Ef eitthvað er að marka álitsgjafa Vísis mun Svala Björgvinsdóttir bera sigur úr býtum í Söngvakeppni Sjónvarpsins með framlagi sínu Ég veit það/Paper. Hún gæti þó fengið harða samkeppni frá lögum á borð við Þú hefur dáleitt mig/Hypnotised, Heim til þín/Get Back Home, Bammbaramm og Nótt / Tonight. Vísir fékk nokkra Söngvakeppnis/Eurovision-sérfræðinga til að tjá skoðun sína á framlögunum í Söngvakeppni Sjónvarpsins í ár. Lögin eru tólf talsins sem voru valin af valnefnd úr rúmlega 200 lögum sem send voru inn í keppnina. Keppnin í ár fer þannig fram að haldin verða tvö undankvöld í Háskólabíói, 25. febrúar og 4. mars. Á hverju undankvöldi komast þrjú lög áfram í úrslit Söngvakeppninnar sem haldin verður í Laugardalshöll 11. mars næstkomandi. Framkvæmdastjórn Söngvakeppninnar hefur þó heimild til að senda eitt lag til viðbótar í úrslitin ef svo ber undir.Frá Söngvakeppni Sjónvarpsins í fyrra.Pressphotos.bizEngin dómnefnd á undankvöldunumSamkvæmt reglum Söngvakeppninnar kýs almenningur í forkeppninni í hreinni símakosningu meðan á beinni útsendingu stendur. Í úrslitum er einnig starfandi dómnefnd og er vægi hennar 50 prósent á móti 50 prósenta vægi símakosningar almennings. Tvö efstu lögin í samanlagðri niðurstöðu þessara tveggja skulu flutt aftur og kosið verður aftur á milli þeirra tveggja. Það lag sem fær flest atkvæði sigrar í Söngvakeppninni 2017 og verður framlag Íslendinga í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, í Kænugarði í Úkraínu 9. - 13 maí næstkomandi.„Bara tvö lög í ár sem eiga heima þarna“ Álitsgjafarnir segja margir hverjir gæði keppninnar ekki með besta móti í ár, þó inn á milli séu ágætis slagarar. „Mín skoðun er sú að það eigi einfaldlega að fækka lögunum í forkeppninni og stækka budgetið fyrir lögin sem eiga virkilega erindi í keppnina. Að mínu mati eru það bara tvö lög í ár sem eiga heima þarna,“ segir til að mynda einn álitsgjafanna. „Ekki misskilja, það eru alveg hreint ágæt sönglög þarna inn á milli. Fátt sem er fullkomlega drepleiðinlegt, nokkrar svolítið sætar melódíur. En Júróvisjónsnilld? Neeeh. Í því samhengi er þessi íslenska undankeppni ferleg eyðimörk í ár,“ segir annar og bætir við:„Tvær instant pissupásur“ „Almenn niðurstaða um íslensku lögin í ár er semsagt: Á köflum ágæt lög, en algjört slappelsi í Júróvisjónsamhenginu. Eitt stórfínt Júróvisjónlag, tvö til þrjú ágæt lög, restin svona meeeh og svo tvær instant pissupásur.“ „Rólegu lögin eru aðeins of mörg í ár og öll frekar bragðdauf, því miður. Það þarf að fækka tækifærunum fyrir ungar söngkonur að vera berfættar á sviðinu frekar en fjölga þeim. Hressu popplögin hljóma eins og eitthvað sem Zara Larsson sendi frá sér fyrir tveimur árum. Það þarf ekki endilega að vera slæmt,“ segir enn annar.Hér fyrir neðan er svo hægt að sjá hvað álitsgjafarnir höfðu að segja um hvert lag: Ég veit það/Paper Flytjandi: Svala Björgvinsdóttir Lag: Svala Björgvinsdóttir, Einar Egilsson og Lester Mendez Texti: Svala Björgvinsdóttir og Lily Elise „Góð uppbygging, viðlagið tekur mann með sér, það er mjög grípandi, flutningurinn kraftmikill og röddin æðisleg! Það er pínulítið endasleppt í lokin, en er það lag sem hefði mesta möguleika í stóru keppninni. Fagmannlegt og heillandi.