Óli Björn: „Við köllum ekki þjóðhöfðingja Bandaríkjanna fasista“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 1. febrúar 2017 10:30 Myndin er samsett Vísir/Getty/Ernir/Daníel Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að það sé ekki sæmandi þingmönnum að líkja Donald Trump, forseta Bandaríkjanna við fasista líkt og gert var á þingi í gær. Ásta Guðrún Helgadóttir, þingflokksformaður Pírata segir hins vegar að mikilvægt sé að nota rétt orð þegar þau eigi við. „Það finnst mér of langt gengið. Við getum verið ósammála öllu því sem hann segir og öllu því sem hann gerir. En við köllum ekki þjóðhöfðingja Bandaríkjanna, lýðræðislega kjörinn forseta, fasista,“ sagði Óli Björn sem var gestur í Morgunútvarpinu á RÚV í morgun.Þar ræddi hann stjórnmálaástandið í Bandaríkjunum ásamt Ástu Guðrúnu Helgadóttir, þingflokksformanni Pírata. Sérstakar umræður um ástandið fóru fram á Alþingi í gær og þar sagði Ásta Guðrún, ásamt fleirum, meðal annars að Trump væri fasisti.Sjá einnig: „Hef áhyggjur af því að forseti Bandaríkjanna sé fasisti, kvenhatari og rasisti“Tilskipanir Trump eru umdeildar, sérstaklega tilskipun hans um takmarkanir á ferðum ríkisborgara sjö múslimaríkja til Bandaríkjanna. Sagði Óli Björn að honum hugnaðist ekki þessi tilskipun og sagði að með umræðu um að fasísk öfl væru komin til valda í Bandaríkjunum væru menn komnir langt út fyrir raunveruleikann. „Við munum þá aldrei ná neinum árangri í umræðum um málefnið. Þá er verið að nálgast málefnið með fordómum. Það eru fordómar að kalla lýðræðislega kjörin stjórnvöld í Bandaríkjunum fasísk,“ sagði Óli Björn.Alþjóðasamfélagið hætti meðvirkniÍ ræðu Ástu Guðrúnar á Alþingi í gær kom fram að mikilvægt væri að nota rétt orð þegar þau ættu við. Sagði hún að fasismi lýsti stjórnarháttum Donald Trump best. Svaraði hún Óla Birni í Morgunútvarpinu á sama hátt. „Þessi hegðun sem Bandaríkjaforseti hefur sýnt, með alræðistilburðum, með því að afneita upplýsingum og sameiginlegum gildum sem bandaríska þjóðin hefur gert með sér, þetta er fasísk tilhneiging,“ sagði Ásta Guðrún. Sagði hún einnig að stundum þyrfti að tala hreint út og að mikilvægt væri að alþjóðasamfélagið myndi hætta meðvirkni sinni í garð Trump. „Fasismi er raunverulegt hugtak, sem á við raunverulegt pólitískt ástand sem á við raunverulegar gjörðir og það sem Donald Trump hefur verið að gera síðustu daga er fasískt.“ Alþingi Donald Trump Tengdar fréttir Utanríkisráðherra harmar ákvörðun Trumps Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, segist harma ákvörðun Donalds Trump, Bandaríkjaforseta sem meinar íbúum sjö múslimaríkja inngöngu í Bandaríkin tímabundið. 29. janúar 2017 19:00 „Hef áhyggjur af því að forseti Bandaríkjanna sé fasisti, kvenhatari og rasisti“ Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, lýsir yfir áhyggjum vegna Bandaríkjaforseta. 31. janúar 2017 15:14 Íslenskir þingmenn fordæma tilskipun Bandaríkjaforseta Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra Íslands, mun koma áleiðis skýrum skilaboðum stjórnvalda sem fordæma tilskipun forseta Bandaríkjanna sem bannar ríkisborgurum sjö þjóða að koma til landsins. 30. janúar 2017 05:00 Mest lesið Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Fleiri fréttir Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Sjá meira
Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að það sé ekki sæmandi þingmönnum að líkja Donald Trump, forseta Bandaríkjanna við fasista líkt og gert var á þingi í gær. Ásta Guðrún Helgadóttir, þingflokksformaður Pírata segir hins vegar að mikilvægt sé að nota rétt orð þegar þau eigi við. „Það finnst mér of langt gengið. Við getum verið ósammála öllu því sem hann segir og öllu því sem hann gerir. En við köllum ekki þjóðhöfðingja Bandaríkjanna, lýðræðislega kjörinn forseta, fasista,“ sagði Óli Björn sem var gestur í Morgunútvarpinu á RÚV í morgun.Þar ræddi hann stjórnmálaástandið í Bandaríkjunum ásamt Ástu Guðrúnu Helgadóttir, þingflokksformanni Pírata. Sérstakar umræður um ástandið fóru fram á Alþingi í gær og þar sagði Ásta Guðrún, ásamt fleirum, meðal annars að Trump væri fasisti.Sjá einnig: „Hef áhyggjur af því að forseti Bandaríkjanna sé fasisti, kvenhatari og rasisti“Tilskipanir Trump eru umdeildar, sérstaklega tilskipun hans um takmarkanir á ferðum ríkisborgara sjö múslimaríkja til Bandaríkjanna. Sagði Óli Björn að honum hugnaðist ekki þessi tilskipun og sagði að með umræðu um að fasísk öfl væru komin til valda í Bandaríkjunum væru menn komnir langt út fyrir raunveruleikann. „Við munum þá aldrei ná neinum árangri í umræðum um málefnið. Þá er verið að nálgast málefnið með fordómum. Það eru fordómar að kalla lýðræðislega kjörin stjórnvöld í Bandaríkjunum fasísk,“ sagði Óli Björn.Alþjóðasamfélagið hætti meðvirkniÍ ræðu Ástu Guðrúnar á Alþingi í gær kom fram að mikilvægt væri að nota rétt orð þegar þau ættu við. Sagði hún að fasismi lýsti stjórnarháttum Donald Trump best. Svaraði hún Óla Birni í Morgunútvarpinu á sama hátt. „Þessi hegðun sem Bandaríkjaforseti hefur sýnt, með alræðistilburðum, með því að afneita upplýsingum og sameiginlegum gildum sem bandaríska þjóðin hefur gert með sér, þetta er fasísk tilhneiging,“ sagði Ásta Guðrún. Sagði hún einnig að stundum þyrfti að tala hreint út og að mikilvægt væri að alþjóðasamfélagið myndi hætta meðvirkni sinni í garð Trump. „Fasismi er raunverulegt hugtak, sem á við raunverulegt pólitískt ástand sem á við raunverulegar gjörðir og það sem Donald Trump hefur verið að gera síðustu daga er fasískt.“
Alþingi Donald Trump Tengdar fréttir Utanríkisráðherra harmar ákvörðun Trumps Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, segist harma ákvörðun Donalds Trump, Bandaríkjaforseta sem meinar íbúum sjö múslimaríkja inngöngu í Bandaríkin tímabundið. 29. janúar 2017 19:00 „Hef áhyggjur af því að forseti Bandaríkjanna sé fasisti, kvenhatari og rasisti“ Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, lýsir yfir áhyggjum vegna Bandaríkjaforseta. 31. janúar 2017 15:14 Íslenskir þingmenn fordæma tilskipun Bandaríkjaforseta Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra Íslands, mun koma áleiðis skýrum skilaboðum stjórnvalda sem fordæma tilskipun forseta Bandaríkjanna sem bannar ríkisborgurum sjö þjóða að koma til landsins. 30. janúar 2017 05:00 Mest lesið Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Fleiri fréttir Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Sjá meira
Utanríkisráðherra harmar ákvörðun Trumps Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, segist harma ákvörðun Donalds Trump, Bandaríkjaforseta sem meinar íbúum sjö múslimaríkja inngöngu í Bandaríkin tímabundið. 29. janúar 2017 19:00
„Hef áhyggjur af því að forseti Bandaríkjanna sé fasisti, kvenhatari og rasisti“ Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, lýsir yfir áhyggjum vegna Bandaríkjaforseta. 31. janúar 2017 15:14
Íslenskir þingmenn fordæma tilskipun Bandaríkjaforseta Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra Íslands, mun koma áleiðis skýrum skilaboðum stjórnvalda sem fordæma tilskipun forseta Bandaríkjanna sem bannar ríkisborgurum sjö þjóða að koma til landsins. 30. janúar 2017 05:00