Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Fram 32-26 | Frábær lokakafli og Eyjakonur enduðu sigurgöngu Fram Gabríel Sighvatsson í Vestmannaeyjum skrifar 3. febrúar 2017 20:00 Ester Óskarsdóttir var frábær í kvöld. Vísir/Vilhelm Eyjakonur unnu hreint ótrúlegan sigur á Fram í Vestmannaeyjum í kvöld. Fram að þessum leik hafði Fram ekki tapað leik í deildinni. ÍBV var í sárum eftir tap í síðustu umferð gegn Haukum og mátti svo sannarlega sjá mun á þeim. Eyjakonur byrjuðu brösuglega en unnu sig hægt og bítandi inn í leikinn. Vendipunkturinn var þegar Hrafnhildur Skúladóttir, þjálfari liðsins, tók leikhlé um miðbik fyrri hálfleiks. Eyjakonur kláruðu fyrri hálfleikinn með glæsibrag og var allt jafnt að honum loknum. Framarar voru með góð tök á leiknum framan af en náðu ekki að halda forystunni. Eftir að hafa komist aftur yfir í seinni hálfleik, datt leikur liðsins niður og ÍBV nýtti sér það till hins ýtrasta. Ester Óskarsdóttir var fremst í fararbroddi og skoraði samtals 11 mörk fyrir ÍBV sem hreinlega valtaði yfir Fram á lokamínútum leiksins. Erla Sigmarsdóttir átti einnig flottan leik og var með 16 varin skot sem gera samtals 39 % vörslu. Lokatölur voru 32-26 þar sem ÍBV lék á alls oddi í seinni hálfleik og var ekki að sjá að gestirnir væru í raun í efsta sæti. Sigurinn kemur sér mjög vel fyrir ÍBV sem er enn í fullu fjöri í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni. Liðið situr enn í 5. sæti en vantar aðeins tvö stig upp á Hauka í 4. sætinu. Safamýrarliðið er enn á toppnum en þurfa að sætta sig við fyrsta tap þeirra á tímabilinu. Má búast við að Eyjaliðið fari með gott sjálfstraust inn í komandi leik gegn Stjörnunni í bikarnum. Fram tekur á móti Fylki í sömu keppni.Hildur: Við vorum bara lélegar Hildur Þorgeirsdóttir var ekki sátt að leikslokum en hún segir að hennar lið hafi einfaldlega ekki mætt til leiks í dag. „Við vorum bara lélegar, Eyjastelpur spiluðu mjög vel og áttu sigurinn skilið,“ sagði Hildur Þorgeirsdóttir. „Stemningin var mjög góð fyrir leikinn og við ætluðum að taka tvö stig í dag en um leið og eitt byrjaði að klikka, kom annað og við náðum okkur aldrei almennilega á strik,“ sagði Hildur Fram komst yfir í byrjun beggja hálfleikja en náðu aldrei að halda í forskotið. „Þetta er rosa kaflaskipt, við erum upp og niður, ég veit ekki hvað gerist þegar við komumst 2-3 mörkum yfir, við gefum þeim alltaf færi á að koma aftur inn í leikinn og þeir gera út um hann í lokin.“ „Það hefur verið galli hjá okkur í vetur, við náum aldrei að stinga lið af, við gerum þetta alltaf að spennuleikjum en Eyjakonur spiluðu glimrandi vel í dag og eiga þennan sigur fullkomlega skilið.“ Hildur sagði ekki margt koma á óvart í leik ÍBV en hrósaði Ester sérstaklega fyrir frábæra frammistöðu. „Ester átti dúndurgóðan leik og á þvílíkt hrós skilið fyrir sína frammistöðu í dag en annars kom lið þeirra ekkert á óvart, við vorum bara lélegar,“ sagði Hildur. „Mótið fyrir þennan leik var búið að vera mjög gott, það var kannski bara ágætt að koma okkur aðeins niður á jörðina og nú þurfum við bara að gíra okkur í næsta leik,“ sagði Hildur að lokum.Hrafnhildur: Ester var stórkostleg í dag Hrafnhildur Skúladóttir var mjög ánægð að leikslokum enda lið hennar það fyrsta til að leggja Fram að velli á þessu tímabili. „Ég er gríðarlega ánægð, það er þvílíku fargi af mér létt, það er bara svoleiðis. Sérstaklega eftir síðasta leik, það er mikilvægur