískan á Secret Solstice: Litríkir pelsar Glamour Fyrirsætur Moschino voru eins og Barbie dúkkur Glamour
Fatahönnuðurinn Prabal Gurung sýndi nýjustu fatalínu á tískuvikunni í New York um helgina þar sem mátti sjá grófar prjónapeysur, kaðlabelti, áberandi eyrnalokka og litaða augnskugga. Fatahönnuðurinn fékk mikið hrós fyrir fjölbreytt val á fyrirsætum sem voru af öllum stærðum og gerðum og af mismunandi uppruna. Það var samt endirinn á sýningunni sem vakti mesta athygli en þá gengu fyrirsæturnar allar út á pallinn klæddar í hvíta eða svarta stuttermaboli með ólíkum en sterkum skilaboðum prentuðum á. Sjálfur gekk hönnuðurinn fram í lokinn klæddur í bol þar sem stóð "This is what a feminist looks like" og hlaut standi lófaklapp frá áhorfendum fyrir. Það var gefið að pólitíkin mundi skipa stærri sess en vanalega á þessari árlegu tískuviku í febrúar í New York og greinilegt að samstaðan er mikil. Þessir stuttermabolir eru komnir á óskalistann, helst strax.
Glamour Tíska Mest lesið Blake Lively og Ryan Reynolds frumsýna dætur sínar Glamour Fjölbreytt götutíska í París Glamour Hugsar um dauðann á hverjum degi Glamour Naomi Campbell með áhugavert skart Glamour Fjölbreytnin í fyrirrúmi í nýrri stuttmynd Ísoldar Braga Glamour Christy Turlington Burns á forsíðu Glamour Glamour Kristen Stewart var töffari Cannes-hátíðarinnar Glamour Blac Chyna og Rob Kardashian eignast stúlku Glamour Tískan á Secret Solstice: Litríkir pelsar Glamour Fyrirsætur Moschino voru eins og Barbie dúkkur Glamour