Könguló og ískaldur klefi stoppaði ekki Valsmenn í Svartfjallalandi Tómas Þór Þórðarson skrifar 20. febrúar 2017 06:30 Valsmenn fagna í Svartfjallalandi. mynd/valur Valur komst í gær í átta liða úrslit Áskorendabikars Evrópu í handbolta þegar liðið gerði jafntefli, 24-24, við svartfellska liðið RK Partizan ytra. Fyrri leikurinn fór fram á sama stað á laugardaginn og þá varð jafnt, 21-21. Valur fór því áfram, samanlagt 45-45, á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. „Við sýndum alveg fáránlega góðan karkater að klára þetta undir lokin,“ segir Anton Rúnarsson, leikstjórnandi Vals, en Fréttablaðið náði í hann skömmu eftir leik. Valsmenn voru 23-21 undir þegar fimm mínútur voru eftir en sneru dæminu við. Anton skoraði 24. markið sem kom Hlíðarendaliðinu áfram. „Það var svakaleg harka í þessum leikjum. Dómararnir leyfðu mikið og því lítið skorað enda héldu þeir hraðanum niðri. Þeir börðu mann alveg hægri vinstri en sjaldnast var eitthvað dæmt. Þeir komu okkur á óvart með góðum varnarleik. Þetta er hörku gott lið en bara frábært hjá okkur að komast áfram,“ segir Anton. Eins og svo oft þegar ferðast þarf austarlega í álfunni til að spila handboltaleiki er eitthvað ákaflega sérstakt sem kemur upp á umgjörðinni. „Þetta var einn mesti brandari sem ég hef lent í. Það var könguló á veggnum inni í búningsklefa og hann var ískaldur. Það var ekkert kveikt á hitanum heldur kom maður með ferðahitara. Við létum þó hvorki þetta né dómarana fara í taugarnar á okkur,“ segir Anton Rúnarsson. Valsliðið heldur nú í langt ferðalag heim til Íslands með rútuferð til Króatíu og viðkomu í London. Valsmenn þurfa að komast fljótt niður á jörðina því þeir eiga leik á móti FH í undanúrslitum Coca Cola-bikarsins á föstudaginn. Íslenski handboltinn Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Sport „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Sjá meira
Valur komst í gær í átta liða úrslit Áskorendabikars Evrópu í handbolta þegar liðið gerði jafntefli, 24-24, við svartfellska liðið RK Partizan ytra. Fyrri leikurinn fór fram á sama stað á laugardaginn og þá varð jafnt, 21-21. Valur fór því áfram, samanlagt 45-45, á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. „Við sýndum alveg fáránlega góðan karkater að klára þetta undir lokin,“ segir Anton Rúnarsson, leikstjórnandi Vals, en Fréttablaðið náði í hann skömmu eftir leik. Valsmenn voru 23-21 undir þegar fimm mínútur voru eftir en sneru dæminu við. Anton skoraði 24. markið sem kom Hlíðarendaliðinu áfram. „Það var svakaleg harka í þessum leikjum. Dómararnir leyfðu mikið og því lítið skorað enda héldu þeir hraðanum niðri. Þeir börðu mann alveg hægri vinstri en sjaldnast var eitthvað dæmt. Þeir komu okkur á óvart með góðum varnarleik. Þetta er hörku gott lið en bara frábært hjá okkur að komast áfram,“ segir Anton. Eins og svo oft þegar ferðast þarf austarlega í álfunni til að spila handboltaleiki er eitthvað ákaflega sérstakt sem kemur upp á umgjörðinni. „Þetta var einn mesti brandari sem ég hef lent í. Það var könguló á veggnum inni í búningsklefa og hann var ískaldur. Það var ekkert kveikt á hitanum heldur kom maður með ferðahitara. Við létum þó hvorki þetta né dómarana fara í taugarnar á okkur,“ segir Anton Rúnarsson. Valsliðið heldur nú í langt ferðalag heim til Íslands með rútuferð til Króatíu og viðkomu í London. Valsmenn þurfa að komast fljótt niður á jörðina því þeir eiga leik á móti FH í undanúrslitum Coca Cola-bikarsins á föstudaginn.
Íslenski handboltinn Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Sport „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Sjá meira