Strákurinn fær annað stefnumót með tennisstjörnunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. febrúar 2017 12:15 John Goehrke og Eugenie Bouchard náðu vel saman. Mynd/Twitter-síða Eugenie Bouchard Eugenie Bouchard er fræg tennisstjarna og það vakti mikla athygli þegar hún stóð sig sitt og fór á stefnumót með strák sem hafði veðjað við hana á Twitter. Þetta er orðið framhaldsaga því stefnumótið gekk það vel að Eugenie Bouchard hefur samþykkt að fara aftur út með hinum tvítuga John Goehrke. Goehrke er harður stuðningsmaður New England Patriots í NFL-deildinni og hans menn skiluðu honum ekki aðeins sigri í Super Bowl heldur einnig stefnumóti og nú mögulegu sambandi. John Goehrke veðjaði við Bouchard á Twitter um að New England Patriots liðið myndi snúa við leiknum og vinna þegar staðan var orðin 21-0 fyrir Atlanta Falcons. New England Patriots átti sögulega endurkomu í leiknum og tryggði sér sigur í framlengingu. John Goehrke og Eugenie Bouchard fóru meðal annars saman á leik Brooklyn Nets og Milwaukee Bucks í NBA-deildinni í körfubolta og stefnumótið gekk mjög vel. Bandarískir fjölmiðlar fylgjast vel með. „Þetta var frábært. Hann er venjulegur,“ sagði Eugenie Bouchard við TMZ. „Ég skipulagði stefnumótið. Hann sótti mig á hótelið eins og herramaður. Hann færði mér fallega gjöf og við fórum saman á leikinn. Ég er heppin því hann er venjulegur,“ sagði Bouchard við blaðamanna TMZ en verður annað stefnumót? „Já örugglega,“ svaraði hin 22 ára gamla Eugenie Bouchard. Hún er í 47. sæti á heimslistanum og komst í úrslitaleik Wimbledon-mótsins 2014 en það var hennar besta ár til þessa. Það lítur út fyrir að það sem byrjaði sem veðmál á Twitter geti endað í alvöru sambandi. Hlutirnir eru heldur betur að ganga upp hjá hinum tvítuga John Goehrke. Hann var líka sáttur. „Þetta gekk mjög vel. Besta stefnumótið mitt á ævinni,“ sagði John Goehrke. Hér fyrir neðan má sjá þau skötuhjú eftir fyrsta stefnumótið þeirra en birti þessa mynd inn á Twitter-síðu sinni. Last night... pic.twitter.com/Vu3DYgYSBh— Genie Bouchard (@geniebouchard) February 16, 2017 Aðrar íþróttir Íþróttir Tennis Mest lesið „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Enski boltinn Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Körfubolti „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Körfubolti Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Handbolti Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Fótbolti Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Komu til baka eftir skelfilega byrjun Enski boltinn Einbeittur brotavilji Víkinga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Grindavík og hvaða lið komast í Ofurskálina? Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Elvar Már og Tryggvi Snær með fína frammistöðu í tapleikjum Napoli fyrst til að leggja Juventus að velli Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Danir áfram með fullt hús stiga Aldís Ásta fór á kostum Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Leverkusen tapaði mikilvægum stigum Einbeittur brotavilji Víkinga Allir vonsviknir af velli í Varazdin Rúnari Alex sagt að finna sér nýtt félag Fljúgandi start og Fram jók á raunir Eyjakvenna Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig Dýrmætt dramamark fyrir Ísak og Valgeir Vildi Viktor aftur inn í fyrri hálfleik: „Gekk andskotinn ekkert upp“ Gengst við því að hafa gert mistök Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Ótrúlegar Þórskonur: „Þær eru stórhættulegar“ „Okkar fljótasti og harðasti maður ákvað að fara“ HM í dag: Erfitt kvöld með erkifífli KR verði að bregðast við: „Hann lifir ekki af úrslitakeppni“ Sjá meira
Eugenie Bouchard er fræg tennisstjarna og það vakti mikla athygli þegar hún stóð sig sitt og fór á stefnumót með strák sem hafði veðjað við hana á Twitter. Þetta er orðið framhaldsaga því stefnumótið gekk það vel að Eugenie Bouchard hefur samþykkt að fara aftur út með hinum tvítuga John Goehrke. Goehrke er harður stuðningsmaður New England Patriots í NFL-deildinni og hans menn skiluðu honum ekki aðeins sigri í Super Bowl heldur einnig stefnumóti og nú mögulegu sambandi. John Goehrke veðjaði við Bouchard á Twitter um að New England Patriots liðið myndi snúa við leiknum og vinna þegar staðan var orðin 21-0 fyrir Atlanta Falcons. New England Patriots átti sögulega endurkomu í leiknum og tryggði sér sigur í framlengingu. John Goehrke og Eugenie Bouchard fóru meðal annars saman á leik Brooklyn Nets og Milwaukee Bucks í NBA-deildinni í körfubolta og stefnumótið gekk mjög vel. Bandarískir fjölmiðlar fylgjast vel með. „Þetta var frábært. Hann er venjulegur,“ sagði Eugenie Bouchard við TMZ. „Ég skipulagði stefnumótið. Hann sótti mig á hótelið eins og herramaður. Hann færði mér fallega gjöf og við fórum saman á leikinn. Ég er heppin því hann er venjulegur,“ sagði Bouchard við blaðamanna TMZ en verður annað stefnumót? „Já örugglega,“ svaraði hin 22 ára gamla Eugenie Bouchard. Hún er í 47. sæti á heimslistanum og komst í úrslitaleik Wimbledon-mótsins 2014 en það var hennar besta ár til þessa. Það lítur út fyrir að það sem byrjaði sem veðmál á Twitter geti endað í alvöru sambandi. Hlutirnir eru heldur betur að ganga upp hjá hinum tvítuga John Goehrke. Hann var líka sáttur. „Þetta gekk mjög vel. Besta stefnumótið mitt á ævinni,“ sagði John Goehrke. Hér fyrir neðan má sjá þau skötuhjú eftir fyrsta stefnumótið þeirra en birti þessa mynd inn á Twitter-síðu sinni. Last night... pic.twitter.com/Vu3DYgYSBh— Genie Bouchard (@geniebouchard) February 16, 2017
Aðrar íþróttir Íþróttir Tennis Mest lesið „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Enski boltinn Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Körfubolti „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Körfubolti Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Handbolti Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Fótbolti Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Komu til baka eftir skelfilega byrjun Enski boltinn Einbeittur brotavilji Víkinga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Grindavík og hvaða lið komast í Ofurskálina? Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Elvar Már og Tryggvi Snær með fína frammistöðu í tapleikjum Napoli fyrst til að leggja Juventus að velli Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Danir áfram með fullt hús stiga Aldís Ásta fór á kostum Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Leverkusen tapaði mikilvægum stigum Einbeittur brotavilji Víkinga Allir vonsviknir af velli í Varazdin Rúnari Alex sagt að finna sér nýtt félag Fljúgandi start og Fram jók á raunir Eyjakvenna Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig Dýrmætt dramamark fyrir Ísak og Valgeir Vildi Viktor aftur inn í fyrri hálfleik: „Gekk andskotinn ekkert upp“ Gengst við því að hafa gert mistök Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Ótrúlegar Þórskonur: „Þær eru stórhættulegar“ „Okkar fljótasti og harðasti maður ákvað að fara“ HM í dag: Erfitt kvöld með erkifífli KR verði að bregðast við: „Hann lifir ekki af úrslitakeppni“ Sjá meira