“ „Miðað við það sem ég heyri í kringum mig er lagið hennar Svölu það sem flestir halda/vilja að vinni. Mjög sterkt lag með flottum texta og við vitum að Svala er hörkusöngkona. Líklegasta lagið til að fara til Kænugarðs í vor en gæti tapað fyrir fjörinu í laginu þeirra Arons Brink og Þórunnar Clausen.“ „Það var komin tími til að fá Svölu aftur í Söngvakeppnina, ég hef beðið eftir því frá árinu 2008! Hlustaði fyrst á lagið á íslensku og á innan við mínútu sökk ég á Svölu vagninn. Hlustaði svo á það á ensku og lagið varð tífalt meira töff við það enda nýtur rödd Svölu sín mun betur þegar hún syngur á ensku – á ensku er hún fullorðin. Þetta er lang besta lagið í annars sterkri keppni og ég er þess fullviss að hún verði með geggjað sviðsframkomu og taki þetta alla leið til Kænugarðs!“ „Lag Svölu, Einars, Lester Mendes og Lily Elise “Ég veit það / Paper” þykir mér sterkt og faglega útsett og unnið í alla staði. Þá tel ég Svölu vera sterka sem flytjanda sem væri fær um þetta verkefni úti í aðalkeppninni.“ „Flestir ég þekki eru nokkuð vissir um að Svala taki þetta í ár og keppi fyrir Íslands hönd í Úkraínu. Ég er ekki sammála. Hún kemst vissulega áfram enda búin að splæsa saman alls konar vinsælum Eurovision-elementum í þetta lag. En ég bjóst við meiru af henni. Held samt að sviðsframkoman hennar verði epísk. Hún kemst í einvígið.“ „Það eru auðvitað allir búnir að vera að bíða eftir Svölu - frá því að Wiggle Wiggle song var í Söngvakeppninni 2008 (svo laaaaaangt á undan sinni samtíð)! Og þegar hún mætir veldur hún svo sannarlega ekki vonbrigðum! Uppáhaldslagið mitt; töff og melódískt. Svala yrði auðvitað engri lík á sviðinu í Kænugarði og myndi gera okkur öll stolt.“ „Gaman að fá Svölu í keppnina og ég held að hún eigi eftir að vera í top 4. Hún hefur verið mjög mikið í sviðsljósinu í íslenskum fjölmiðlum og er það klárlega kostur til að vinna atkvæði. Var að vonast eftir einhverju meira fríkuðu frá henni en hún bætir það kannski með sviðsframsetningu að hætti Svölu. Þetta er lag í svipuðum flokki eins og Margeret Berger, I feed you my love frá Noregi 2013 sem var mjög ofarlega þannig af hverju ætti Svala ekki að komast áfram og gera það gott.“ „Þetta hlýtur að þykja sigurstranglegasta lagið í keppninni. Svala hefur reynsluna sem þarf til að skila fullkomnum flutningi á sviði fyrir framan 760 milljón manns og lagið er eins konar “sassy” útgáfa af kraftpopplaginu hennar Dami Im sem lenti í öðru sæti í keppninni í fyrra. Eini ljóður lagsins er hörmulegur íslenskur texti eftir Stebba Hilmars sem ákvað að leggja sig nákvæmlega ekkert fram og býður okkur upp á horbjóðslínurnar “Sumir dagar eru OK, aðrir dimmgráir, en hey!”, sem hlýtur að teljast metnaðarlausasta rím þessarar keppni. Enski textinn er hins vegar afburðagóður með skemmtilegri pappírsmyndlíkingu sem gerir annars klisjukenndan ástartexta talsvert áhugaverðari. Vinningslagið í ár og mun gera okkur stolt á stóra sviðinu í Kænugarði.“ „Ég á samt alltaf smá von á því að Svala fari að syngja um jólin, kannski er það bara miðaldra ég í ósjálfráðu nostalgíukasti.“Lag Svölu á íslensku Þú hefur dáleitt mig/Hypnotised Flytjandi: Aron Brink Lag: Aron Brink, Þórunn Erna Clausen og Michael James Down Texti: Þórunn Erna Clausen og William Taylor„Frábært danslag, maður fer að iða, en þess vegna þarf það að hafa óaðfinnanlegan dans og getur þá farið langt, mig grunar að strákurinn hafi líka sjarma sem skiptir máli.“ „Minnir mig aðeins á Stattu með sjálfum þér – en er mun betur unnið og textinn í allt öðrum klassa. Ég býst við lífi og fjöri á sviðinu og tel Aron Brink líklegastan til að fara í einvígi við Svölu um miðann til Kænugarðs. Paper er kannski betra popplag og hún reyndari flytjandi, en ég held að Hypnotised eigi meiri séns í keppninni út.“ „Algjörlega eitt af uppáhaldslögunum mínum í ár, ég byrjaði að dilla mér strax á fyrstu sekúndunum þegar ég hlustaði á lagið fyrst. Maður gæti haldið að það yrði leiðigjarnt eftir því sem maður hlustar oftar en það gerist bara alls ekki! Hér er bara dásemdar gleðipopp á ferðinni sem ætti að kæta flesta sem á það hlusta! Verður klárlega í toppbaráttunni í Söngvakeppninni og gæti alveg gert góða hluti í Eurovision.“ „Hér er sigurvegarinn kominn að mínu mati. Ég féll alveg fyrir Aroni í The Voice og hélt mikið með honum. Hér er á ferð hressandi stuðlag sem er afskaplega grípandi. Hann þarf að stilla taugarnar og ná að slaka nógu vel á á sviðinu svo sjarminn hans skíni í gegn. Þá er flugmiðinn til Úkraínu vís.“ „Þetta er það lag sem greip mig hvað mest við fyrstu hlustun og það vinnur bara meira á því oftar sem ég hlusta. Það hefur allt til bruns að bera til að komast áfram, laglínan er heilalím, júróvisionhækkunin og það er ekki hægt annað enn að dilla sér, Þetta er eitthvað sem Íslendingar þurfa eftir alla þá neikvæðni og þá hræðilega atburði sem hafa átt sér stað síðustu vikurnar. Eitthvað einfalt sem fær alla til að brosa. Þórunn er mikill reynslubolti og samspil hennar og sykurpúðans Arons mun fleyta þeim alla leið.“ „Aron Brink heldur uppi heiðri sálugs föður síns með carpe diem jákvæðnispoppi. Lagið er hressilega sumarlegt með karabísku undirspili með marimbu og off-beati, sem á svo sem ágætlega við enska textann en verður að einhverri fáránlegri samsuðu regnskógarstemmingar og vetrarkulda í íslensku útgáfunni. “Eins og Norðurljós að nóttu geta vetri breytt í ævintýraland” er svo mikil andstæða andrúmsloftinu í útsetningunni að hlustandinn er skilinn eftir til að takast á við þetta loftslagsvandamál. Spái þessu góðu lífi í Zumba-sölum bæjarins. Ég held að þetta gæti mögulega verið það lag sem höfðar mest til barnalýðræðisins sem svo oft hefur tekið völdin og gæti reynst Svölu talsverð samkeppni, þrátt fyrir að lagið höfði ekki til mín. Ég biðla til lesenda að grípa símann úr höndum barnanna og koma í veg fyrir það.“ „Þetta lag er gleðisprengja og í algjöru uppáhaldi hjá mér í ár! Það er ómögulegt að standa kyrr við lagið og það er mjög grípandi. Einlægni Arons skín í gegn en einlægni hefur stuðlað að mörgum Eurovision-sigrunum. Svo líður manni alltaf aðeins betur í hjartanu við hverja hlustun. Hypnotised til Úkraínu“.“ „Karabíska off beat stáltrommu-klukkuspilið í Þú hefur dáleitt mig með Aroni Brink fer svo að lokum bara skelfilega í taugarnar á mér, Ég er alltaf að bíða eftir rastarapparanum sem kemur aldrei. Hvar er hann? Af hverju er segir enginn “One time, man - komdumeðkomdumeðkomdumeð yaaah” með þykkum Jamaíkahreim í þessu júróvisjónlagi óuppfylltra væntinga? Hví?!“Lag Arons á íslensku Heim til þín/Get Back Home Flytjendur: Júlí Heiðar Halldórsson og Þórdís Birna Borgarsdóttir Lag: Júlí Heiðar Halldórsson Texti: Júlí Heiðar Halldórsson og Snorri Sigurðsson „Glaðlegt lag sem fær mann til að brosa, það er eftirvænting í því, það passar söngvurunum sérstaklega vel. Það gæti náð langt ef sviðsframkoman er jafn glaðleg og kitlandi.“ „Júrókántrý í anda Never Ever Let You Go (Danmörk 2001) sem Íslendingar hafa sungið með í mörg ár og kannski dugir það fyrir undirvitundina. Býst við góðum flutningi og líklegu sæti í úrslitum en varla einu af toppsætunum.“ „Langbesta lagið í ár, besta júróvisjónlagið og eina lagið sem heldur ennþá algerlega sjó eftir fjórðu og fimmtu hlustun, er Heim til þín með Júlí Heiðari og Þórdísi Birnu. Það er annað árið í röð sem þau eiga besta lagið í íslensku undankeppninni. Vel af sér vikið. Ef þið efist um orð mín hlustið þá á þetta lag og ímyndið ykkur að það sé danskt júróvisjónlag. Svona í stíl við Never Ever Let You Go með Rollo & King. Þetta er einfaldlega lag sem virkar á stóra sviðinu. Létt og skemmtilegt, stemmingstaktur, flottur söngur, fínn texti og sætt samspil. Og jafnvel betra á ensku en íslensku. Ég er klár á því að Þau Júlí og Þórdís eiga eftir að ná vel saman á sviðinu og slátra þessari undankeppni. Þetta er sigurlagið í ár gott fólk. Heyrðuð það fyrst hér.“ „Hressilegt kántrískotið lag sem verður örugglega skemmtilegt á sviðinu í Söngvakeppninni. Viðlagið er nokkuð grípandi en versin eru aðeins of löng, sérstaklega í byrjun þar sem líður rúm mínúta þar til að viðlaginu kemur sem hugsanlega aðeins og langt í Eurovision þar sem allt snýst um að grípa fólk fljótt. Mig langar samt alltaf að heyra Þórdísi Birnu syngja meira, röddin hennar heillar mig ótrúlega!“ „Mumford and Sons-legt lag sem kemst pottþétt upp úr undankeppninni en ekkert lengra en það. Ágætis lag, fínir flytjendur og passlega grípandi. En sirka tveimur árum of seint í þessa keppni.“ „Júlí Heiðar og Þórdís Birna snúa aftur í Söngvakeppnina og í þetta sinn með lag sem ég fíla í botn, öfugt við þeirra síðasta framlag. Skemmtilegur eftingarvæntingartónn helst í hendur við löngunarfullan textann og vekur upp minningar af ferðalögum og þránna í að rata heim í rétta faðminn. Sterkasti íslenski textinn í þessari keppni (sem fær reyndar í heild sinni algjöra falleinkun í hinu ástkæra ylhýra). Stundum klisjukenndur, en það er allt í lagi því að lagið heldur honum uppi. Fínt framlag og besti dúettinn.“Lag Júlí Heiðars og Þórdísar Birnu á íslensku Bammbaramm Flytjandi: Hildur Kristín Stefánsdóttir Lag: Hildur Kristín Stefánsdóttir Texti: Hildur Kristín Stefánsdóttir „Ég fíla Hildi í botn og er rosalega glöð að hún er komin aftur í keppnina. Lagið hennar Fjaðrir, sem hún keppti með árið 2015, er eitt af mínum uppáhaldslögum úr Söngvakeppninni. Lagið hennar í ár er hrikalega skemmtilegt og líka alveg hrikalega ávanabindandi! Viðlagið fær maður algjörlega á heilann. Er líka ánægð með að hún heldur sig alveg við sinn stíl þó hún sé að taka þátt í Söngvakeppninni, hér er sko ekki verið að reyna búa til hinn fullkomna Eurovision slagara. Hildur á eftir að gera góða hluti í keppninni heima og lagið á örugglega eftir að hljóma á öllum útvarpsstöðvum landsins líklega á ensku því lagið er sterkara með þeim texta. Ef til kæmi að hún ynni hefði ég pínu áhyggjur hvernig laginu verður komið á svið þannig að það tali til sjónvarpsáhorfenda heima í stofu.“ „Hildur er afskaplega góð söngkona, lagið er grípandi og ég held að hún eigi eftir að fljúga í úrslit og slást þar í topp 3. Á samt ekki von á að þetta lag vinni keppnina.“ „Það er líka eitthvað skemmtilegt við stílinn hjá Hildi Kristínu sem tikkar inn í “spes íslenska söngkonan” boxið, Björk, Nanna í OMAM þið vitið. Staðalmyndin af skrýtnu íslensku stelpunni. Syndrómið sem býr til týpur eins og Riley Blue í Sense8.“ „Hér er á ferð söngkona sem er líklegast þekktust fyrir lagið I’ll Walk With You. Það fer ekkert á milli máli. Bammbaramm er mjög líkt fyrrnefndum slagara. Lagið er talsvert betra á ensku en íslensku og á líklegast eftir að komast í úrslit. Það vinnur þó ekki. Aðeins of hægt og óspennandi.“ „Svo yljar alltaf gömlum Júrónörd þegar veðjað er á gamalreynda textasnilld eins og “Bamm-baramm-baramm-bamm”. Ding-dinga-dong og Hubba Hule lifðu. En Amambanda gerði það ekki. Og enginn man í dag eftir hinu Abba-Júróvisjónlaginu, Ring Ring, sem komst ekki einu sinni i í lokakeppnina árið 1973. Þeir eru tvíeggjað sverð þessir bulltextar.“ „Frábært lag og algjör eyrnaormur í Hildar-stíl. Ég fíla hana í botn og held að töffheitin í henni og laginu séu nokkuð alþjóðleg og skili sér algjörlega á stóra sviðinu úti í Kænugarði.“ „Þetta er current og með texta sem allir læra strax. Ég elskaði Fjaðrir það sem það var nýtt blóð fyrir keppnina og þó Hildur sé búinn að poppa sig smá upp þá heldur hún í sínum “Alternative stíl”. Þetta er klárlega það lag sem ég tel eiga mesta möguleika úti. Lagið virkar vel bæði á ensku og íslensku ólíkt öðrum lögum í keppninni í ár. Söngurinn verður pottþéttur og ég vona að framsetning hennar verði frumleg eins Hildi er lagt, hver man ekki eftir Hildi í baðkarinu í þættinum hjá Gísla Marteini. „Þegar að Spotify hendir í mig hófstillta byrjunartóna lagsins hennar Hildar færist yfir mig einhver hamingja sem brýst út í brosi. Þetta er krúttlegt framlag sem tekur flug með söngstílnum hennar Hildar og viðlagi sem límir sig við mann. Svo flissa ég alltaf þegar hún syngur “When I saw you smile my way” því að hún ber “smile” fram “smell” og myndin í höfðinu á mér af karlmanni að lykta á eftir henni finnst mér skondin.“Lag Hildar á íslensku Nótt / Tonight Flytjandi: Aron Hannes Emilsson Lag: Sveinn Rúnar Sigurðsson Texti: Sveinn Rúnar Sigurðsson og Ágúst Ibsen „Skemmtilegt popplag sem minnir á ýmis önnur án þess að eitthvert eitt sé afgerandi. Býst við úrslitasæti hér.“ „Þriðja lagið í þessum 2-4 sæti hópi er Nótt með Aroni Hannesi Emilssyni sem gerir alvöru atlögu að skemmtistaðastemmingunni og gerir það vel. Þetta er alvöru lag, sérstaklega í ensku útgáfunni. Það veltur mikið á sviðsframkomunni en ef hún heppnast vel kæmi ekki á óvart að Nótt steli óvænt senunni og geri atlögu að yfirburðum Júlí Heiðars og Þórdísar Birnu.“ „Algjörlega hresst og skemmtilegt popplag enda segir Sveinn Rúnar að lagið hafi upphaflega verið samið fyrir sænskan markað. Maður fer alveg að dilla sér við það og það minnir einhvern vegin bæði á Justin Bieber og Eric Saade. Aroni fer mun betur úr hendi að syngja á ensku, hljómurinn í röddunni verður einhvern vegin fullorðinslegri heldur en þegar hann syngur á íslensku. Lagið á klárlega eftir að vera í toppslagnum í Söngvakeppninni og gæti hugsanlega gert góða hluti í Eurovision en það færi mikið eftir sviðsetningunni.“ „Aron er vanur að koma fram, hafandi tekið þátt bæði í Ísland Got Talent og Jólastjörnu Björgvins, en hann bar sigur úr býtum í síðarnefndu keppninni. Aron er fantagóður söngvari þegar hann tekur sig til en þetta lag er aðeins of stolið frá Justin Bieber fyrir minn smekk. En Aron kemst líklegast í undanúrslit á sönghæfileikum og fær viðurnefnið Aron Bieber í kaupbæti.“ „Það heyrist bæði á lagasmíð og útsetningu að þarna er ákveðinn professionalismi til staðar sem vantar meira og minna í flest hin lögin.“ „Hressandi smellur frá Sveini Rúnari í flutningi Arons sem er frekar current og hresst og minnir á vinsælu popplögin í dag. Ef framsetningin á sviðinu virkar kemur þetta til með að slá í gegn hjá ungu kynslóðinni. Kemur mér í gott skap.“ „Justin BIeber er mættur með allar tánings stúlkunar á eftir sér. Sveinn Rúnar sýnir hér að hann getur klætt sig í hvaða stíl sem er á lögum og tekst honum mjög vel hér og verður pott þétt í top 4 en hvort hann vinni er ekki gott að segja það sem keppnin er hörð. Þetta er klárlega það lag sem er líkast því sem er í útvarpinu um þessar mundir og Aron er fullkominn. Ef hann er flytjandi sem höndlar pressuna og hefur haldið sér í æfingu eftir Jólastjörnuna með Bjögga þá eru bara annsi góðar líkur að það fari í Súperfínalinn. En það er fráært að sjá nýtt andlit og vona að þetta verði stökkpallur fyrir Aron.“ „Doktorinn dúllulegi mætir með sitt 15. framlag, í þetta sinn sungið af hinum 19 ára Aroni Hannesi. Æj, ég man ekki eftir að nokkuð lag eftir Dr. Svein Rúnar hafi fallið að mínum smekk og þetta lag er svo sem engin undantekning. Það er hins vegar orðin mjög góð hefð að hafa í það minnsta eitt læknislag með í keppninni og þetta er sennilega eitt af hans bestu. Vinnur sennilega á með meiri hlustun.“Lag Arons Hannesar á íslensku Þú og ég / You and I Flytjandi: Kristina Bærendsen og Páll Rósinkranz Lag: Mark Brink Texti: Mark Brink „Kántrý og júróvísjón ná vel saman eins og við höfum heyrt gegnum árin. Þetta er kannski ekki eins sterkt og Calm after the Storm frá Hollandi 2014, en það kæmi mér ekki á óvart að lifandi flutningu myndi fleyta því í samkeppnina á toppnum. Sérstaklega finnst mér Kristina ná að gæða lagið lífi með hásri röddu sinni. Hugsanlegur, en óvæntur, sigurvegari.“ „Þú og ég með Kristinu Bærendsen og Páli Rósinkranz er sæt kántríballaða, væri flott í rómantískri dramasýningu á sviði Borgarleikhússins en því miður klassísk tissepause á Júrósviðinu.“ „Leiðinlegasta lagið í ár en mér til mikilla undrunar komast svona lög oft langt. Það er í lagi meðan það bara vinnur ekki!“ „Síðan er það lag Mark Brink “Þú og ég / You and I” sem er að mínu mati virkilega fallegt “country-lag” smekklega útsett og sérlega vel sungið af Kristina Bærendsen frá Færeyjum og Páli (okkar) Rósinkrans. Áþekk lög hafa oft náð góðum árangri í Eurovisionkeppninni og hér eru á ferðinni söngvarar á heimsklassa sem munu ekki stíga feilspor í flutningi sínum.“ „Kántrískotin ballaða sem maður bíður eiginlega eftir því að sé búin. Svona klósettpásulag. Þó flytjendurnir báðir séu þrususöngvarar ná þeir ekki að bjarga þessu lagi upp úr undankeppninni.“ „Mér finnst íslenska útgáfan alveg drepleiðinleg og hallærisleg en enska útgáfan með færeyska suðurríkjahreimnum hennar Kristínu verður aðeins skárra. Íslenski textinn er illa saminn, þar sem “þér” rímar meðal annars við “þér” og er fullur af leiðinlegum línum sem heyrst hafa hundrað sinnum. Viðlagið er einfaldlega “þú og ég” síendurtekið sem er of þunnt fyrir keppni sem byggist upp á að slá í gegn í fyrstu hlustum og lagið er ekki brotið upp með neinni brú og verður leiðigjarnt.“Lag Kristinu og Páls á íslensku Hvað með það / Is This Love? Flytjandi: Daði Freyr Pétursson Lag: Daði Freyr Pétursson Texti: Daði Freyr Pétursson „80´s unglingurinn í mér elskar þetta en efast um að það nái í gegn í þessari keppni. En ég vona að Daði Freyr sendi frá sér rímix af laginu. Kemst líklega ekki í úrslit, því miður.“ „Hvað með þig með Daða Frey Péturssyni virðist vera fyrsta júróvisjónlagið (og eitt af fáum almennt síðan Da-da-da) sem er spilað á Casio VL-1. Það er nettur Berndsen fílingur í þessu sem er að gera sig ágætlega, bara fínt popplag, en á Júróvisjónsviðinu er þetta álíka hittari og Divine með Sébastian Tellier. Og áður en hipsterar landsins stökkva á fætur með vaggandi putta til varnar Sébastien Tellier þá bendi ég á að Divine endaði í 19. sæti af 25 í lokakeppninni - sem það var bara með í því að Frakkland er eitt af fimm stóru löndunum sem þarf ekki að taka þátt í riðlakeppninni. Átti aldrei séns annars.“ „Þegar ég hlustaði fyrst á þetta lag datt mér strax í hug eitt af mínum sakbitnu sælum úr Söngvakeppninni, Rýting með Fatherz‘n´Sons. Það er svo sem ekkert mjög margt líkt með lögunum en þó einhver keimur. Verð þó að segja að mér finnst Rýtingur mun skemmtilegri þó ég hafi verið mjög spennt að heyra þetta lag enda dálítill sökker fyrir synþapoppi! Þetta lag gefur mjög góða von í upphafi með hressilegum synþum í byrjun en fellur svolítið í flokkinn „vonbrigði viðlagana“ þar sem lög lofa góðu þar til kemur að óspennandi viðlagi. Held að lagið eftir að líða fyrir það að þurfa vera flutt á íslensku í undankeppninni.“ „Hér er á ferð flytjandi sem kom mér hvað mest á óvart. Ansi hreint gott lag og frábrugðið öðrum í keppninni. Þessi kemst í undanúrslit og á örugglega eftir að láta meira að sér kveða.“ „Daði Freyr blandar saman elektrónísku synthapoppi og Rick Astley og útkoman er ágæt. Held að sviðsetningin muni hafa mikið um þetta að segja. Annað hvort verður útkoman hallærislega gamaldags eða hressilega retró. Sjáum til.“Lag Daða Freys á íslensku Treystu á mig / Trust in Me Flytjandi: Sólveig Ásgeirsdóttir Lag: Iðunn Ásgeirsdóttir Texti: Iðunn Ásgeirsdóttir og Ragnheiður Bjarnadóttir „Sætt og krúttlegt lag og ég hlakka til að hlusta á Sólveigu flytja það. Hún gæti alveg selt okkur það inn í úrslit, en það gæti líka orðið með þeim neðstu í svona sterkri keppni.“ „Pínu krúttlegt allt saman en frekar óeftirminnilegt lag. Byrjunin er frekar löng og maður bíður eftir hressu og grípandi viðlagi sem veldur þó smá vonbrigðum.“ „Nú er einhver búinn að hlusta aðeins of mikið á írsku systkinin í The Corrs. Þetta sánd er aðeins of næntís fyrir mig. Sólveig er flott stelpa en ég held að hún komist ekki upp úr undankeppninni með þetta lag.“ „Þetta hlýtur að teljast besta frumraun keppninar frá upphafi. Lagahöfundur sem hefur aldrei samið heilt lag áður semur fyrir systur sína sem syngur í fyrsta sinn opinberlega og útkoman er unaðsleg. Það er eitthvað við þetta lag sem lætur mig langa að hella upp á kaffi og hjúfra mig upp við eiginmanninn og kisurnar mínar. Lagið er ekki hnökralaust, viðlagið ætti helst að endurtaka í hvert einasta skipti, viðlagið hljómar málfræðilega skringilega (því að “Hér” og “er” falla saman) og það er einhver skrítin bassanóta þarna einhversstaðar. Textinn er líka pínu ruglandi; hluti textans fjallar um að parið láti gagnrýni annarra sem þau fá reglulega ekki á sig fá, en lagið er allt of upplífgandi til að passa við þessar neikvæðu tilfinningar. Krúttsprengja ársins.“Lag Sólveigar á íslensku Skuggamynd / I‘ll Be Gone Flytjandi: Erna Mist Pétursdóttir Lag: Erna Mist Pétursdóttir Texti: Erna Mist Pétursdóttir og Guðbjörg Magnúsdóttir „Margt minnir um of á Undo (Svíþjóð 2014) sem sjálft var fulllíkt Wrecking Ball með Miley Cyrus. Að því sögðu er þetta fallegt lag (enda fyrirmyndirnar góð lög). Endirinn ekki eins kraftmikill og ég hefði vonað, en á þó von á að þetta verði meðal þeirra sex laga sem fara í úrslit.“ „Skuggamynd með Ernu Mist Pétursdóttur hefur flotta uppbyggingu, það er góður slurkur af Wrecking Ball fíling í því (sem í minni bók er mikið lof, Miley Cyrus er jú Madonna vorra tíma), en það fellur í “of lengi að byrja” gryfjuna, keyrir ekki nægilega snemma inn á stuðið og tapar því athyglinni.“ „Er svo hrikalega ánægð að sjá ungar stelpur koma með sitt eigið efni í keppnina og af þeim finnst mér Erna Mist standa upp úr. Lagið hennar er uppáhalds ballaðan mín í ár (að Svölu undanskilinni ef einhver vill kalla hennar lag ballöðu). Ég er veik fyrir svona örlítið dulúðlegum og sorglegum ballöðum sem stækka smám saman út lagið og þannig er þessi ballaða svo sannarlega. Var búin að hlusta á það nokkrum sinnum á íslensku áður en ég hlustaði á ensku útgáfuna og hún er sko alls ekki síðri! Eitt af fáum lögum sem eru jafngóð á báðum tungumálunum.“ „Ég tek hattinn ofan fyrir þessari stúlku sem ég hef aldrei séð áður. Bara 18 ára og búin að semja þetta fínasta lag. Og að taka þátt í Eurovision. Vel gert! Ef hún þrumar þessu út úr sér hnökralaust á sviðinu gæti hún komist áfram.“ „Erna Mist er hæfileikarík ung stúlka, svo ekki sé meira sagt. Lagasmíðin er góð og textinn fínn og lagið mjög fallegt. Erna er frekar mjóróma og mér finnst hún ekki alveg halda þessu lagi uppi, sem hún gerði mun betur í ljúfa indílaginu sínu í fyrra. Útsetningin er ekki nógu kraftrík heldur. Ég er samt mjög ánægð með þessa ungu, sjálfstæðu og kláru stúlku og hlakka til að heyra meira.“Lag Ernu á íslensku Ástfangin / Obvious Love: Flytjandi: Linda Hartmanns Lag: Linda Hartmanns Texti: Linda Hartmanns og Erla Bolladóttir „Afskaplega falleg ballaða og enn kraftmeiri uppbygging í lokin gæti fleytt því í úrslit. Verður um miðbik keppninnar.“ „Ástfangin með Lindu Hartmans er soldið eins og kvikmyndin Lost in Translation, voða flott og vel sungið, en það gerist ósköp lítið.“ „Í byrjun vakti þetta lag engan vegin athlygli mína. Eftir nokkrar hlustanir kveikti það þó á einhverjum perum og við það datt það inn á playlistann minn ásamt lögum Hildar, Svölu, Arons, Arons og Ernu Mistar. Falleg lagt sem verður örugglega bæði huggulegt og flott á sviðinu í Söngvakeppninni en er ekki viss um að það myndi gera góða hluti í Eurovision.“ „Linda er fáránlega lík ríkjandi Eurovision-sigurvegara, