Sverrir Þór: Alveg sama þótt Williams skoraði Ingvi Þór Sæmundsson í Laugardalshöll skrifar 8. febrúar 2017 19:16 Sverrir Þór gefur skipanir á hliðarlínunni. vísir/vilhelm Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur, var að vonum sáttur með að vera kominn með sitt lið í úrslitaleik Maltbikarsins eftir sigur á Haukum. „Við áttum fullt af góðum köflum sem við náðum ekki að fylgja eftir. Við hleyptum þeim alltaf aftur inn í leikinn. Þær börðust vel. Það tók langan tíma að komast á sporið,“ sagði Sverrir en Keflavík byrjaði leikinn ekki nógu vel. „Við byrjuðum þetta illa og það var hálfgerður sofandaháttur í liðinu. Á meðan voru Haukarnir grimmari í alla bolta. En svo komu stelpur sterkar inn af bekknum og náðu að vekja hinar.“ Níu leikmenn Keflavíkur skoruðu í leiknum á meðan Nashika Williams skoraði rúman helming stiga Hauka. Sverrir hafði litlar áhyggjur þótt Williams skoraði hverja körfuna á fætur annarri. „Ég var ekkert að hafa áhyggjur af því að hún gerði þetta alltaf sjálf. Ég vildi ekki leggja sérstaka áherslu á að stoppa hana. Hún mátti alveg skora á meðan við stoppuðum hinar. Þetta hefði orðið erfiðara ef við hefðum hleypt hinum inn í leikinn,“ sagði Sverrir. Keflavík vann frákastabaráttuna með 15 eftir að hafa skíttapað henni í deildarleik liðanna á dögunum. „Það skipti máli. Öll barátta skiptir máli. Hún var ekki til staðar í 1. leikhluta en lagaðist eftir því sem leið á,“ sagði Sverrir sem ætlar að njóta þess að horfa á seinni undanúrslitaleikinn þar sem Snæfell og Skallagrímur eigast við. „Mér er alveg sama hvort liðið við fáum. Þau eru ólík. Ég ætla bara að horfa afslappaður á körfuboltaleik og njóta þess að við séum komin í úrslit. Seint í kvöld hefst svo undirbúningurinn hjá okkur þjálfurunum fyrir laugardaginn,“ sagði Sverrir að lokum. Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Keflavík - Haukar 82-67 | Keflavík seig fram úr undir lokin Keflavík er komið í úrslit Maltbikars kvenna í körfubolta eftir sigur á Haukum, 82-67, í fyrri undanúrslitaleiknum. 8. febrúar 2017 19:30 Mest lesið Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Fótbolti Fleiri fréttir Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Sjá meira
Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur, var að vonum sáttur með að vera kominn með sitt lið í úrslitaleik Maltbikarsins eftir sigur á Haukum. „Við áttum fullt af góðum köflum sem við náðum ekki að fylgja eftir. Við hleyptum þeim alltaf aftur inn í leikinn. Þær börðust vel. Það tók langan tíma að komast á sporið,“ sagði Sverrir en Keflavík byrjaði leikinn ekki nógu vel. „Við byrjuðum þetta illa og það var hálfgerður sofandaháttur í liðinu. Á meðan voru Haukarnir grimmari í alla bolta. En svo komu stelpur sterkar inn af bekknum og náðu að vekja hinar.“ Níu leikmenn Keflavíkur skoruðu í leiknum á meðan Nashika Williams skoraði rúman helming stiga Hauka. Sverrir hafði litlar áhyggjur þótt Williams skoraði hverja körfuna á fætur annarri. „Ég var ekkert að hafa áhyggjur af því að hún gerði þetta alltaf sjálf. Ég vildi ekki leggja sérstaka áherslu á að stoppa hana. Hún mátti alveg skora á meðan við stoppuðum hinar. Þetta hefði orðið erfiðara ef við hefðum hleypt hinum inn í leikinn,“ sagði Sverrir. Keflavík vann frákastabaráttuna með 15 eftir að hafa skíttapað henni í deildarleik liðanna á dögunum. „Það skipti máli. Öll barátta skiptir máli. Hún var ekki til staðar í 1. leikhluta en lagaðist eftir því sem leið á,“ sagði Sverrir sem ætlar að njóta þess að horfa á seinni undanúrslitaleikinn þar sem Snæfell og Skallagrímur eigast við. „Mér er alveg sama hvort liðið við fáum. Þau eru ólík. Ég ætla bara að horfa afslappaður á körfuboltaleik og njóta þess að við séum komin í úrslit. Seint í kvöld hefst svo undirbúningurinn hjá okkur þjálfurunum fyrir laugardaginn,“ sagði Sverrir að lokum.
Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Keflavík - Haukar 82-67 | Keflavík seig fram úr undir lokin Keflavík er komið í úrslit Maltbikars kvenna í körfubolta eftir sigur á Haukum, 82-67, í fyrri undanúrslitaleiknum. 8. febrúar 2017 19:30 Mest lesið Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Fótbolti Fleiri fréttir Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Keflavík - Haukar 82-67 | Keflavík seig fram úr undir lokin Keflavík er komið í úrslit Maltbikars kvenna í körfubolta eftir sigur á Haukum, 82-67, í fyrri undanúrslitaleiknum. 8. febrúar 2017 19:30