Erlent

Um 3.500 óbreyttir borgarar féllu í Afganistan á síðasta ári

atli ísleifsson skrifar
Fimmtán ár eru nú liðin frá því að NATO og Norðurbandalagið komu Talibönum frá völdum í landinu.
Fimmtán ár eru nú liðin frá því að NATO og Norðurbandalagið komu Talibönum frá völdum í landinu. Vísir/AFP
Fjöldi þeirra óbreyttu borgara sem féllu eða særðust í stríðsátökum í Afganistan á síðasta ári hefur ekki verið hærri frá því að Sameinuðu þjóðirnar hófu að taka slíkar upplýsingar saman árið 2009.

BBC greinir frá þessu.

Í nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna kemur fram að 3.498 óbreyttir borgarar hafi fallið og 7.920 særst á síðasta ári sem er þriggja prósenta hækkun frá fyrra ári.

Fimmtán ár eru nú liðin frá því að NATO og Norðurbandalagið komu Talibönum frá völdum í landinu.

Í skýrslunni kemur fram að Talibanar séu sagðir vera sá einstaki hópur sem beri ábyrgð á flestum dauðsföllum óbreyttra borgara í landinu.

Nánar má lesa um ástandið í Afganistan í skýrslu Sameinuðu þjóðanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×