bikarleikur á þriðjudaginn og þetta var akkúrat það sem við þurftum," sagði Hrafnhildur Skúladóttir, þjálfari ÍBV. „Við vorum undir pressu um hvort við ætlum að vera með í baráttunni um efstu fjögur eða hvort við ætlum að sleppa þessu, ég hafði trú á að við gætum unnið þetta, rétt eins og stelpurnar og við spiluðum þennan leik frábærlega," sagði Hrafnhildur. Hrafnhildur vildi meina að þetta hefði verið einmitt það sem þær hefðu þurft og að leikurinn gegn Fram hefði ekki getað komið á betri tíma. „Stelpurnar spila alltaf vel á móti Fram, ég var eiginlega mjög ánægð að fá þennan leik á þessum tímapunkti. Við byrjum alls ekki vel en það sem við erum endalaust að fara yfir er að það má ekki hengja haus og aldrei að gefast upp og við sýndum það í dag. Skítt með það þó liðið hefði tapað miðað við hvað þetta var flott spilamennska og góð barátta, þá er miklu auðveldara að tapa heldur en ef liðið hefði sýnt andleysi.“ sagði Hrafnhildur sem var mjög stolt af sínu liði og hvernig þær kláruðu leikinn. „Ég er með rosalega þunnan hóp núna, þannig að ég var ekkert rosalega bjartsýn á að við gætum keyrt svona á þær eins og við gerðum í lokin, Fram er með hraðasta liðið í deildinni og það var ekki að sjá að við værum neitt að reyna að hægja leikinn og spara okkur, ég tek hattinn ofan fyrir stelpunum," sagði Hrafnhildur Þá átti Ester Óskarsdóttir enn einu sinni glæsilegan leik. „Ester var stórkostleg í dag, Erla var líka frábær og baráttan í öllu liðinu var geggjuð og það er algjörlega liðsheildin sem skilaði þessum sigri," sagði Hrafnhildur „Liðið er að sjá hvað það getur og nú hljóta þær að trúa extra mikið á það að við getum unnið lið eins og Stjörnuna.“ sagði Hrafnhildur en næsti leikur liðsins er í bikarnum gegn Stjörnunni. Olís-deild kvenna Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira
Eyjakonur unnu hreint ótrúlegan sigur á Fram í Vestmannaeyjum í kvöld. Fram að þessum leik hafði Fram ekki tapað leik í deildinni. ÍBV var í sárum eftir tap í síðustu umferð gegn Haukum og mátti svo sannarlega sjá mun á þeim. Eyjakonur byrjuðu brösuglega en unnu sig hægt og bítandi inn í leikinn. Vendipunkturinn var þegar Hrafnhildur Skúladóttir, þjálfari liðsins, tók leikhlé um miðbik fyrri hálfleiks. Eyjakonur kláruðu fyrri hálfleikinn með glæsibrag og var allt jafnt að honum loknum. Framarar voru með góð tök á leiknum framan af en náðu ekki að halda forystunni. Eftir að hafa komist aftur yfir í seinni hálfleik, datt leikur liðsins niður og ÍBV nýtti sér það till hins ýtrasta. Ester Óskarsdóttir var fremst í fararbroddi og skoraði samtals 11 mörk fyrir ÍBV sem hreinlega valtaði yfir Fram á lokamínútum leiksins. Erla Sigmarsdóttir átti einnig flottan leik og var með 16 varin skot sem gera samtals 39 % vörslu. Lokatölur voru 32-26 þar sem ÍBV lék á alls oddi í seinni hálfleik og var ekki að sjá að gestirnir væru í raun í efsta sæti. Sigurinn kemur sér mjög vel fyrir ÍBV sem er enn í fullu fjöri í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni. Liðið situr enn í 5. sæti en vantar aðeins tvö stig upp á Hauka í 4. sætinu. Safamýrarliðið er enn á toppnum en þurfa að sætta sig við fyrsta tap þeirra á tímabilinu. Má búast við að Eyjaliðið fari með gott sjálfstraust inn í komandi leik gegn Stjörnunni í bikarnum. Fram tekur á móti Fylki í sömu keppni.Hildur: Við vorum bara lélegar Hildur Þorgeirsdóttir var ekki sátt að leikslokum en hún segir að hennar