Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍBV 29-34 | Frábær endasprettur Eyjamanna Ingvi Þór Sæmundsson í N1-höllinni í Mosfellsbæ skrifar 2. febrúar 2017 21:30 Kári Kristján Kristjánsson var frábær á lokasprettinum. vísir/vilhelm ÍBV vann góðan útisigur á Aftureldingu, 29-34, þegar liðin mættust í 17. umferð Olís-deildar karla í kvöld. Róbert Aron Hostert lék sinn fyrsta leik fyrir ÍBV í langan tíma og skilaði 10 mörkum. Frábær leikur hjá Róberti og mikilvægt fyrir ÍBV að hafa endurheimt hann. Eyjamenn spiluðu undir getu fyrir áramót en með alla heila er þetta lið stórhættulegt eins og það sýndi í kvöld. Mosfellingar byrjuðu leikinn ívið betur og Árni Bragi Eyjólfsson kom þeim tveimur mörkum yfir, 5-3, þegar sex mínútur voru liðnar. Kristófer Guðmundsson byrjaði ágætlega í marki Aftureldingar en það fjaraði undan honum eftir því sem á fyrri hálfleikinn leið og Davíð Svansson náði sér heldur ekki á strik. Markverðir ÍBV voru líka ískaldir og vörðu bara þrjá bolta í fyrri hálfleik. Róbert var ryðgaður í byrjun en eftir að hann komst betur í takt við leikinn snarbatnaði sóknarleikur ÍBV. Eyjavörnin þéttist líka og gestirnir náðu góðu 7-3 áhlaupi. ÍBV fékk tækifæri til að fara með fjögurra marka forskot til búningsherbergja en skot Sigurbergs Sveinssonar fór í hliðarnetið. Davíð var fljótur að hugsa og grýtti boltanum fram á Árna Braga sem minnkaði muninn í 15-17. Þetta var hans sjöunda mark úr jafnmörgum skotum í fyrri hálfleik. Hann endaði með 10 mörk og var markahæstur í liði Aftureldingar. Heimamenn breyttu um vörn í hálfleik og það svínvirkaði. Mosfellingar náðu góðum tökum á leiknum og léku á tímabili á alls oddi í sókninni. Afturelding náði mest þriggja marka forystu og þegar 12 mínútur voru eftir var staðan 25-22, heimamönnum í vil. Þá kviknaði á gestunum og þeirra lykilmenn stigu upp. Kári Kristján Kristjánsson var frábær á lokakaflanum og skoraði þá fjögur af sex mörkum sínum. Róbert var einnig öflugur og bjó oftsinnis til mörk upp úr engu. Kolbeinn Aron Arnarsson tók líka mikilvæga bolta í markinu og Eyjamenn sigu framúr. Mosfellingum tókst ekki að stöðva áhlaupið og gestirnir unnu á endanum fimm marka sigur, 29-34. Lokatölurnar gefa ekki rétta mynd af leiknum en Eyjamönnum er eflaust slétt sama. Þeir sýndu styrk á lokakaflanum og unnu síðustu 12 mínútur leiksins 12-4.Einar Andri: Misstum agann Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar, var að vonum niðurlútur eftir fimm marka tap hans manna fyrir ÍBV í kvöld. „Við vorum komnir í góða stöðu í seinni hálfleik. Við spiluðum frábærlega fyrstu 20 mínútur seinni hálfleiks, þéttum vörnina og spiluðum mjög vel og skynsamlega og vorum með stjórn á leiknum sem við misstum undir lokin,“ sagði Einar Andri. Hans menn voru í góðri stöðu en klúðruðu málunum á lokasprettinum. Hvað olli? „Hann [Kolbeinn Aron Arnarson] varði þrjú dauðafæri og það munaði mikið um það. Við spiluðum okkur í góð færi en misstum agann undir lokin,“ sagði Einar Andri sem var ánægður með margt í leik Aftureldingar. „Við spiluðum góðan sóknarleik í fyrri hálfelik en vörnin var léleg sem og markvarslan allan leikinn. ÍBV er með frábært lið. Nú sjáum við bara hvernig staðan er, nýtt mót er byrjað og við þurfum að halda áfram að vinna,“ sagði Einar Andri. Hann kvaðst ánægður með frammistöðu Ernis Hrafn Arnarsonar sem spilaði í kvöld sinn fyrsta leik fyrir Aftureldingu í um 10 ár. „Hann spilaði frábærlega og á bara eftir að verða betri. Hann var að spila fyrsta handboltaleikinn sinn síðan í apríl og hefur æft frá því um miðjan desember,“ sagði Einar Andri að lokum.Arnar: Vorum alltof spenntir og æstir „Ég er alveg gríðarlega sáttur og stoltur af strákunum því við töpuðum kollinum í byrjun seinni hálfleiks. Fyrstu 10-15 mínúturnar voru alls ekki góðar, við vorum alltof spenntir og æstir. En við lentum aftur og kláruðum þetta eins og menn,“ sagði Arnar Pétursson, þjálfari ÍBV, eftir sigurinn góða á Aftureldingu í kvöld. Eyjamenn voru þremur mörkum undir, 25-22, þegar 12 mínútur voru eftir. En þeir tóku sig taki og unnu lokakaflann 12-4. Ótrúlegur viðsnúningur. „Við reyndum bara að róa okkur. Robbi [Róbert Aron Hostert] er að koma aftur eftir langt hlé og var orðinn svolítið æstur. En það lagaðist hjá honum og öðrum leikmönnum,“ sagði Arnar sem segir það gríðarlega mikilvægt að hafa endurheimt Róbert sem hefur verið meiddur nær allt tímabilið. „Það vita allir að hann er frábær handboltamaður og fyrir okkur er þetta mikill styrkur. En það eru líka aðrir sem stigu upp og það skiptir líka máli.“ Eyjamenn voru ekki upp á sitt besta fyrir áramót og sátu í 6. sæti þegar Olís-deildin fór í frí. En eru þeir komnir á beinu brautina? „Ég er búinn að vera leiðinlegur í þessum viðtölum og fer alltaf í klisjuna: við tökum einn leik fyrir í einu. Við unnum góðan sigur í kvöld og svo reynum við bara að bæta ofan á það. Svo sjáum við bara til. Þetta er rosalega jöfn deild,“ sagði Arnar að endingu. Olís-deild karla Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Í beinni: Svartfjallaland - Ísland | Gætu fellt Svartfellinga Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Sjá meira
ÍBV vann góðan útisigur á Aftureldingu, 29-34, þegar liðin mættust í 17. umferð Olís-deildar karla í kvöld. Róbert Aron Hostert lék sinn fyrsta leik fyrir ÍBV í langan tíma og skilaði 10 mörkum. Frábær leikur hjá Róberti og mikilvægt fyrir ÍBV að hafa endurheimt hann. Eyjamenn spiluðu undir getu fyrir áramót en með alla heila er þetta lið stórhættulegt eins og það sýndi í kvöld. Mosfellingar byrjuðu leikinn ívið betur og Árni Bragi Eyjólfsson kom þeim tveimur mörkum yfir, 5-3, þegar sex mínútur voru liðnar. Kristófer Guðmundsson byrjaði ágætlega í marki Aftureldingar en það fjaraði undan honum eftir því sem á fyrri hálfleikinn leið og Davíð Svansson náði sér heldur ekki á strik. Markverðir ÍBV voru líka ískaldir og vörðu bara þrjá bolta í fyrri hálfleik. Róbert var ryðgaður í byrjun en eftir að hann komst betur í takt við leikinn snarbatnaði sóknarleikur ÍBV. Eyjavörnin þéttist líka og gestirnir náðu góðu 7-3 áhlaupi. ÍBV fékk tækifæri til að fara með fjögurra marka forskot til búningsherbergja en skot Sigurbergs Sveinssonar fór í hliðarnetið. Davíð var fljótur að hugsa og grýtti boltanum fram á Árna Braga sem minnkaði muninn í 15-17. Þetta var hans sjöunda mark úr jafnmörgum skotum í fyrri hálfleik. Hann endaði með 10 mörk og var markahæstur í liði Aftureldingar. Heimamenn breyttu um vörn í hálfleik og það svínvirkaði. Mosfellingar náðu góðum tökum á leiknum og léku á tímabili á alls oddi í sókninni. Afturelding náði mest þriggja marka forystu og þegar 12 mínútur voru eftir var staðan 25-22, heimamönnum í vil. Þá kviknaði á gestunum og þeirra lykilmenn stigu upp. Kári Kristján Kristjánsson var frábær á lokakaflanum og skoraði þá fjögur af sex mörkum sínum. Róbert var einnig öflugur og bjó oftsinnis til mörk upp úr engu. Kolbeinn Aron Arnarsson tók líka mikilvæga bolta í markinu og Eyjamenn sigu framúr. Mosfellingum tókst ekki að stöðva áhlaupið og gestirnir unnu á endanum fimm marka sigur, 29-34. Lokatölurnar gefa ekki rétta mynd af leiknum en Eyjamönnum er eflaust slétt sama. Þeir sýndu styrk á lokakaflanum og unnu síðustu 12 mínútur leiksins 12-4.Einar Andri: Misstum agann Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar, var að vonum niðurlútur eftir fimm marka tap hans manna fyrir ÍBV í kvöld. „Við vorum komnir í góða stöðu í seinni hálfleik. Við spiluðum frábærlega fyrstu 20 mínútur seinni hálfleiks, þéttum vörnina og spiluðum mjög vel og skynsamlega og vorum með stjórn á leiknum sem við misstum undir lokin,“ sagði Einar Andri. Hans menn voru í góðri stöðu en klúðruðu málunum á lokasprettinum. Hvað olli? „Hann [Kolbeinn Aron Arnarson] varði þrjú dauðafæri og það munaði mikið um það. Við spiluðum okkur í góð færi en misstum agann undir lokin,“ sagði Einar Andri sem var ánægður með margt í leik Aftureldingar. „Við spiluðum góðan sóknarleik í fyrri hálfelik en vörnin var léleg sem og markvarslan allan leikinn. ÍBV er með frábært lið. Nú sjáum við bara hvernig staðan er, nýtt mót er byrjað og við þurfum að halda áfram að vinna,“ sagði Einar Andri. Hann kvaðst ánægður með frammistöðu Ernis Hrafn Arnarsonar sem spilaði í kvöld sinn fyrsta leik fyrir Aftureldingu í um 10 ár. „Hann spilaði frábærlega og á bara eftir að verða betri. Hann var að spila fyrsta handboltaleikinn sinn síðan í apríl og hefur æft frá því um miðjan desember,“ sagði Einar Andri að lokum.Arnar: Vorum alltof spenntir og æstir „Ég er alveg gríðarlega sáttur og stoltur af strákunum því við töpuðum kollinum í byrjun seinni hálfleiks. Fyrstu 10-15 mínúturnar voru alls ekki góðar, við vorum alltof spenntir og æstir. En við lentum aftur og kláruðum þetta eins og menn,“ sagði Arnar Pétursson, þjálfari ÍBV, eftir sigurinn góða á Aftureldingu í kvöld. Eyjamenn voru þremur mörkum undir, 25-22, þegar 12 mínútur voru eftir. En þeir tóku sig taki og unnu lokakaflann 12-4. Ótrúlegur viðsnúningur. „Við reyndum bara að róa okkur. Robbi [Róbert Aron Hostert] er að koma aftur eftir langt hlé og var orðinn svolítið æstur. En það lagaðist hjá honum og öðrum leikmönnum,“ sagði Arnar sem segir það gríðarlega mikilvægt að hafa endurheimt Róbert sem hefur verið meiddur nær allt tímabilið. „Það vita allir að hann er frábær handboltamaður og fyrir okkur er þetta mikill styrkur. En það eru líka aðrir sem stigu upp og það skiptir líka máli.“ Eyjamenn voru ekki upp á sitt besta fyrir áramót og sátu í 6. sæti þegar Olís-deildin fór í frí. En eru þeir komnir á beinu brautina? „Ég er búinn að vera leiðinlegur í þessum viðtölum og fer alltaf í klisjuna: við tökum einn leik fyrir í einu. Við unnum góðan sigur í kvöld og svo reynum við bara að bæta ofan á það. Svo sjáum við bara til. Þetta er rosalega jöfn deild,“ sagði Arnar að endingu.
Olís-deild karla Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Í beinni: Svartfjallaland - Ísland | Gætu fellt Svartfellinga Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Sjá meira