Eldingaveðrið heldur eitthvað áfram sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 8. febrúar 2017 18:11 Hér má sjá eldingu yfir Vestmannaeyjum í hádeginu í dag. Vísir/Ólafur Jóhannesson Þrumur og eldingar hafa verið á suðurströnd landsins og víðar í dag en búist er við að eldingaveðrið muni ganga niður þegar líða tekur á kvöldið. Síðasta elding var á Reykjanesi klukkan hálf sex í kvöld, að sögn Óla Þórs Árnasonar, veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands. „Þetta eldingaveður er eiginlega bara bundið við þennan bakka sem er að fara yfir okkur núna. Það var elding í Keflavík um hálf sex leitið og við gætum fengið einhverjar fleiri, en svo er þetta líklega bara búið. Þessi bakki er núna að sigla yfir Reykjanesið,“ segir Óli Þór. Veðrið hefur leikið Eyjamenn grátt því rafmagnslaust varð á sjötta tímanum í dag eftir að eldingu laust niður í loftlínu á Suðurlandi, en unnið er að viðgerð. „Stormurinn er núna að mestu leyti bundinn við norðaustur- og austurland. Það sigldi smá úrkoma yfir höfuðborgarsvæðið, en fór hratt yfir og kemur ekkert meira við sögu eftir það. Síðan dregur jafnt og þétt úr vindi í nótt og það verður rólegheita veður í fyrramálið og megnið af morgundeginum en það verður áfram frekar hvasst fyrir austan og mikil rigning á suðausturlandi og sunnanverðum Austfjörðum,“ segir Óli Þór.Færð á vegum Á vef Vegagerðarinnar segir að reiknað sé með mjög hvössum vindi af suðaustri vestantil á Norðurlandi fram undir kvöld, einkum frá Hrútafirði og norður í Skagafjörð. Reikna megi með veðurhæð 23-30 metrum á sekúndu og að hviður verði allt að 40-50 metrar á sekúndu, meðal annars í Fljótum og á Siglufjarðarvegi. Vegir eru að mestu auðir á Suður- og Vesturlandi en krapi er á Bröttubrekku. Á Vestfjörðum er hálka á Steingrímsfjarðarheiði en hálkublettir á Þröskuldum, Kleifaheiði og Hálfdáni, og einnig á köflum á Ströndum. Á Norðurlandi eru hálkublettir á fáeinum útvegum og á Mývatnsöræfum. Flughált er á Dettifossvegi. það er mjög hvasst í kringum Blönduós og á Vatnsskarði. Það er hálka á Möðrudalsöræfum og krapi á Fjarðarheiði og Öxi og víða nokkuð hvasst. Greiðfært er með suðausturströndinni.Veðurhorfur á landinu Minnkandi suðaustanátt og rigning með köflum, en suðaustan 18-25 A-til og lægir þar í kvöld. Talsverð eða jafnvel mikil rigning SA-lands, rigning með köflum um landið V-vert, en úrkomulítið fyrir norðan. Hiti 4 til 10 stig. Lægir talsvert V-til í nótt, sunnan 3-10 og skúrir eða él þar á morgun og hiti 0 til 5 stig, en 15-23 og rigning eystra.Á föstudag: Suðlæg átt, 8-13 m/s og slydda eða rigning A-til, en léttir til undir kvöld. Hægari framan af degi, og skýjað með köflum V-til, en rigning eða slydda undir kvöld. Hiti kringum frostmark, en frostlaust við ströndina.Á laugardag: Vaxandi suðvestlæg átt með hlýnandi veðri. Rigning, einkum V-til, en þurrt og bjart fyrir austan. Veður Tengdar fréttir Húsnæði rýmt vegna krana og ferðamenn börðust við vindinn Fjöldi útkalla vegna óveðurs. 8. febrúar 2017 12:28 Sérstaklega varað við aðstæðum á Reykjanesbraut Vegagerðin biður ökumenn á Reykjanesbraut að fara varlega en búist er við öflugum vindhviðum á veginum milli klukkan níu og tíu. 8. febrúar 2017 07:16 Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Hreindýr í sjónum við Djúpavog Innlent Fleiri fréttir Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Sjá meira
Þrumur og eldingar hafa verið á suðurströnd landsins og víðar í dag en búist er við að eldingaveðrið muni ganga niður þegar líða tekur á kvöldið. Síðasta elding var á Reykjanesi klukkan hálf sex í kvöld, að sögn Óla Þórs Árnasonar, veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands. „Þetta eldingaveður er eiginlega bara bundið við þennan bakka sem er að fara yfir okkur núna. Það var elding í Keflavík um hálf sex leitið og við gætum fengið einhverjar fleiri, en svo er þetta líklega bara búið. Þessi bakki er núna að sigla yfir Reykjanesið,“ segir Óli Þór. Veðrið hefur leikið Eyjamenn grátt því rafmagnslaust varð á sjötta tímanum í dag eftir að eldingu laust niður í loftlínu á Suðurlandi, en unnið er að viðgerð. „Stormurinn er núna að mestu leyti bundinn við norðaustur- og austurland. Það sigldi smá úrkoma yfir höfuðborgarsvæðið, en fór hratt yfir og kemur ekkert meira við sögu eftir það. Síðan dregur jafnt og þétt úr vindi í nótt og það verður rólegheita veður í fyrramálið og megnið af morgundeginum en það verður áfram frekar hvasst fyrir austan og mikil rigning á suðausturlandi og sunnanverðum Austfjörðum,“ segir Óli Þór.Færð á vegum Á vef Vegagerðarinnar segir að reiknað sé með mjög hvössum vindi af suðaustri vestantil á Norðurlandi fram undir kvöld, einkum frá Hrútafirði og norður í Skagafjörð. Reikna megi með veðurhæð 23-30 metrum á sekúndu og að hviður verði allt að 40-50 metrar á sekúndu, meðal annars í Fljótum og á Siglufjarðarvegi. Vegir eru að mestu auðir á Suður- og Vesturlandi en krapi er á Bröttubrekku. Á Vestfjörðum er hálka á Steingrímsfjarðarheiði en hálkublettir á Þröskuldum, Kleifaheiði og Hálfdáni, og einnig á köflum á Ströndum. Á Norðurlandi eru hálkublettir á fáeinum útvegum og á Mývatnsöræfum. Flughált er á Dettifossvegi. það er mjög hvasst í kringum Blönduós og á Vatnsskarði. Það er hálka á Möðrudalsöræfum og krapi á Fjarðarheiði og Öxi og víða nokkuð hvasst. Greiðfært er með suðausturströndinni.Veðurhorfur á landinu Minnkandi suðaustanátt og rigning með köflum, en suðaustan 18-25 A-til og lægir þar í kvöld. Talsverð eða jafnvel mikil rigning SA-lands, rigning með köflum um landið V-vert, en úrkomulítið fyrir norðan. Hiti 4 til 10 stig. Lægir talsvert V-til í nótt, sunnan 3-10 og skúrir eða él þar á morgun og hiti 0 til 5 stig, en 15-23 og rigning eystra.Á föstudag: Suðlæg átt, 8-13 m/s og slydda eða rigning A-til, en léttir til undir kvöld. Hægari framan af degi, og skýjað með köflum V-til, en rigning eða slydda undir kvöld. Hiti kringum frostmark, en frostlaust við ströndina.Á laugardag: Vaxandi suðvestlæg átt með hlýnandi veðri. Rigning, einkum V-til, en þurrt og bjart fyrir austan.
Veður Tengdar fréttir Húsnæði rýmt vegna krana og ferðamenn börðust við vindinn Fjöldi útkalla vegna óveðurs. 8. febrúar 2017 12:28 Sérstaklega varað við aðstæðum á Reykjanesbraut Vegagerðin biður ökumenn á Reykjanesbraut að fara varlega en búist er við öflugum vindhviðum á veginum milli klukkan níu og tíu. 8. febrúar 2017 07:16 Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Hreindýr í sjónum við Djúpavog Innlent Fleiri fréttir Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Sjá meira
Húsnæði rýmt vegna krana og ferðamenn börðust við vindinn Fjöldi útkalla vegna óveðurs. 8. febrúar 2017 12:28
Sérstaklega varað við aðstæðum á Reykjanesbraut Vegagerðin biður ökumenn á Reykjanesbraut að fara varlega en búist er við öflugum vindhviðum á veginum milli klukkan níu og tíu. 8. febrúar 2017 07:16