Tesla hefur framleiðslu á Model 3 þann 20. febrúar Finnur Thorlacius skrifar 9. febrúar 2017 10:45 Tesla Model 3 bíll fyrir utan risarafhlöðuverksmiðju Tesla í Nevada. Góðar fréttir fyrir þá 400.000 einstaklinga sem fyrirfram hafa pantað sér ódýrasta bíl Tesla frá upphafi bárust úr herbúðum Tesla því stutt er í framleiðslu fyrstu bílanna. Þar á bæ er stefnt að því að hefja framleiðsluna eftir um 40 daga, eða þann 20. febrúar. Allra fyrstu bílarnir sem framleiddir verða verða notaðir til að prófa framleiðslulínuna og þessir fyrstu bílar notaðir til prófana. Þar sem saga Tesla er stráð framleiðsluseinkunum skal taka örlítinn fyrirvara á þessum heimildum frá Tesla. Framleiðsla á rafhlöðum þeim sem notaðar verða í Tesla Model 3 bílinn er hafin í risarafhlöðuverksmiðju Tesla í Nevada og því ætti fátt að vera því til fyrirstöðu að framleiðsla verði hafin á bílnum á þessari tilteknu dagsetningu. Lokahönnun bílsins á að vera yfirstaðin fyrir nokkrum mánuðum síðan og það væri ekki nema fyrir þær sakir að Tesla geri einhverjar lokabreytingar á bílnum sem þessi dagsetning ætti ekki að standast. Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent
Góðar fréttir fyrir þá 400.000 einstaklinga sem fyrirfram hafa pantað sér ódýrasta bíl Tesla frá upphafi bárust úr herbúðum Tesla því stutt er í framleiðslu fyrstu bílanna. Þar á bæ er stefnt að því að hefja framleiðsluna eftir um 40 daga, eða þann 20. febrúar. Allra fyrstu bílarnir sem framleiddir verða verða notaðir til að prófa framleiðslulínuna og þessir fyrstu bílar notaðir til prófana. Þar sem saga Tesla er stráð framleiðsluseinkunum skal taka örlítinn fyrirvara á þessum heimildum frá Tesla. Framleiðsla á rafhlöðum þeim sem notaðar verða í Tesla Model 3 bílinn er hafin í risarafhlöðuverksmiðju Tesla í Nevada og því ætti fátt að vera því til fyrirstöðu að framleiðsla verði hafin á bílnum á þessari tilteknu dagsetningu. Lokahönnun bílsins á að vera yfirstaðin fyrir nokkrum mánuðum síðan og það væri ekki nema fyrir þær sakir að Tesla geri einhverjar lokabreytingar á bílnum sem þessi dagsetning ætti ekki að standast.
Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent