Ein ljósmynd breytti lífi Kristófers Helgasonar Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 14. febrúar 2017 15:30 Ein ljósmynd varð til þess að útvarpsmaðurinn Kristófer Helgason er nú í besta formi lífs síns. Ein ljósmynd varð til þess að útvarpsmaðurinn Kristófer Helgason er nú í besta formi lífs síns. Honum þótti fátt betra en að liggja uppi í sófa með sælgæti og snakk en eftir að hafa séð myndina sumarið 2012 rann það upp fyrir honum að aðgerða væri þörf. Kristófer starfar sem kennari hjá World Class í dag.Hætti að reykja og byrjaði að borða „Þegar ég hætti að reykja þá byrja ég að borða meira og þá fer ég að fitna og safna á mig kílóum., Það heldur síðan áfram þannig að fyrir sjö árum síðan er ég í sófanum heima með kartöfluflögur í annarri og kók í hinni, vaki fram eftir kvöldi, er í nammiskúffunni langt fram eftir kvöldi og sofna seint,“ segir Kristófer, en hann hætti að reykja fyrir 25 árum síðan. Sumarið 2012 rann það upp fyrir honum að aðgerða væri þörf, en það var ein ljósmynd sem breytti öllu.Myndin til vinstri fékk mjög á Kristófer. Hann er annar maður í dag.„Þegar ég skoða myndina þá bregður mér. Það hefur ekki gerst áður. Þó ég hafi séð margar slæmar myndir af mér í gegnum tíðina þá var eitthvað við þessa mynd sem fékk mig til þess að segja hingað og ekki lengra.“Valdi spretthlaupið fram yfir langhlaupið, þvert á ráðleggingar Kristófer hafði samband við Ívar Guðmundsson, vin sinn og vinnufélaga, sem kom honum af stað. „Ég vissi að hann gæti þetta léttilega, því þegar hann gerir eitthvað þá gerir hann það rúmlega 100 prósent. Bara eins og þegar hann hætti að reykja fyrir mörgum árum, þá fór hann alla leið. Ég sagði að vísu við hann að þetta væri svolítið langhlaup en hann ákvað að hafa þetta svolítinn sprett,“ segir Ívar.Kristófer ákvað að mæta sex sinnum í viku í ræktina - og stóð við það. Hann kennir ketilbjöllunámskeið í dag en hann segist eiga ketilbjöllunum margt að þakka.Kristófer segir allt hafa breyst. Ræktin var tekin föstum tökum, en Kristófer ákvað að mæta sex sinnum í viku í ræktina – og stóð við það. Þá tók hann mataræðið fullkomlega í gegn og hugaði vel að svefninum. Hann viðurkennir að það henti sér vel að fara öfgafullar leiðir í lífinu.Náði markmiðinu fyrir settan tíma „Ég tók út allan sykur, allt nammi, snerti ekki nammi, tók út allar mjólkurvörur nema skyr en ég leitaði í próteinið í því. Tók út brauð og markmiðið var á þeim tíma að ná mér niður í þyngd og að ná six pack-i fyrir jólin – svolítið bratt markmið kannski,“ segir hann. Markmiðið náðist og gott betur en það. „Ég náði six pack-i töluvert fyrir markmiðið þannig á jólunum þá var hann kominn.“ Kristófer segir aðspurður að til þess að ná svona árangri þurfi bæði að huga að hreyfingu og mataræði. „Það er ekki nóg að fara bara í ræktina. Það þarf að taka allan pakkann og mataræðið með. Mataræðið er lágmark áttatíu prósent af þessu.“Kristófer segir aðspurður að til þess að ná svona árangri þurfi bæði að huga að líkamsrækt og mataræði. Mataræðið sé gríðarlega stór þáttur í þessu ferli.Hægt er að sjá viðtalið við Kristófer í heild í spilaranum hér fyrir neðan. Það er tekið í tilefni af Meistaramánuðinum en fjölmargir Íslendingar taka nú þátt í átakinu þar sem markmiðið er sett á að bæta lífsstílinn og öðlast betri heilsu. Meistaramánuður Tengdar fréttir Vellíðan fylgir markmiðum Ragnheiður Aradóttir markþjálfi segir hvern og einn vera hinn hljóðláta leiðtoga í eigin lífi. Þennan leiðtoga þurfum við að finna innra með okkur og virkja til að þróa okkur sjálf. Vellíðan fylgi því að ná áföngum í lífinu og uppgötva eigin hæfni og getu. 31. janúar 2017 09:38 Íslendingar byrja Meistaramánuðinn með látum Meistaramánuðurinn hefst í dag. Framundan eru 28 dagar þar sem Íslendingar ætla að setja sér markmið og reyna allt til að ná þeim. 1. febrúar 2017 16:00 Tækifæri til að bæta líf sitt Pálmar Ragnarsson leiðir Meistaramánuð Íslandsbanka í ár og mun stýra fjölda skemmtilegra verkefna. 27. janúar 2017 14:00 Er alltaf að setja sér áskoranir Hildur Kristín Stefánsdóttir söngkona elskar að takast á við áskoranir og tekur næstu mánuði með trompi því að hún tekur bæði þátt í meistaramánuði í febrúar og á sama tíma undirbýr hún sig fyrir Söngvakeppnina. Einnig er hún í þann mund að gefa út EP-plötu. 31. janúar 2017 10:00 Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira
Ein ljósmynd varð til þess að útvarpsmaðurinn Kristófer Helgason er nú í besta formi lífs síns. Honum þótti fátt betra en að liggja uppi í sófa með sælgæti og snakk en eftir að hafa séð myndina sumarið 2012 rann það upp fyrir honum að aðgerða væri þörf. Kristófer starfar sem kennari hjá World Class í dag.Hætti að reykja og byrjaði að borða „Þegar ég hætti að reykja þá byrja ég að borða meira og þá fer ég að fitna og safna á mig kílóum., Það heldur síðan áfram þannig að fyrir sjö árum síðan er ég í sófanum heima með kartöfluflögur í annarri og kók í hinni, vaki fram eftir kvöldi, er í nammiskúffunni langt fram eftir kvöldi og sofna seint,“ segir Kristófer, en hann hætti að reykja fyrir 25 árum síðan. Sumarið 2012 rann það upp fyrir honum að aðgerða væri þörf, en það var ein ljósmynd sem breytti öllu.Myndin til vinstri fékk mjög á Kristófer. Hann er annar maður í dag.„Þegar ég skoða myndina þá bregður mér. Það hefur ekki gerst áður. Þó ég hafi séð margar slæmar myndir af mér í gegnum tíðina þá var eitthvað við þessa mynd sem fékk mig til þess að segja hingað og ekki lengra.“Valdi spretthlaupið fram yfir langhlaupið, þvert á ráðleggingar Kristófer hafði samband við Ívar Guðmundsson, vin sinn og vinnufélaga, sem kom honum af stað. „Ég vissi að hann gæti þetta léttilega, því þegar hann gerir eitthvað þá gerir hann það rúmlega 100 prósent. Bara eins og þegar hann hætti að reykja fyrir mörgum árum, þá fór hann alla leið. Ég sagði að vísu við hann að þetta væri svolítið langhlaup en hann ákvað að hafa þetta svolítinn sprett,“ segir Ívar.Kristófer ákvað að mæta sex sinnum í viku í ræktina - og stóð við það. Hann kennir ketilbjöllunámskeið í dag en hann segist eiga ketilbjöllunum margt að þakka.Kristófer segir allt hafa breyst. Ræktin var tekin föstum tökum, en Kristófer ákvað að mæta sex sinnum í viku í ræktina – og stóð við það. Þá tók hann mataræðið fullkomlega í gegn og hugaði vel að svefninum. Hann viðurkennir að það henti sér vel að fara öfgafullar leiðir í lífinu.Náði markmiðinu fyrir settan tíma „Ég tók út allan sykur, allt nammi, snerti ekki nammi, tók út allar mjólkurvörur nema skyr en ég leitaði í próteinið í því. Tók út brauð og markmiðið var á þeim tíma að ná mér niður í þyngd og að ná six pack-i fyrir jólin – svolítið bratt markmið kannski,“ segir hann. Markmiðið náðist og gott betur en það. „Ég náði six pack-i töluvert fyrir markmiðið þannig á jólunum þá var hann kominn.“ Kristófer segir aðspurður að til þess að ná svona árangri þurfi bæði að huga að hreyfingu og mataræði. „Það er ekki nóg að fara bara í ræktina. Það þarf að taka allan pakkann og mataræðið með. Mataræðið er lágmark áttatíu prósent af þessu.“Kristófer segir aðspurður að til þess að ná svona árangri þurfi bæði að huga að líkamsrækt og mataræði. Mataræðið sé gríðarlega stór þáttur í þessu ferli.Hægt er að sjá viðtalið við Kristófer í heild í spilaranum hér fyrir neðan. Það er tekið í tilefni af Meistaramánuðinum en fjölmargir Íslendingar taka nú þátt í átakinu þar sem markmiðið er sett á að bæta lífsstílinn og öðlast betri heilsu.
Meistaramánuður Tengdar fréttir Vellíðan fylgir markmiðum Ragnheiður Aradóttir markþjálfi segir hvern og einn vera hinn hljóðláta leiðtoga í eigin lífi. Þennan leiðtoga þurfum við að finna innra með okkur og virkja til að þróa okkur sjálf. Vellíðan fylgi því að ná áföngum í lífinu og uppgötva eigin hæfni og getu. 31. janúar 2017 09:38 Íslendingar byrja Meistaramánuðinn með látum Meistaramánuðurinn hefst í dag. Framundan eru 28 dagar þar sem Íslendingar ætla að setja sér markmið og reyna allt til að ná þeim. 1. febrúar 2017 16:00 Tækifæri til að bæta líf sitt Pálmar Ragnarsson leiðir Meistaramánuð Íslandsbanka í ár og mun stýra fjölda skemmtilegra verkefna. 27. janúar 2017 14:00 Er alltaf að setja sér áskoranir Hildur Kristín Stefánsdóttir söngkona elskar að takast á við áskoranir og tekur næstu mánuði með trompi því að hún tekur bæði þátt í meistaramánuði í febrúar og á sama tíma undirbýr hún sig fyrir Söngvakeppnina. Einnig er hún í þann mund að gefa út EP-plötu. 31. janúar 2017 10:00 Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira
Vellíðan fylgir markmiðum Ragnheiður Aradóttir markþjálfi segir hvern og einn vera hinn hljóðláta leiðtoga í eigin lífi. Þennan leiðtoga þurfum við að finna innra með okkur og virkja til að þróa okkur sjálf. Vellíðan fylgi því að ná áföngum í lífinu og uppgötva eigin hæfni og getu. 31. janúar 2017 09:38
Íslendingar byrja Meistaramánuðinn með látum Meistaramánuðurinn hefst í dag. Framundan eru 28 dagar þar sem Íslendingar ætla að setja sér markmið og reyna allt til að ná þeim. 1. febrúar 2017 16:00
Tækifæri til að bæta líf sitt Pálmar Ragnarsson leiðir Meistaramánuð Íslandsbanka í ár og mun stýra fjölda skemmtilegra verkefna. 27. janúar 2017 14:00
Er alltaf að setja sér áskoranir Hildur Kristín Stefánsdóttir söngkona elskar að takast á við áskoranir og tekur næstu mánuði með trompi því að hún tekur bæði þátt í meistaramánuði í febrúar og á sama tíma undirbýr hún sig fyrir Söngvakeppnina. Einnig er hún í þann mund að gefa út EP-plötu. 31. janúar 2017 10:00