Þessir eru taldir líklegastir til að taka við stöðu þjóðaröryggisráðgjafa Trump atli ísleifsson skrifar 14. febrúar 2017 10:50 Keith Kellogg, David Petraeus og Robert Harward. Vísir/AFP Fyrrverandi yfirmaður bandarísku leyniþjónustunnar, fyrrverandi hershöfðingi og fyrrverandi aðstoðaraðmíráll eru að finna að lista yfir þá sem eru taldir líklegastir til að taka við stöðu þjóðaröryggisráðgjafa Donald Trump. Michael Flynn sagði í gær af sér sem þjóðaröryggisráðgjafi eftir að upp komst að hann hafi logið að varaforsetanum Mike Pence um samskipti sín við sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum áður en hann tók við stöðu ráðgjafa forseta. Hver sá sem tekur við stöðunni mun standa frammi fyrir ýmsum áskorunum, svo sem ferðabanni Trump forseta og eldflaugatilraunum Norður-Kóreustjórnar svo eitthvað sé nefnt.Kellogg starfandi ráðgjafi Trump forseti hefur þegar skipað hershöfðingjann Keith Kellogg sem þjóðaröryggisráðgjafa til bráðabirgða. Samkvæmt heimildum AP ku Kellogg vera einn af þeim sem taldir eru líklegastir til að taka við stöðunni til frambúðar. Þessir þrír eru taldir líklegastir til að taka við stöðunni: Keith Kellogg er fyrrverandi hörshöfðingi sem starfaði lengi í Írak. Hann starfaði sem ráðgjafi Trump í öryggis- og utanríkismálum í kosningabaráttunni á síðasta ári. Hann var einnig talinn líklegur til að taka við stöðu þjóðaröryggisráðgjafa forseta áður en Michael Flynn var skipaður.David Petraeus er fyrrverandi hersöfðingi og var yfirmaður bandarísku leyniþjónustunnar CIA á árunum 2011 til 2012. Hann lét af störfum sem yfirmaður CIA þegar í ljós að hann hafi látið höfund ævisögu sinnar trúnaðarupplýsingar í té, auk þess að hafa haldið framhjá eiginkonu sinni með henni. Trump fór fögrum orðum um Petraeus í kosningabaráttunni og var hann lengi talinn líklegur til að taka við embætti utanríkisráðherra í ríkisstjórn Trump.Robert Harward er fyrrverandi aðstoðaraðmíráll og liðsmaður sérsveita bandaríska flotans (Navy SEAL). Hann átti sæti í þjóðaröryggisráði Bandaríkjanna í forsetatíð George W. Bush. Eftir að hann hætti í hernum hefur hann gegnt yfirmannsstöðu hjá Lockheed Martin í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Öldungadeild Bandaríkjaþings þarf ekki að staðfesta skipunina. Donald Trump Tengdar fréttir Flynn hættir sem ráðgjafi Trump í þjóðaröryggismálum Michael Flynn sagði ósatt um samskipti sín við rússneska sendiherrann og leiddi það til afsagnar hans. 14. febrúar 2017 08:13 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Sjá meira
Fyrrverandi yfirmaður bandarísku leyniþjónustunnar, fyrrverandi hershöfðingi og fyrrverandi aðstoðaraðmíráll eru að finna að lista yfir þá sem eru taldir líklegastir til að taka við stöðu þjóðaröryggisráðgjafa Donald Trump. Michael Flynn sagði í gær af sér sem þjóðaröryggisráðgjafi eftir að upp komst að hann hafi logið að varaforsetanum Mike Pence um samskipti sín við sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum áður en hann tók við stöðu ráðgjafa forseta. Hver sá sem tekur við stöðunni mun standa frammi fyrir ýmsum áskorunum, svo sem ferðabanni Trump forseta og eldflaugatilraunum Norður-Kóreustjórnar svo eitthvað sé nefnt.Kellogg starfandi ráðgjafi Trump forseti hefur þegar skipað hershöfðingjann Keith Kellogg sem þjóðaröryggisráðgjafa til bráðabirgða. Samkvæmt heimildum AP ku Kellogg vera einn af þeim sem taldir eru líklegastir til að taka við stöðunni til frambúðar. Þessir þrír eru taldir líklegastir til að taka við stöðunni: Keith Kellogg er fyrrverandi hörshöfðingi sem starfaði lengi í Írak. Hann starfaði sem ráðgjafi Trump í öryggis- og utanríkismálum í kosningabaráttunni á síðasta ári. Hann var einnig talinn líklegur til að taka við stöðu þjóðaröryggisráðgjafa forseta áður en Michael Flynn var skipaður.David Petraeus er fyrrverandi hersöfðingi og var yfirmaður bandarísku leyniþjónustunnar CIA á árunum 2011 til 2012. Hann lét af störfum sem yfirmaður CIA þegar í ljós að hann hafi látið höfund ævisögu sinnar trúnaðarupplýsingar í té, auk þess að hafa haldið framhjá eiginkonu sinni með henni. Trump fór fögrum orðum um Petraeus í kosningabaráttunni og var hann lengi talinn líklegur til að taka við embætti utanríkisráðherra í ríkisstjórn Trump.Robert Harward er fyrrverandi aðstoðaraðmíráll og liðsmaður sérsveita bandaríska flotans (Navy SEAL). Hann átti sæti í þjóðaröryggisráði Bandaríkjanna í forsetatíð George W. Bush. Eftir að hann hætti í hernum hefur hann gegnt yfirmannsstöðu hjá Lockheed Martin í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Öldungadeild Bandaríkjaþings þarf ekki að staðfesta skipunina.
Donald Trump Tengdar fréttir Flynn hættir sem ráðgjafi Trump í þjóðaröryggismálum Michael Flynn sagði ósatt um samskipti sín við rússneska sendiherrann og leiddi það til afsagnar hans. 14. febrúar 2017 08:13 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Sjá meira
Flynn hættir sem ráðgjafi Trump í þjóðaröryggismálum Michael Flynn sagði ósatt um samskipti sín við rússneska sendiherrann og leiddi það til afsagnar hans. 14. febrúar 2017 08:13