„Jarðarförin er opin og í raun og veru má fólk koma. Svo er erfisdrykkja í flugskýli Landhelgisgæslunnar á eftir sem er líka opin,“ segir Sigurlaug Hreinsdóttir. Jarðarför dóttur hennar, Birnu Brjánsdóttur, fer fram frá Hallgrímskirkju í dag klukkan 15.
Birnu var ráðinn bani í janúar og stendur rannsókn á málinu nú yfir. Mikill fjöldi leitaði Birnu dagana eftir hvarf hennar.
Fjölmenni mætti í minningargöngu um Birnu í miðbæ Reykjavíkur laugardaginn 28. janúar en víða um land var Birnu minnst.
Fjölskylda Birnu afþakkar blóm og kransa en bendir þeim sem vilja minnast hennar á að styrkja Slysavarnafélagið Landsbjörg.
Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birna Brjánsdóttir borin til grafar í dag
Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
