Sakaði þann sem er í haldi um nauðgun Snærós Sindradóttir skrifar 7. febrúar 2017 05:00 Lögregla leiðir sakborninginn í málinu úr Héraðsdómi Reykjaness síðastliðinn fimmtudag. Vísir/Anton Brink Grænlensk kona á þrítugsaldri segir Thomas Møller Olsen, sakborninginn sem grunaður er um að hafa banað Birnu Brjánsdóttur, hafa nauðgað sér árið 2011. Thomas var sýknaður í málinu í héraðsdómi Ilulissat. Aðspurður hvort lögregla hafi skoðað þetta grænlenska sakamál í rannsókn sinni á máli Birnu Brjánsdóttur segir Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn að þeir hafi skoðað sakaferil mannanna en muni ekki tjá sig nánar um þau mál. Dánarorsök Birnu, sem fannst látin nærri Selvogsvita 22. janúar, var drukknun að því er fram kom í fréttum Ríkisútvarpsins í gærkvöld. Grímur segist ekki vilja tjá sig um þetta atriði.Sofnaði í rúmi í samkvæmi Fyrrnefnda konan á Grænlandi, sem vill ekki koma fram undir nafni, segir hvarf Birnu Brjánsdóttur hafa reynst sér afar erfitt. Málið hafi neytt hana til að endurupplifa verknaðinn og vakið upp sárar minningar. Í samtali við Fréttablaðið rifjar konan upp að árið 2011 hafi hún verið gestur í samkvæmi en farið afsíðis til að ræða við þáverandi kærasta sinn í síma, en sá var ekki staddur í sama bæ og hún. Á meðan símtalið átti sér stað lagðist konan í rúm í svefnherbergi íbúðarinnar og eftir að samtalinu lauk sofnaði hún. Konan segist hafa vaknað við að Thomas var að nauðga henni. Hún hafi ekki getað spornað við verknaðinum, annaðhvort verið of svefndrukkin vegna ölvunar eða hreinlega frosið. Eftir atvikið segist konan hafa grátið sárt og kært málið til lögreglunnar daginn eftir.Sæði í leggöngum nægði ekki til sakfellingar Lögreglan fór með hana á sjúkrahús þar sem lífsýnum var safnað og henni veitt aðhlynning. Konan segir að sæði Thomasar hafi fundist í leggöngum hennar en það hafi ekki nægt til sakfellingar þar sem ættingi hans, sem einnig var í samkvæminu, hafi borið fyrir dómstólnum að samfarirnar hafi verið með samþykki beggja. Mál Birnu hefur að sögn konunnar tekið mikið á hana. Margir, sem þekki til tengsla hennar og Thomasar, hafi haft samband vegna málsins og hún upplifi mikið áreiti. Konan vill koma því á framfæri að með sögu sinni vilji hún hreinsa borðið en muni ekki tjá sig að neinu öðru leyti um málið eða gefa neinar frekari upplýsingar um þessa lífsreynslu sína. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Segir manninn hafa verið samstarfsfúsan frá upphafi Verjandi mannsins, sem grunaður var um að hafa ráðið Birnu Brjánsdóttur bana en er nú laus úr haldi, segir hann hafa verið samstarfsfúsan frá upphafi. Einangrunin og málið í heild hafi reynst honum afar erfitt. Hann sé að vinna úr sínum málum á Grænlandi með aðstoð fjölskyldu og fagaðila. 6. febrúar 2017 20:30 Geta ekki haldið skipverjanum lengur en þrjá mánuði án ákæru Lögregla og ákæruvald geta ekki haldið skipverjanum af grænlenska togaranum Polar Nanoq sem grunaður er um að hafa myrt Birnu Brjánsdóttur í gæsluvarðhaldi lengur en þrjá mánuði, það er tólf vikur, án ákæru. 6. febrúar 2017 21:16 Telja dánarorsök Birnu vera drukknun Lögreglan telur að dánarorsök Birnu Brjánsdóttur, sem fannst látin við Selvogsvita þann 22. janúar síðastliðinn, hafi verið drukknun. 6. febrúar 2017 19:06 Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Fleiri fréttir Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Sjá meira
Grænlensk kona á þrítugsaldri segir Thomas Møller Olsen, sakborninginn sem grunaður er um að hafa banað Birnu Brjánsdóttur, hafa nauðgað sér árið 2011. Thomas var sýknaður í málinu í héraðsdómi Ilulissat. Aðspurður hvort lögregla hafi skoðað þetta grænlenska sakamál í rannsókn sinni á máli Birnu Brjánsdóttur segir Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn að þeir hafi skoðað sakaferil mannanna en muni ekki tjá sig nánar um þau mál. Dánarorsök Birnu, sem fannst látin nærri Selvogsvita 22. janúar, var drukknun að því er fram kom í fréttum Ríkisútvarpsins í gærkvöld. Grímur segist ekki vilja tjá sig um þetta atriði.Sofnaði í rúmi í samkvæmi Fyrrnefnda konan á Grænlandi, sem vill ekki koma fram undir nafni, segir hvarf Birnu Brjánsdóttur hafa reynst sér afar erfitt. Málið hafi neytt hana til að endurupplifa verknaðinn og vakið upp sárar minningar. Í samtali við Fréttablaðið rifjar konan upp að árið 2011 hafi hún verið gestur í samkvæmi en farið afsíðis til að ræða við þáverandi kærasta sinn í síma, en sá var ekki staddur í sama bæ og hún. Á meðan símtalið átti sér stað lagðist konan í rúm í svefnherbergi íbúðarinnar og eftir að samtalinu lauk sofnaði hún. Konan segist hafa vaknað við að Thomas var að nauðga henni. Hún hafi ekki getað spornað við verknaðinum, annaðhvort verið of svefndrukkin vegna ölvunar eða hreinlega frosið. Eftir atvikið segist konan hafa grátið sárt og kært málið til lögreglunnar daginn eftir.Sæði í leggöngum nægði ekki til sakfellingar Lögreglan fór með hana á sjúkrahús þar sem lífsýnum var safnað og henni veitt aðhlynning. Konan segir að sæði Thomasar hafi fundist í leggöngum hennar en það hafi ekki nægt til sakfellingar þar sem ættingi hans, sem einnig var í samkvæminu, hafi borið fyrir dómstólnum að samfarirnar hafi verið með samþykki beggja. Mál Birnu hefur að sögn konunnar tekið mikið á hana. Margir, sem þekki til tengsla hennar og Thomasar, hafi haft samband vegna málsins og hún upplifi mikið áreiti. Konan vill koma því á framfæri að með sögu sinni vilji hún hreinsa borðið en muni ekki tjá sig að neinu öðru leyti um málið eða gefa neinar frekari upplýsingar um þessa lífsreynslu sína. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Segir manninn hafa verið samstarfsfúsan frá upphafi Verjandi mannsins, sem grunaður var um að hafa ráðið Birnu Brjánsdóttur bana en er nú laus úr haldi, segir hann hafa verið samstarfsfúsan frá upphafi. Einangrunin og málið í heild hafi reynst honum afar erfitt. Hann sé að vinna úr sínum málum á Grænlandi með aðstoð fjölskyldu og fagaðila. 6. febrúar 2017 20:30 Geta ekki haldið skipverjanum lengur en þrjá mánuði án ákæru Lögregla og ákæruvald geta ekki haldið skipverjanum af grænlenska togaranum Polar Nanoq sem grunaður er um að hafa myrt Birnu Brjánsdóttur í gæsluvarðhaldi lengur en þrjá mánuði, það er tólf vikur, án ákæru. 6. febrúar 2017 21:16 Telja dánarorsök Birnu vera drukknun Lögreglan telur að dánarorsök Birnu Brjánsdóttur, sem fannst látin við Selvogsvita þann 22. janúar síðastliðinn, hafi verið drukknun. 6. febrúar 2017 19:06 Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Fleiri fréttir Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Sjá meira
Segir manninn hafa verið samstarfsfúsan frá upphafi Verjandi mannsins, sem grunaður var um að hafa ráðið Birnu Brjánsdóttur bana en er nú laus úr haldi, segir hann hafa verið samstarfsfúsan frá upphafi. Einangrunin og málið í heild hafi reynst honum afar erfitt. Hann sé að vinna úr sínum málum á Grænlandi með aðstoð fjölskyldu og fagaðila. 6. febrúar 2017 20:30
Geta ekki haldið skipverjanum lengur en þrjá mánuði án ákæru Lögregla og ákæruvald geta ekki haldið skipverjanum af grænlenska togaranum Polar Nanoq sem grunaður er um að hafa myrt Birnu Brjánsdóttur í gæsluvarðhaldi lengur en þrjá mánuði, það er tólf vikur, án ákæru. 6. febrúar 2017 21:16
Telja dánarorsök Birnu vera drukknun Lögreglan telur að dánarorsök Birnu Brjánsdóttur, sem fannst látin við Selvogsvita þann 22. janúar síðastliðinn, hafi verið drukknun. 6. febrúar 2017 19:06
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“