Lögreglan telur sig vita hvernig Birnu var ráðinn bani Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. janúar 2017 10:20 Frá blaðamannafundi lögreglunnar þegar tilkynnt var um að lík Birnu hefði fundist. Grímur Grímsson fer fyrir rannsókn málsins. Vísir/Anton Brink Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókn lögreglu í máli Birnu Brjánsdóttur, segist eiga von á því að skipverjarnir tveir af Polar Nanoq, sem sitja í gæsluvarðhaldi grunaðir um að bera ábyrgð á dauða Birnu, verði yfirheyrðir á morgun frekar en í dag. Lögreglan telur sig vita hvernig Birnu var ráðinn bani en lík hennar fannst við Selvogsvita þann 22. janúar síðastliðinn. Grímur segir fátt nýtt hafa komið fram í rannsókninni um helgina. Þannig sé lögreglan engu nær um ferðir rauða Kia Rio-bílsins á milli klukkan 7 og 11:30 laugardaginn 14. janúar en Birna hvarf þá um nóttina.Sjá einnig: Telja að bílnum hafi verið ekið allt að 150 kílómetra um morguninn Þá segir Grímur að ekki liggi fyrir hvar lík Birnu hefur verið sett í sjó. Fram kom fyrir helgi að lögreglan hafi þó ákveðnar hugmyndir um það en Grímur vill ekki tjá sig frekar um það. Lögreglan hefur ekki viljað gefa upp dánarorsök Birnu en hefur þó staðfest að réttarmeinafræðileg rannsókn hafi leitt í ljós að henni hafi verið ráðinn bani. Grímur segir að lögreglan telji sig nú vita hvernig Birnu var ráðinn bani en hann vill ekki fara nánar út í það, til að mynda hvort að vopni hafi verið beitt. Aðspurður segir hann að endanleg krufninsskýrsla liggi í fyrsta lagi fyrir í dag en það geti þó verið síðar. Þá hefur lögreglan ekki fengið niðurstöður úr rannsóknum á lífsýnum sem send voru út til rannsóknar en meðal annars var um að ræða lífsýni sem tekin voru úr Polar Nanoq. Gæsluvarðhald yfir skipverjunum tveimur rennur út á fimmtudag. Grímur segir að ekki hafi verið tekin ákvörðun um áframhaldandi gæsluvarðhald en það verði gert þegar nær dregur síðar í vikunni. Mennirnir voru úrskurðaðir í varðhald þann 19. janúar og hafa setið í einangrun síðan. Þeir neita báðir sök. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Útför Birnu fer fram á föstudaginn Útförin verður frá Hallgrímskirkju og hefst klukkan 15. 30. janúar 2017 10:03 Endurtekið hvött til að leggja aftur fram kæru á hendur skipverjanum fyrir kynferðisbrot Grænlensk kona á þrítugsaldri segir mál Birnu Brjánsdóttur hafa haft mikil áhrif á sig. 30. janúar 2017 09:30 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira
Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókn lögreglu í máli Birnu Brjánsdóttur, segist eiga von á því að skipverjarnir tveir af Polar Nanoq, sem sitja í gæsluvarðhaldi grunaðir um að bera ábyrgð á dauða Birnu, verði yfirheyrðir á morgun frekar en í dag. Lögreglan telur sig vita hvernig Birnu var ráðinn bani en lík hennar fannst við Selvogsvita þann 22. janúar síðastliðinn. Grímur segir fátt nýtt hafa komið fram í rannsókninni um helgina. Þannig sé lögreglan engu nær um ferðir rauða Kia Rio-bílsins á milli klukkan 7 og 11:30 laugardaginn 14. janúar en Birna hvarf þá um nóttina.Sjá einnig: Telja að bílnum hafi verið ekið allt að 150 kílómetra um morguninn Þá segir Grímur að ekki liggi fyrir hvar lík Birnu hefur verið sett í sjó. Fram kom fyrir helgi að lögreglan hafi þó ákveðnar hugmyndir um það en Grímur vill ekki tjá sig frekar um það. Lögreglan hefur ekki viljað gefa upp dánarorsök Birnu en hefur þó staðfest að réttarmeinafræðileg rannsókn hafi leitt í ljós að henni hafi verið ráðinn bani. Grímur segir að lögreglan telji sig nú vita hvernig Birnu var ráðinn bani en hann vill ekki fara nánar út í það, til að mynda hvort að vopni hafi verið beitt. Aðspurður segir hann að endanleg krufninsskýrsla liggi í fyrsta lagi fyrir í dag en það geti þó verið síðar. Þá hefur lögreglan ekki fengið niðurstöður úr rannsóknum á lífsýnum sem send voru út til rannsóknar en meðal annars var um að ræða lífsýni sem tekin voru úr Polar Nanoq. Gæsluvarðhald yfir skipverjunum tveimur rennur út á fimmtudag. Grímur segir að ekki hafi verið tekin ákvörðun um áframhaldandi gæsluvarðhald en það verði gert þegar nær dregur síðar í vikunni. Mennirnir voru úrskurðaðir í varðhald þann 19. janúar og hafa setið í einangrun síðan. Þeir neita báðir sök.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Útför Birnu fer fram á föstudaginn Útförin verður frá Hallgrímskirkju og hefst klukkan 15. 30. janúar 2017 10:03 Endurtekið hvött til að leggja aftur fram kæru á hendur skipverjanum fyrir kynferðisbrot Grænlensk kona á þrítugsaldri segir mál Birnu Brjánsdóttur hafa haft mikil áhrif á sig. 30. janúar 2017 09:30 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira
Útför Birnu fer fram á föstudaginn Útförin verður frá Hallgrímskirkju og hefst klukkan 15. 30. janúar 2017 10:03
Endurtekið hvött til að leggja aftur fram kæru á hendur skipverjanum fyrir kynferðisbrot Grænlensk kona á þrítugsaldri segir mál Birnu Brjánsdóttur hafa haft mikil áhrif á sig. 30. janúar 2017 09:30