Faðir Birnu: Ég fordæmi þá hegðun að dæma heila þjóð vegna gjörða eins manns Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. febrúar 2017 10:16 Nuuk á Grænlandi þangað sem konan var að fljúga á mánudaginn. vísir/Kristján már Grænlensk kona segist hafa lent í því að kallað var eftir henni á göngum Kringlunnar og Smáralindar á dögunum. Frá þessu segir Akureyringurinn Ragnhildur Stefánsdóttir sem hitti konuna, dapra og ráðvillta, á Reykjavíkurflugvelli á mánudag. Ragnhildur var að bíða eftir flugi til Akureyrar þegar öllu flugi norður var aflýst. Mjög fáir voru á flugvellinum að hennar sögn en þar var grænlensk kona sem virkaði ráðvillt. Ragnhildur gaf sig á tal við hana en sú grænlenska spurði hvort einhverjar upplýsingar væru um flugið til Nuuk. Það reyndist á áætlun.Vil ekki vera hér lengur Ragnhildur benti henni á hve heppin hún væri að komast heim til sín ólíkt Ragnhildi og vinkonum sem yrðu veðurtepptar í Reykjavík. „Já, ég vona að ég komist heim. Ég vil ekki vera hérna lengur, þetta var ekki mér að kenna.“ Átti hún þá við mál Birnu Brjánsdóttur en landi hennar er sakaður um manndráp. Upplýsti konan Ragnhildi um að hún hefði meðal annars orðið fyrir aðkasti í Kringlunni og Smáralind þar sem kallað hafi verið á eftir henni. „Vegna verknaðar stráks sem ég þekki ekki einu sinni,“ hefur Ragnhildur eftir þeirri grænlensku. Óhætt er að segja að Ragnhildur sé hneyksluð á þessum löndum sínum og lýsir þeim sem smáborgurum. „Ég er miður mín eftir að hafa hitt þessa konu, skil fullkomlega reiði fólks gagnvart gerandanum en við skulum ekki fordæma heila þjóð.“Grænlendingar eru vinir okkar Undir þetta tekur faðir Birnu, Brjánn Guðjónsson, sem deilir FB-færslu Ragnhildar sem Nútíminn birti í pistlaformi á vef sínum. „Ég fordæmi þá hegðun að dæma heila þjóð vegna gjörða eins manns,“ segir Brjánn. „Grænlendingar eru vinir okkar og við eigum að efla þann vinskap heldur en hitt.“ Fleiri dæmi eru um að Grænlendingar hafi orðið fyrir aðkasti hér á landi. Skipverji á grænlenska togaranum Reginu C fékk að heyra það í söluturni í Hafnarfirði þar sem tvær konur sögðu honum að vera úti. Grænlenska ríkisútvarpið flutti dramatíska frétt af málinu en skipstjórinn á Reginu C sagði úlfalda hafa verið gerðan úr mýflugu. Birna Brjánsdóttir Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Grænlensk kona segist hafa lent í því að kallað var eftir henni á göngum Kringlunnar og Smáralindar á dögunum. Frá þessu segir Akureyringurinn Ragnhildur Stefánsdóttir sem hitti konuna, dapra og ráðvillta, á Reykjavíkurflugvelli á mánudag. Ragnhildur var að bíða eftir flugi til Akureyrar þegar öllu flugi norður var aflýst. Mjög fáir voru á flugvellinum að hennar sögn en þar var grænlensk kona sem virkaði ráðvillt. Ragnhildur gaf sig á tal við hana en sú grænlenska spurði hvort einhverjar upplýsingar væru um flugið til Nuuk. Það reyndist á áætlun.Vil ekki vera hér lengur Ragnhildur benti henni á hve heppin hún væri að komast heim til sín ólíkt Ragnhildi og vinkonum sem yrðu veðurtepptar í Reykjavík. „Já, ég vona að ég komist heim. Ég vil ekki vera hérna lengur, þetta var ekki mér að kenna.“ Átti hún þá við mál Birnu Brjánsdóttur en landi hennar er sakaður um manndráp. Upplýsti konan Ragnhildi um að hún hefði meðal annars orðið fyrir aðkasti í Kringlunni og Smáralind þar sem kallað hafi verið á eftir henni. „Vegna verknaðar stráks sem ég þekki ekki einu sinni,“ hefur Ragnhildur eftir þeirri grænlensku. Óhætt er að segja að Ragnhildur sé hneyksluð á þessum löndum sínum og lýsir þeim sem smáborgurum. „Ég er miður mín eftir að hafa hitt þessa konu, skil fullkomlega reiði fólks gagnvart gerandanum en við skulum ekki fordæma heila þjóð.“Grænlendingar eru vinir okkar Undir þetta tekur faðir Birnu, Brjánn Guðjónsson, sem deilir FB-færslu Ragnhildar sem Nútíminn birti í pistlaformi á vef sínum. „Ég fordæmi þá hegðun að dæma heila þjóð vegna gjörða eins manns,“ segir Brjánn. „Grænlendingar eru vinir okkar og við eigum að efla þann vinskap heldur en hitt.“ Fleiri dæmi eru um að Grænlendingar hafi orðið fyrir aðkasti hér á landi. Skipverji á grænlenska togaranum Reginu C fékk að heyra það í söluturni í Hafnarfirði þar sem tvær konur sögðu honum að vera úti. Grænlenska ríkisútvarpið flutti dramatíska frétt af málinu en skipstjórinn á Reginu C sagði úlfalda hafa verið gerðan úr mýflugu.
Birna Brjánsdóttir Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira