Þessi furðulega förðunaraðferð á að gera húðina mattari, ótrúlegt en satt, og láta förðunina endast lengur. Fjölmargir Youtube förðunarbloggarar hafa látið reyna á Jamsu með mismunandi niðurstöðum. Þeir sem eru þó með olíukennda húð hafa líst yfir hrifningu sinni á útkomunni en að þetta sé þó ekki aðferð sem maður leggur í á hverjum degi.
Hér fyrir neðan má sjá tvo förðunarbloggara reyna á Jamsu með mismunandi niðurstöðum. Það ætti að vera gaman og spennandi að prófa þetta einu sinni og sjá niðurstöðurnar.