John McCain um árásir Trump á fjölmiðla: „Það fyrsta sem einræðisherrar gera“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 19. febrúar 2017 17:29 Bandaríski öldungadeildarþingmaðurinn John McCain hefur gagnrýnt Donald Trump, Bandaríkjaforseta, harðlega, fyrir stöðugar árásir þess síðarnefnda í garð fjölmiðlamanna. Trump hefur verið afar gagnrýninn á fjölmiðla að undanförnu, sem hann segir flytja falskar fréttir og kvartaði hann sáran undan „erfiðum spurningum“ á blaðamannafundi á fimmtudag. Á föstudag skrifaði forsetinn svo á Twitter að fjölmiðlar vestanhafs, likt og NBC, ABC, CBS og CNN væru óvinir bandarísku alþýðunnar.Sjá einnig: Einstakur fréttamannafundur Trump í Hvíta húsinu„Ég hata fjölmiðla,“ sagði öldungadeildarþingmaðurinn meðal annars í viðtali á NBC fréttastöðinni. „Ég hata þig sérstaklega. En staðreyndin er sú að við þurfum á þér að halda. Við þurfum frjálsa fjölmiðla.“ „Ef þú vilt varðveita lýðræðið eins og við þekkjum það, þá verðuru að hafa frjálsa fjölmiðla og fólk með mismunandi skoðanir innan þeirra.“ „Án þeirra, er ég ansi hræddur um að við myndum glata frelsi okkar með tímanum. Á því byrja einræðisherrar.“ McCain hefur verið afar gagnrýninn á forsetann og þá stefnu sem hann hefur talað fyrir, þá sérstaklega á sviði öryggis- og utanríkismála, þrátt fyrir að þeir séu báðir í Repúblikanaflokknum. Þannig hélt McCain ræðu á öryggisráðstefnunni í Munchen á föstudag, þar sem hann sagðist telja núverandi heimsmynd vera í hættu, vegna utanríkisstefnu Trump.Sjá einnig: John McCain telur núverandi heimsmynd vera í hættuÞingmaðurinn sagði að Bandaríkjamenn yrðu að gera sér grein fyrir tengslum valdboðsstjórna við árásir á fjölmiðla. „Slíkar stjórnir byrja á því að kúga frjálsa fjölmiðla. Þegar við skoðum söguna, sjáum við að það fyrsta sem einræðisherrar gera, er að koma í veg fyrir frjálsa fjölmiðlun.“ „Ég er ekki að segja að forsetinn sé að reyna að vera einræðisherra en ég er að segja að við þurfum að þekkja söguna.“The FAKE NEWS media (failing @nytimes, @NBCNews, @ABC, @CBS, @CNN) is not my enemy, it is the enemy of the American People!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) February 17, 2017 Donald Trump Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fleiri fréttir Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Sjá meira
Bandaríski öldungadeildarþingmaðurinn John McCain hefur gagnrýnt Donald Trump, Bandaríkjaforseta, harðlega, fyrir stöðugar árásir þess síðarnefnda í garð fjölmiðlamanna. Trump hefur verið afar gagnrýninn á fjölmiðla að undanförnu, sem hann segir flytja falskar fréttir og kvartaði hann sáran undan „erfiðum spurningum“ á blaðamannafundi á fimmtudag. Á föstudag skrifaði forsetinn svo á Twitter að fjölmiðlar vestanhafs, likt og NBC, ABC, CBS og CNN væru óvinir bandarísku alþýðunnar.Sjá einnig: Einstakur fréttamannafundur Trump í Hvíta húsinu„Ég hata fjölmiðla,“ sagði öldungadeildarþingmaðurinn meðal annars í viðtali á NBC fréttastöðinni. „Ég hata þig sérstaklega. En staðreyndin er sú að við þurfum á þér að halda. Við þurfum frjálsa fjölmiðla.“ „Ef þú vilt varðveita lýðræðið eins og við þekkjum það, þá verðuru að hafa frjálsa fjölmiðla og fólk með mismunandi skoðanir innan þeirra.“ „Án þeirra, er ég ansi hræddur um að við myndum glata frelsi okkar með tímanum. Á því byrja einræðisherrar.“ McCain hefur verið afar gagnrýninn á forsetann og þá stefnu sem hann hefur talað fyrir, þá sérstaklega á sviði öryggis- og utanríkismála, þrátt fyrir að þeir séu báðir í Repúblikanaflokknum. Þannig hélt McCain ræðu á öryggisráðstefnunni í Munchen á föstudag, þar sem hann sagðist telja núverandi heimsmynd vera í hættu, vegna utanríkisstefnu Trump.Sjá einnig: John McCain telur núverandi heimsmynd vera í hættuÞingmaðurinn sagði að Bandaríkjamenn yrðu að gera sér grein fyrir tengslum valdboðsstjórna við árásir á fjölmiðla. „Slíkar stjórnir byrja á því að kúga frjálsa fjölmiðla. Þegar við skoðum söguna, sjáum við að það fyrsta sem einræðisherrar gera, er að koma í veg fyrir frjálsa fjölmiðlun.“ „Ég er ekki að segja að forsetinn sé að reyna að vera einræðisherra en ég er að segja að við þurfum að þekkja söguna.“The FAKE NEWS media (failing @nytimes, @NBCNews, @ABC, @CBS, @CNN) is not my enemy, it is the enemy of the American People!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) February 17, 2017
Donald Trump Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fleiri fréttir Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Sjá meira