lið hafi einfaldlega ekki mætt til leiks í dag. „Við vorum bara lélegar, Eyjastelpur spiluðu mjög vel og áttu sigurinn skilið,“ sagði Hildur Þorgeirsdóttir. „Stemningin var mjög góð fyrir leikinn og við ætluðum að taka tvö stig í dag en um leið og eitt byrjaði að klikka, kom annað og við náðum okkur aldrei almennilega á strik,“ sagði Hildur Fram komst yfir í byrjun beggja hálfleikja en náðu aldrei að halda í forskotið. „Þetta er rosa kaflaskipt, við erum upp og niður, ég veit ekki hvað gerist þegar við komumst 2-3 mörkum yfir, við gefum þeim alltaf færi á að koma aftur inn í leikinn og þeir gera út um hann í lokin.“ „Það hefur verið galli hjá okkur í vetur, við náum aldrei að stinga lið af, við gerum þetta alltaf að spennuleikjum en Eyjakonur spiluðu glimrandi vel í dag og eiga þennan sigur fullkomlega skilið.“ Hildur sagði ekki margt koma á óvart í leik ÍBV en hrósaði Ester sérstaklega fyrir frábæra frammistöðu. „Ester átti dúndurgóðan leik og á þvílíkt hrós skilið fyrir sína frammistöðu í dag en annars kom lið þeirra ekkert á óvart, við vorum bara lélegar,“ sagði Hildur. „Mótið fyrir þennan leik var búið að vera mjög gott, það var kannski bara ágætt að koma okkur aðeins niður á jörðina og nú þurfum við bara að gíra okkur í næsta leik,“ sagði Hildur að lokum.Hrafnhildur: Ester var stórkostleg í dag Hrafnhildur Skúladóttir var mjög ánægð að leikslokum enda lið hennar það fyrsta til að leggja Fram að velli á þessu tímabili. „Ég er gríðarlega ánægð, það er þvílíku fargi af mér létt, það er bara svoleiðis. Sérstaklega eftir síðasta leik, það er mikilvægur bikarleikur á þriðjudaginn og þetta var akkúrat það sem við þurftum," sagði Hrafnhildur Skúladóttir, þjálfari ÍBV. „Við vorum undir pressu um hvort við ætlum að vera með í baráttunni um efstu fjögur eða hvort við ætlum að sleppa þessu, ég hafði trú á að við gætum unnið þetta, rétt eins og stelpurnar og við spiluðum þennan leik frábærlega," sagði Hrafnhildur. Hrafnhildur vildi meina að þetta hefði verið einmitt það sem þær hefðu þurft og að leikurinn gegn Fram hefði ekki getað komið á betri tíma. „Stelpurnar spila alltaf vel á móti Fram, ég var eiginlega mjög ánægð að fá þennan leik á þessum tímapunkti. Við byrjum alls ekki vel en það sem við erum endalaust að fara yfir er að það má ekki hengja haus og aldrei að gefast upp og við sýndum það í dag. Skítt með það þó liðið hefði tapað miðað við hvað þetta var flott spilamennska og góð barátta, þá er miklu auðveldara að tapa heldur en ef liðið hefði sýnt andleysi.“ sagði Hrafnhildur sem var mjög stolt af sínu liði og hvernig þær kláruðu leikinn. „Ég er með rosalega þunnan hóp núna, þannig að ég var ekkert rosalega bjartsýn á að við gætum keyrt svona á þær eins og við gerðum í lokin, Fram er með hraðasta liðið í deildinni og það var ekki að sjá að við værum neitt að reyna að hægja leikinn og spara okkur, ég tek hattinn ofan fyrir stelpunum," sagði Hrafnhildur Þá átti Ester Óskarsdóttir enn einu sinni glæsilegan leik. „Ester var stórkostleg í dag, Erla var líka frábær og baráttan í öllu liðinu var geggjuð og það er algjörlega liðsheildin sem skilaði þessum sigri," sagði Hrafnhildur „Liðið er að sjá hvað það getur og nú hljóta þær að trúa extra mikið á það að við getum unnið lið eins og Stjörnuna.“ sagði Hrafnhildur en næsti leikur liðsins er í bikarnum gegn Stjörnunni.
Olís-deild kvenna Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti