Hjörtur Hermannsson lék allan leikinn í vörn Bröndby sem gerði markalaust jafntefli við FCK í Kaupmannahafnarslag í dönsku úrvalsdeildinni í dag.
Þetta var fyrsti leikur liðanna eftir vetrarfríið.
FCK er með 54 stig á toppnum, 11 stigum á undan Bröndby sem er í 2. sætinu.
Hjörtur stóð fyrir sínu í vörninni hjá Bröndby. Hjörtur og félagar urðu í dag aðeins annað liðið sem heldur hreinu gegn FCK á tímabilinu.
Hjörtur hefur spilað 20 af 22 deildarleikjum Bröndby á tímabilinu og skorað eitt mark.
Hjörtur og félagar gerðu það aðeins einu öðru liði hafði tekist á tímabilinu
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar