Óli Björn: „Við köllum ekki þjóðhöfðingja Bandaríkjanna fasista“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 1. febrúar 2017 10:30 Myndin er samsett Vísir/Getty/Ernir/Daníel Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að það sé ekki sæmandi þingmönnum að líkja Donald Trump, forseta Bandaríkjanna við fasista líkt og gert var á þingi í gær. Ásta Guðrún Helgadóttir, þingflokksformaður Pírata segir hins vegar að mikilvægt sé að nota rétt orð þegar þau eigi við. „Það finnst mér of langt gengið. Við getum verið ósammála öllu því sem hann segir og öllu því sem hann gerir. En við köllum ekki þjóðhöfðingja Bandaríkjanna, lýðræðislega kjörinn forseta, fasista,“ sagði Óli Björn sem var gestur í Morgunútvarpinu á RÚV í morgun.Þar ræddi hann stjórnmálaástandið í Bandaríkjunum ásamt Ástu Guðrúnu Helgadóttir, þingflokksformanni Pírata. Sérstakar umræður um ástandið fóru fram á Alþingi í gær og þar sagði Ásta Guðrún, ásamt fleirum, meðal annars að Trump væri fasisti.Sjá einnig: „Hef áhyggjur af því að forseti Bandaríkjanna sé fasisti, kvenhatari og rasisti“Tilskipanir Trump eru umdeildar, sérstaklega tilskipun hans um takmarkanir á ferðum ríkisborgara sjö múslimaríkja til Bandaríkjanna. Sagði Óli Björn að honum hugnaðist ekki þessi tilskipun og sagði að með umræðu um að fasísk öfl væru komin til valda í Bandaríkjunum væru menn komnir langt út fyrir raunveruleikann. „Við munum þá aldrei ná neinum árangri í umræðum um málefnið. Þá er verið að nálgast málefnið með fordómum. Það eru fordómar að kalla lýðræðislega kjörin stjórnvöld í Bandaríkjunum fasísk,“ sagði Óli Björn.Alþjóðasamfélagið hætti meðvirkniÍ ræðu Ástu Guðrúnar á Alþingi í gær kom fram að mikilvægt væri að nota rétt orð þegar þau ættu við. Sagði hún að fasismi lýsti stjórnarháttum Donald Trump best. Svaraði hún Óla Birni í Morgunútvarpinu á sama hátt. „Þessi hegðun sem Bandaríkjaforseti hefur sýnt, með alræðistilburðum, með því að afneita upplýsingum og sameiginlegum gildum sem bandaríska þjóðin hefur gert með sér, þetta er fasísk tilhneiging,“ sagði Ásta Guðrún. Sagði hún einnig að stundum þyrfti að tala hreint út og að mikilvægt væri að alþjóðasamfélagið myndi hætta meðvirkni sinni í garð Trump. „Fasismi er raunverulegt hugtak, sem á við raunverulegt pólitískt ástand sem á við raunverulegar gjörðir og það sem Donald Trump hefur verið að gera síðustu daga er fasískt.“ Alþingi Donald Trump Tengdar fréttir Utanríkisráðherra harmar ákvörðun Trumps Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, segist harma ákvörðun Donalds Trump, Bandaríkjaforseta sem meinar íbúum sjö múslimaríkja inngöngu í Bandaríkin tímabundið. 29. janúar 2017 19:00 „Hef áhyggjur af því að forseti Bandaríkjanna sé fasisti, kvenhatari og rasisti“ Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, lýsir yfir áhyggjum vegna Bandaríkjaforseta. 31. janúar 2017 15:14 Íslenskir þingmenn fordæma tilskipun Bandaríkjaforseta Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra Íslands, mun koma áleiðis skýrum skilaboðum stjórnvalda sem fordæma tilskipun forseta Bandaríkjanna sem bannar ríkisborgurum sjö þjóða að koma til landsins. 30. janúar 2017 05:00 Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Blámóðan þyngdi róður slökkviliðsmanna Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Fleiri fréttir Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Gosmóðan þyngdi róður slökkviliðsmanna Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Sjá meira
Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að það sé ekki sæmandi þingmönnum að líkja Donald Trump, forseta Bandaríkjanna við fasista líkt og gert var á þingi í gær. Ásta Guðrún Helgadóttir, þingflokksformaður Pírata segir hins vegar að mikilvægt sé að nota rétt orð þegar þau eigi við. „Það finnst mér of langt gengið. Við getum verið ósammála öllu því sem hann segir og öllu því sem hann gerir. En við köllum ekki þjóðhöfðingja Bandaríkjanna, lýðræðislega kjörinn forseta, fasista,“ sagði Óli Björn sem var gestur í Morgunútvarpinu á RÚV í morgun.Þar ræddi hann stjórnmálaástandið í Bandaríkjunum ásamt Ástu Guðrúnu Helgadóttir, þingflokksformanni Pírata. Sérstakar umræður um ástandið fóru fram á Alþingi í gær og þar sagði Ásta Guðrún, ásamt fleirum, meðal annars að Trump væri fasisti.Sjá einnig: „Hef áhyggjur af því að forseti Bandaríkjanna sé fasisti, kvenhatari og rasisti“Tilskipanir Trump eru umdeildar, sérstaklega tilskipun hans um takmarkanir á ferðum ríkisborgara sjö múslimaríkja til Bandaríkjanna. Sagði Óli Björn að honum hugnaðist ekki þessi tilskipun og sagði að með umræðu um að fasísk öfl væru komin til valda í Bandaríkjunum væru menn komnir langt út fyrir raunveruleikann. „Við munum þá aldrei ná neinum árangri í umræðum um málefnið. Þá er verið að nálgast málefnið með fordómum. Það eru fordómar að kalla lýðræðislega kjörin stjórnvöld í Bandaríkjunum fasísk,“ sagði Óli Björn.Alþjóðasamfélagið hætti meðvirkniÍ ræðu Ástu Guðrúnar á Alþingi í gær kom fram að mikilvægt væri að nota rétt orð þegar þau ættu við. Sagði hún að fasismi lýsti stjórnarháttum Donald Trump best. Svaraði hún Óla Birni í Morgunútvarpinu á sama hátt. „Þessi hegðun sem Bandaríkjaforseti hefur sýnt, með alræðistilburðum, með því að afneita upplýsingum og sameiginlegum gildum sem bandaríska þjóðin hefur gert með sér, þetta er fasísk tilhneiging,“ sagði Ásta Guðrún. Sagði hún einnig að stundum þyrfti að tala hreint út og að mikilvægt væri að alþjóðasamfélagið myndi hætta meðvirkni sinni í garð Trump. „Fasismi er raunverulegt hugtak, sem á við raunverulegt pólitískt ástand sem á við raunverulegar gjörðir og það sem Donald Trump hefur verið að gera síðustu daga er fasískt.“
Alþingi Donald Trump Tengdar fréttir Utanríkisráðherra harmar ákvörðun Trumps Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, segist harma ákvörðun Donalds Trump, Bandaríkjaforseta sem meinar íbúum sjö múslimaríkja inngöngu í Bandaríkin tímabundið. 29. janúar 2017 19:00 „Hef áhyggjur af því að forseti Bandaríkjanna sé fasisti, kvenhatari og rasisti“ Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, lýsir yfir áhyggjum vegna Bandaríkjaforseta. 31. janúar 2017 15:14 Íslenskir þingmenn fordæma tilskipun Bandaríkjaforseta Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra Íslands, mun koma áleiðis skýrum skilaboðum stjórnvalda sem fordæma tilskipun forseta Bandaríkjanna sem bannar ríkisborgurum sjö þjóða að koma til landsins. 30. janúar 2017 05:00 Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Blámóðan þyngdi róður slökkviliðsmanna Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Fleiri fréttir Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Gosmóðan þyngdi róður slökkviliðsmanna Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Sjá meira
Utanríkisráðherra harmar ákvörðun Trumps Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, segist harma ákvörðun Donalds Trump, Bandaríkjaforseta sem meinar íbúum sjö múslimaríkja inngöngu í Bandaríkin tímabundið. 29. janúar 2017 19:00
„Hef áhyggjur af því að forseti Bandaríkjanna sé fasisti, kvenhatari og rasisti“ Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, lýsir yfir áhyggjum vegna Bandaríkjaforseta. 31. janúar 2017 15:14
Íslenskir þingmenn fordæma tilskipun Bandaríkjaforseta Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra Íslands, mun koma áleiðis skýrum skilaboðum stjórnvalda sem fordæma tilskipun forseta Bandaríkjanna sem bannar ríkisborgurum sjö þjóða að koma til landsins. 30. janúar 2017 05:00