Sést þrífa rauða Kia Rio-bílinn að innan og utan á bryggjunni Þorbjörn Þórðarson skrifar 7. febrúar 2017 18:30 Ekki liggur fyrir játning í manndrápsmálinu í Hafnarfirði en sönnunargögn í því hrannast upp. Hæstiréttur staðfesti í dag framlengt gæsluvarðhald í tvær vikur yfir manninum sem talinn er bera ábyrgð á dauða Birnu Brjánsdóttur. Samkvæmt upplýsingum fréttastofunnar sést maðurinn, sem nú situr í gæsluvarðhaldi, þrífa rauða Kia Rio-bílinn að innan og utan á bryggjunni við Polar Nanoq. Þetta mun sjást á upptökum úr eftirlitsmyndavélum sem eru á meðal gagna málsins. Þá sést maðurinn einnig á upptökum í eftirlitsmyndavélum í verslun Krónunnar við Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði á laugardagsmorgninum örlagaríka þar sem hann er að kaupa hreinsiefni og annan búnað til þrifa. Ekki liggur fyrir játning í málinu en sönnunargögn í því hrannast upp. Meðal gagna málsins eru blóðsýni úr bílnum sem staðfest er að eru úr Birnu. Þá hefur lögreglan kortlagt ferðir bílsins og hefur niðurstöður úr krufningu. Ekki er heimilt að úrskurða sakborning til að sæta gæsluvarðhaldi lengur en í tólf vikur nema mál hafi verið höfðað gegn honum með útgáfu ákæru eða brýnir rannsóknarhagsmunir krefjist þess samkvæmt lögum um meðferð sakamála. Þetta er þessi hámarkstímarammi sem að lögreglan vinnur eftir. Hæstiréttur staðfesti í dag framlengt gæsluvarðhald í málinu í tvær vikur frá 2. febrúar eða til 16. febrúar næstkomandi. Að sögn Gríms Grímssonar leggur lögreglan höfuðáherslu á að hraða rannsókn málsins þannig að héraðssóknari hafi tíma til að fara yfir gögn þess og taka afstöðu til ákæru í málinu. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Hæstiréttur staðfestir áframhaldandi gæsluvarðhald Hæstiréttur staðfesti í dag gæsluvarðhaldsúrskurð yfir manninum sem grunaður er um að hafa orðið Birnu Brjánsdóttur að bana. 7. febrúar 2017 13:12 „Við teljum okkur vera búin að yfirheyra hann nokkuð stíft“ Maðurinn var síðast yfirheyrður á fimmtudag en sama dag var hann úrskurðaður í áframhaldandi tveggja vikna gæsluvarðhald og einangrun. 7. febrúar 2017 11:09 Telja dánarorsök Birnu vera drukknun Lögreglan telur að dánarorsök Birnu Brjánsdóttur, sem fannst látin við Selvogsvita þann 22. janúar síðastliðinn, hafi verið drukknun. 6. febrúar 2017 19:06 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Ekki liggur fyrir játning í manndrápsmálinu í Hafnarfirði en sönnunargögn í því hrannast upp. Hæstiréttur staðfesti í dag framlengt gæsluvarðhald í tvær vikur yfir manninum sem talinn er bera ábyrgð á dauða Birnu Brjánsdóttur. Samkvæmt upplýsingum fréttastofunnar sést maðurinn, sem nú situr í gæsluvarðhaldi, þrífa rauða Kia Rio-bílinn að innan og utan á bryggjunni við Polar Nanoq. Þetta mun sjást á upptökum úr eftirlitsmyndavélum sem eru á meðal gagna málsins. Þá sést maðurinn einnig á upptökum í eftirlitsmyndavélum í verslun Krónunnar við Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði á laugardagsmorgninum örlagaríka þar sem hann er að kaupa hreinsiefni og annan búnað til þrifa. Ekki liggur fyrir játning í málinu en sönnunargögn í því hrannast upp. Meðal gagna málsins eru blóðsýni úr bílnum sem staðfest er að eru úr Birnu. Þá hefur lögreglan kortlagt ferðir bílsins og hefur niðurstöður úr krufningu. Ekki er heimilt að úrskurða sakborning til að sæta gæsluvarðhaldi lengur en í tólf vikur nema mál hafi verið höfðað gegn honum með útgáfu ákæru eða brýnir rannsóknarhagsmunir krefjist þess samkvæmt lögum um meðferð sakamála. Þetta er þessi hámarkstímarammi sem að lögreglan vinnur eftir. Hæstiréttur staðfesti í dag framlengt gæsluvarðhald í málinu í tvær vikur frá 2. febrúar eða til 16. febrúar næstkomandi. Að sögn Gríms Grímssonar leggur lögreglan höfuðáherslu á að hraða rannsókn málsins þannig að héraðssóknari hafi tíma til að fara yfir gögn þess og taka afstöðu til ákæru í málinu.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Hæstiréttur staðfestir áframhaldandi gæsluvarðhald Hæstiréttur staðfesti í dag gæsluvarðhaldsúrskurð yfir manninum sem grunaður er um að hafa orðið Birnu Brjánsdóttur að bana. 7. febrúar 2017 13:12 „Við teljum okkur vera búin að yfirheyra hann nokkuð stíft“ Maðurinn var síðast yfirheyrður á fimmtudag en sama dag var hann úrskurðaður í áframhaldandi tveggja vikna gæsluvarðhald og einangrun. 7. febrúar 2017 11:09 Telja dánarorsök Birnu vera drukknun Lögreglan telur að dánarorsök Birnu Brjánsdóttur, sem fannst látin við Selvogsvita þann 22. janúar síðastliðinn, hafi verið drukknun. 6. febrúar 2017 19:06 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Hæstiréttur staðfestir áframhaldandi gæsluvarðhald Hæstiréttur staðfesti í dag gæsluvarðhaldsúrskurð yfir manninum sem grunaður er um að hafa orðið Birnu Brjánsdóttur að bana. 7. febrúar 2017 13:12
„Við teljum okkur vera búin að yfirheyra hann nokkuð stíft“ Maðurinn var síðast yfirheyrður á fimmtudag en sama dag var hann úrskurðaður í áframhaldandi tveggja vikna gæsluvarðhald og einangrun. 7. febrúar 2017 11:09
Telja dánarorsök Birnu vera drukknun Lögreglan telur að dánarorsök Birnu Brjánsdóttur, sem fannst látin við Selvogsvita þann 22. janúar síðastliðinn, hafi verið drukknun. 6. febrúar 2017 19:06