Yrsa Sigurðardóttir: „Ljóstýra myndi þannig brjótast út úr þessum myrka harmleik“ Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 5. febrúar 2017 09:56 Þúsundir minntust Birnu Brjánsdóttur Vísir/Ernir Yrsa Sigurðardóttir tjáir sig um mál Birnu Brjánsdóttur í viðtali við The Guardian. Í viðtalinu útskýrir Yrsa fyrir blaðamönnum Guardian að Birna hafi verið einskonar tákngervingur margra sem hér búa þar sem margir hafi getað sett sig í hennar spor. Hún hafi verið saklaus stúlka sem hafi verið í blóma lífsins. Von allra hafi verið sterk og íbúar hafi beðið með öndina í hálsinum eftir fregnum af Birnu. Saga hennar hafi því snert streng í hjörtum landsmanna.Skárra af tvennu illu Yrsa tekur fram að einum hafi verið sleppt úr haldi og telur að það geri málið, sem sé algjör harmleikur, aðeins skárra. „Ef tvær manneskjur hefðu planað og átt hlut í svona atburði, hefði það verið hræðilegra,“ ( „Two people plotting together would have been more evil,“) segir Yrsa. Þetta hafi því verið skárra af tvennu illu. Hún leggur jafnframt áherslu á að Grænlendingar hafi stutt Íslendinga í þessu máli og að ekki sé hægt að kenna heilli þjóð um illvirki einstaklinga. „Vonandi mun þetta verða til þess að eitthvað verði gert varðandi framkomu í garð kvenna og glæpatíðnina í Grænlandi. Ljóstýra myndi þannig brjótast út úr þessum myrka harmleik, “ segir Yrsa.Yrsa Sigurðardóttir, glæpasagnahöfundurMynd/Sigurjón RagnarOfbeldismál algeng í Grænlandi Fjallað er um mál Birnu Brjánsdóttur á vefmiðlinum nánast í heild sinni og lögð er áhersla á þá samstöðu sem ríkt hefur á meðal Íslendinga síðan Birna hvarf. Sérstaklega er tekið fram að mál sem þetta sé mjög óalgengt hér á landi og að land og þjóð hafi sameinast í sorg. Málið er rakið og aðstæður hér heima við bornar saman við aðstæður í Grænlandi en þar eru ofbeldismál algengari en hér heima og mikið er um misnotkun á áfengi. Tekið er fram að í vikunni áður en Birna fannst látin hafi þrjár grænlenskar konur látið lífið í litlu þorpi á austanverðu Grænlandi. Ein hafði verið myrt og tvær tekið sitt eigið líf. Ástæðuna fyrir hárri ofbeldistíðni er mikil neysla áfengis samkvæmt Walter Tunowsky, blaðamanni hjá grænlenska blaðinu Sermitsiaq sem fjallaði um mál Birnu. „Þetta er algengt hjá þjóðum sem lent hafa í því að menning þeirra hefur nánast verið þurrkuð út á stuttum tíma,“ segir hann og nefnir að oftast sé um ofbeldismál að ræða þar sem ekki fer á milli mála hver gerandinn er. Því sé mál líkt og Birnu óalgengt tilfelli. Tunowsky var einn þeirra sem stóð að kertafleytingu til minningar um Birnu fyrir framan íslenska sendiráðið í Nuuk sem og í öðrum bæjum í Grænlandi. „Eftir því sem fleiri sönnunargögn komu í ljós, því meiri samkennd mátti finna í garð Íslendinga,“ segir Tunowsky að lokum. Birna Brjánsdóttir Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Sjá meira
Yrsa Sigurðardóttir tjáir sig um mál Birnu Brjánsdóttur í viðtali við The Guardian. Í viðtalinu útskýrir Yrsa fyrir blaðamönnum Guardian að Birna hafi verið einskonar tákngervingur margra sem hér búa þar sem margir hafi getað sett sig í hennar spor. Hún hafi verið saklaus stúlka sem hafi verið í blóma lífsins. Von allra hafi verið sterk og íbúar hafi beðið með öndina í hálsinum eftir fregnum af Birnu. Saga hennar hafi því snert streng í hjörtum landsmanna.Skárra af tvennu illu Yrsa tekur fram að einum hafi verið sleppt úr haldi og telur að það geri málið, sem sé algjör harmleikur, aðeins skárra. „Ef tvær manneskjur hefðu planað og átt hlut í svona atburði, hefði það verið hræðilegra,“ ( „Two people plotting together would have been more evil,“) segir Yrsa. Þetta hafi því verið skárra af tvennu illu. Hún leggur jafnframt áherslu á að Grænlendingar hafi stutt Íslendinga í þessu máli og að ekki sé hægt að kenna heilli þjóð um illvirki einstaklinga. „Vonandi mun þetta verða til þess að eitthvað verði gert varðandi framkomu í garð kvenna og glæpatíðnina í Grænlandi. Ljóstýra myndi þannig brjótast út úr þessum myrka harmleik, “ segir Yrsa.Yrsa Sigurðardóttir, glæpasagnahöfundurMynd/Sigurjón RagnarOfbeldismál algeng í Grænlandi Fjallað er um mál Birnu Brjánsdóttur á vefmiðlinum nánast í heild sinni og lögð er áhersla á þá samstöðu sem ríkt hefur á meðal Íslendinga síðan Birna hvarf. Sérstaklega er tekið fram að mál sem þetta sé mjög óalgengt hér á landi og að land og þjóð hafi sameinast í sorg. Málið er rakið og aðstæður hér heima við bornar saman við aðstæður í Grænlandi en þar eru ofbeldismál algengari en hér heima og mikið er um misnotkun á áfengi. Tekið er fram að í vikunni áður en Birna fannst látin hafi þrjár grænlenskar konur látið lífið í litlu þorpi á austanverðu Grænlandi. Ein hafði verið myrt og tvær tekið sitt eigið líf. Ástæðuna fyrir hárri ofbeldistíðni er mikil neysla áfengis samkvæmt Walter Tunowsky, blaðamanni hjá grænlenska blaðinu Sermitsiaq sem fjallaði um mál Birnu. „Þetta er algengt hjá þjóðum sem lent hafa í því að menning þeirra hefur nánast verið þurrkuð út á stuttum tíma,“ segir hann og nefnir að oftast sé um ofbeldismál að ræða þar sem ekki fer á milli mála hver gerandinn er. Því sé mál líkt og Birnu óalgengt tilfelli. Tunowsky var einn þeirra sem stóð að kertafleytingu til minningar um Birnu fyrir framan íslenska sendiráðið í Nuuk sem og í öðrum bæjum í Grænlandi. „Eftir því sem fleiri sönnunargögn komu í ljós, því meiri samkennd mátti finna í garð Íslendinga,“ segir Tunowsky að lokum.
Birna Brjánsdóttir Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Sjá meira