Breyting á ákvörðun kjararáðs forsenda endurskoðunar kjarasamninga Heimir Már Pétursson skrifar 7. febrúar 2017 13:29 Formaður VR segir að endurskoða þurfi ákvörðun kjararáðs um hækkun launa æðstu embættismanna áður en endurskoðun kjarasamninga á almennum vinnumarkaði lýkur eftir þrjár vikur. Þá þurfi stjórnvöld að standa við framlög vegna bygginga íbúðarhúsnæðis á vegum verkalýðshreyfingarinnar. Nú stendur yfir vinna við endurskoðun kjarasamninga á almennum vinnumarkaði en samkvæmt ákvæði í þeim á þeirri endurskoðun að vera lokið fyrir 28. febrúar. Ólafía B. Rafnsdóttir formaður VR segir að nú sé beðið tölulegra upplýsinga um þróunina á vinnumarkaði undanfarin misseri sem væntanlega berist um miðjan mánuðinn. „Það þarf að meta þá stöðu varðandi aðra hópa á vinnumarkaði varðandi launaþróunina,“ segir Ólafía. Í öðru lagi þurfi stjórnvöld að staðfesta fjármögnun 18 prósenta stofnframlags vegna bygginga íbúða á vegum Íbúðafélags verkalýðshreyfingarinnar. Í þriðja lagi dugi viðbrögð forsætisnefndar Alþings við hækkun kjararáðs á launum æðstu embættismanna ekki til að sætta verkalýðshreyfingarinnar. Þá ákvörðun verði að endurskoða. „Það þarf að gerast með einhverjum hætti. Við teljum að það sem forsætisnefnd hefur lagt til sé ekki nóg. Vegna þess að almennt úti í hópunum okkar er fólk ósátt við þessa niðurstöðu. Þá þarf að finna leiðir til að leysa það,“ segir formaður VR. Stjórnvöld þurfi að ganga í að breyta þessari niðurstöðu kjararáðs sem allra fyrst. Forsendur SALEK samkomulagsins um aukinn kaupmátt virðist vera að ganga eftir og vonandi standi stjórnvöld við fjármögnun stofnframlaga til byggingar íbúða. Hins vegar sé enn verið að skoða launaþróun einstakra hópa og hvernig þær rúmast innan samkomulagsins. „Það er alveg skýrt í okkar huga varðandi alla aðkomu okkar að SALEK samkomulaginu að við munum ekki halda áfram á þeirri vegferð með því að tala endalaust við okkur sjálf. Við þurfum að fá aðra með okkur í vegferðina,“ segir Ólafía. Ef aðrir hópar ætli að skýla sér að bak við annað eins og kjararáð geti verkalýðshreyfingin ekki haldið áfram á vegferð SALEK. Kjaramál Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Innlent Fleiri fréttir „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Sjá meira
Formaður VR segir að endurskoða þurfi ákvörðun kjararáðs um hækkun launa æðstu embættismanna áður en endurskoðun kjarasamninga á almennum vinnumarkaði lýkur eftir þrjár vikur. Þá þurfi stjórnvöld að standa við framlög vegna bygginga íbúðarhúsnæðis á vegum verkalýðshreyfingarinnar. Nú stendur yfir vinna við endurskoðun kjarasamninga á almennum vinnumarkaði en samkvæmt ákvæði í þeim á þeirri endurskoðun að vera lokið fyrir 28. febrúar. Ólafía B. Rafnsdóttir formaður VR segir að nú sé beðið tölulegra upplýsinga um þróunina á vinnumarkaði undanfarin misseri sem væntanlega berist um miðjan mánuðinn. „Það þarf að meta þá stöðu varðandi aðra hópa á vinnumarkaði varðandi launaþróunina,“ segir Ólafía. Í öðru lagi þurfi stjórnvöld að staðfesta fjármögnun 18 prósenta stofnframlags vegna bygginga íbúða á vegum Íbúðafélags verkalýðshreyfingarinnar. Í þriðja lagi dugi viðbrögð forsætisnefndar Alþings við hækkun kjararáðs á launum æðstu embættismanna ekki til að sætta verkalýðshreyfingarinnar. Þá ákvörðun verði að endurskoða. „Það þarf að gerast með einhverjum hætti. Við teljum að það sem forsætisnefnd hefur lagt til sé ekki nóg. Vegna þess að almennt úti í hópunum okkar er fólk ósátt við þessa niðurstöðu. Þá þarf að finna leiðir til að leysa það,“ segir formaður VR. Stjórnvöld þurfi að ganga í að breyta þessari niðurstöðu kjararáðs sem allra fyrst. Forsendur SALEK samkomulagsins um aukinn kaupmátt virðist vera að ganga eftir og vonandi standi stjórnvöld við fjármögnun stofnframlaga til byggingar íbúða. Hins vegar sé enn verið að skoða launaþróun einstakra hópa og hvernig þær rúmast innan samkomulagsins. „Það er alveg skýrt í okkar huga varðandi alla aðkomu okkar að SALEK samkomulaginu að við munum ekki halda áfram á þeirri vegferð með því að tala endalaust við okkur sjálf. Við þurfum að fá aðra með okkur í vegferðina,“ segir Ólafía. Ef aðrir hópar ætli að skýla sér að bak við annað eins og kjararáð geti verkalýðshreyfingin ekki haldið áfram á vegferð SALEK.
Kjaramál Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Innlent Fleiri fréttir „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Sjá meira