Þrír flokkar á Alþingi fordæma aðgerðir Trump Heimir Már Pétursson skrifar 8. febrúar 2017 12:56 Þingmenn þriggja flokka á Alþingi vilja að þingið fordæmi harðlega tilskipun Bandaríkjaforseta sem beinist gegn múslimum. Fyrsti flutningsmaður tillögunnar segir brýnt að íslenska þjóðþingið láti strax í sér heyra vegna tilraunar forsetans til að banna þegnum sjö ríkja að koma til Bandaríkjanna. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar er fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögunnar sem lögð var fram á Alþingi seinnipartinn í gær. Meðflutningsmenn eru hinir tveir þingmenn flokksins ásamt tveimur þingmönnum Vinstri grænna og þremur þingmönnum Pírata. Ályktunin sjálf er stuttorð en þar segir: Alþingi fordæmir harðlega tilskipun forseta Bandaríkjanna sem beinist gegn múslimum, með því að neita ríkisborgurum sjö ríkja og fólki með uppruna í þeim ríkjum að ferðast til Bandaríkjanna. „Við teljum brýnt að við látum strax koma fram yfirlýsingu frá íslenska þjóðþinginu um að við gefum engan afslátt af þeim vestrænu siðferðisgildum og mannréttindasjónarmiðum sem siðuð samfélög eiga að byggja á,“ segir Logi. Í greinargerð með ályktuninni er rifjað upp að hinn 27. janúar sl. hafi Donald Trump forseti Bandaríkjanna gefið út tilskipun þess efnis að fólki frá Sýrlandi, Írak, Íran, Jemen, Líbýu, Sómalíu og Súdan, væri óheimilt að koma til Bandaríkjanna. Mætti þá einu gilda hvort um væri að ræða flóttamenn, einstaklinga með tilskyldar vegabréfsáritanir eða handhafa græna kortsins. Tilskipunin sé fordæmalaus og lýsi mannfyrirlitningu, byggi á fordómum og grafi undan mannréttindum og þeim lýðræðislegu gildum sem almennt séu viðurkennd í vestrænum lýðræðisríkjum. Flutningsmenn telja ákvörðun forsetans fremur fallna til að kynda undir ófriði en tryggja öryggi. Logi segir að sér þætti skrýtið ef þessi ályktun nyti ekki almenns stuðnings á Alþingi. Segjum að Alþingi samþykki þetta heldur þú þá að þetta hafi einhver áhrif á Donald Trump og ríkisstjórn hans? „Auðvitað ekki ef það kemur ályktun frá þessu eina litla þjóðþingi. Þá gerir það það klárlega ekki. En ég held að miðað við hvernig hann byrjar í forsetaembætti sé mjög brýnt að sem flestir, sem flest lönd, og gefi það mjög sterkt til kynna að svona eigi ekki að líðast,“ segir Logi Einarsson. Donald Trump Flóttamenn Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta Sjá meira
Þingmenn þriggja flokka á Alþingi vilja að þingið fordæmi harðlega tilskipun Bandaríkjaforseta sem beinist gegn múslimum. Fyrsti flutningsmaður tillögunnar segir brýnt að íslenska þjóðþingið láti strax í sér heyra vegna tilraunar forsetans til að banna þegnum sjö ríkja að koma til Bandaríkjanna. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar er fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögunnar sem lögð var fram á Alþingi seinnipartinn í gær. Meðflutningsmenn eru hinir tveir þingmenn flokksins ásamt tveimur þingmönnum Vinstri grænna og þremur þingmönnum Pírata. Ályktunin sjálf er stuttorð en þar segir: Alþingi fordæmir harðlega tilskipun forseta Bandaríkjanna sem beinist gegn múslimum, með því að neita ríkisborgurum sjö ríkja og fólki með uppruna í þeim ríkjum að ferðast til Bandaríkjanna. „Við teljum brýnt að við látum strax koma fram yfirlýsingu frá íslenska þjóðþinginu um að við gefum engan afslátt af þeim vestrænu siðferðisgildum og mannréttindasjónarmiðum sem siðuð samfélög eiga að byggja á,“ segir Logi. Í greinargerð með ályktuninni er rifjað upp að hinn 27. janúar sl. hafi Donald Trump forseti Bandaríkjanna gefið út tilskipun þess efnis að fólki frá Sýrlandi, Írak, Íran, Jemen, Líbýu, Sómalíu og Súdan, væri óheimilt að koma til Bandaríkjanna. Mætti þá einu gilda hvort um væri að ræða flóttamenn, einstaklinga með tilskyldar vegabréfsáritanir eða handhafa græna kortsins. Tilskipunin sé fordæmalaus og lýsi mannfyrirlitningu, byggi á fordómum og grafi undan mannréttindum og þeim lýðræðislegu gildum sem almennt séu viðurkennd í vestrænum lýðræðisríkjum. Flutningsmenn telja ákvörðun forsetans fremur fallna til að kynda undir ófriði en tryggja öryggi. Logi segir að sér þætti skrýtið ef þessi ályktun nyti ekki almenns stuðnings á Alþingi. Segjum að Alþingi samþykki þetta heldur þú þá að þetta hafi einhver áhrif á Donald Trump og ríkisstjórn hans? „Auðvitað ekki ef það kemur ályktun frá þessu eina litla þjóðþingi. Þá gerir það það klárlega ekki. En ég held að miðað við hvernig hann byrjar í forsetaembætti sé mjög brýnt að sem flestir, sem flest lönd, og gefi það mjög sterkt til kynna að svona eigi ekki að líðast,“ segir Logi Einarsson.
Donald Trump Flóttamenn Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta Sjá meira