Erfið staða á leigumarkaði: Ráðlagt að fara á gistiheimili með börnin Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 9. febrúar 2017 19:30 Sjaldan eða aldrei hefur verið jafn erfitt að verða sér úti um leiguíbúð á höfuðborgarsvæðinu og nú. Einstæðri móður á leigumarkaði var ráðlagt af starfsfólki Félagsbústaða að fara með börn sín, tveggja og fjögurra ára, á gistiheimili þegar hún missir húsnæði sitt um mánaðarmótin. Fasteignaverð á landinu hefur hækkað umtalsvert á undanförnum árum og nýlega kom fram að byggja þarf að lágmarki 8 þúsund íbúðir á næstu þremur árum til að halda í við fólksfjölgun. Þessi húsnæðisskortur kemur einna verst niður á fólki á leigumarkaði. Leiguverð hefur hækkað mikið og framboðið er lítið.Fimm svör við hundrað póstum „Mér fannst þetta erfitt fyrir ári síðan, en þetta er miklu verra núna. Planið var að íbúðin sem ég er í núna yrði í langtímaleigu en svo fékk ég að vita í lok desember að hún yrði sett á sölu. Tveimur vikum síðar var hún seld og verður afhent núna um mánaðarmótin,“ segir Þórhildur Löve. Hún á tvö börn, tveggja og fjögurra ára. Þrátt fyrir að geta borgað tvö hundruð þúsund krónur á mánuði í leigu, og vera með tryggingu upp á hálfa milljón, gengur ekkert að finna íbúð. „Ég held ég hafi fengið undir fimm svörum við kannski hundrað póstum. Þá eru svörin að íbúðin sé leigð. Þeir sem ég hef farið að skoða hjá segja mér að þeir fái hundrað til tvö hundruð pósta við auglýsingunni. Þeir hafa ekki við því að svara, þeir hafa ekki einu sinni við því að lesa þetta allt saman. Þetta er bara orðið bilun,“segir Þórhildur.Ráðlagt að fara á gistiheimili Fjölskyldan er á biðlista eftir húsnæði hjá Félagsbústöðum en þrátt fyrir það gæti hún þurft að bíða eftir félagslegri íbúð í marga mánuði, jafnvel ár. „Svarið sem ég fékk um daginn var að ég þyrfti bara að fara á gistiheimili. Á ég að fara á gistiheimili með tveggja og fjögurra ára gömul börn? Hver ætlar að borga geymslu fyrir búslóðina og gistiheimilið?,“ segir hún. Leitar að húsnæði í fæðingarorlofi Eydís Björk Ólafsdóttir er í svipaðri stöðu. Hún er einstæð með tvö börn en missir húsnæði sitt, sem hún leigir með tveimur öðrum, í vor. Hún er líka með tryggingu upp á nokkur hundruð þúsund og mánaðarlega greiðslugetu upp á 200 þúsund. „Ég er búin að vera að leita, hafa augun opin, skoða og auglýsa og það er bara ekkert. Ég finn bara ekki neitt og ég þarf að vera komin út hérna eftir tvo til þrjá mánuði,“ segir Eydís.Erfitt að rífa börnin úr skóla „Ég er með dóttur mína hér í skóla, og ég vil síður taka hana úr honum því henni líður vel þar. Svo er ég með sjö mánaða dreng og ég get ekki sótt um leikskóla því ég veit ekki hvar ég enda.“ Hún segir ástandið valda sér miklum kvíða. „Ég er mjög stressuð og ég veit ekki alveg hvað ég á að gera. Það fyrsta sem ég geri þegar ég vakna á morgnanna er að fara og skoða hvort það séu komnar einhverjar nýjar auglýsingar, en svo fær maður engin svör þegar maður finnur eitthvað. Bara að íbúðin sé farin.“ Húsnæðismál Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Sjaldan eða aldrei hefur verið jafn erfitt að verða sér úti um leiguíbúð á höfuðborgarsvæðinu og nú. Einstæðri móður á leigumarkaði var ráðlagt af starfsfólki Félagsbústaða að fara með börn sín, tveggja og fjögurra ára, á gistiheimili þegar hún missir húsnæði sitt um mánaðarmótin. Fasteignaverð á landinu hefur hækkað umtalsvert á undanförnum árum og nýlega kom fram að byggja þarf að lágmarki 8 þúsund íbúðir á næstu þremur árum til að halda í við fólksfjölgun. Þessi húsnæðisskortur kemur einna verst niður á fólki á leigumarkaði. Leiguverð hefur hækkað mikið og framboðið er lítið.Fimm svör við hundrað póstum „Mér fannst þetta erfitt fyrir ári síðan, en þetta er miklu verra núna. Planið var að íbúðin sem ég er í núna yrði í langtímaleigu en svo fékk ég að vita í lok desember að hún yrði sett á sölu. Tveimur vikum síðar var hún seld og verður afhent núna um mánaðarmótin,“ segir Þórhildur Löve. Hún á tvö börn, tveggja og fjögurra ára. Þrátt fyrir að geta borgað tvö hundruð þúsund krónur á mánuði í leigu, og vera með tryggingu upp á hálfa milljón, gengur ekkert að finna íbúð. „Ég held ég hafi fengið undir fimm svörum við kannski hundrað póstum. Þá eru svörin að íbúðin sé leigð. Þeir sem ég hef farið að skoða hjá segja mér að þeir fái hundrað til tvö hundruð pósta við auglýsingunni. Þeir hafa ekki við því að svara, þeir hafa ekki einu sinni við því að lesa þetta allt saman. Þetta er bara orðið bilun,“segir Þórhildur.Ráðlagt að fara á gistiheimili Fjölskyldan er á biðlista eftir húsnæði hjá Félagsbústöðum en þrátt fyrir það gæti hún þurft að bíða eftir félagslegri íbúð í marga mánuði, jafnvel ár. „Svarið sem ég fékk um daginn var að ég þyrfti bara að fara á gistiheimili. Á ég að fara á gistiheimili með tveggja og fjögurra ára gömul börn? Hver ætlar að borga geymslu fyrir búslóðina og gistiheimilið?,“ segir hún. Leitar að húsnæði í fæðingarorlofi Eydís Björk Ólafsdóttir er í svipaðri stöðu. Hún er einstæð með tvö börn en missir húsnæði sitt, sem hún leigir með tveimur öðrum, í vor. Hún er líka með tryggingu upp á nokkur hundruð þúsund og mánaðarlega greiðslugetu upp á 200 þúsund. „Ég er búin að vera að leita, hafa augun opin, skoða og auglýsa og það er bara ekkert. Ég finn bara ekki neitt og ég þarf að vera komin út hérna eftir tvo til þrjá mánuði,“ segir Eydís.Erfitt að rífa börnin úr skóla „Ég er með dóttur mína hér í skóla, og ég vil síður taka hana úr honum því henni líður vel þar. Svo er ég með sjö mánaða dreng og ég get ekki sótt um leikskóla því ég veit ekki hvar ég enda.“ Hún segir ástandið valda sér miklum kvíða. „Ég er mjög stressuð og ég veit ekki alveg hvað ég á að gera. Það fyrsta sem ég geri þegar ég vakna á morgnanna er að fara og skoða hvort það séu komnar einhverjar nýjar auglýsingar, en svo fær maður engin svör þegar maður finnur eitthvað. Bara að íbúðin sé farin.“
Húsnæðismál Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira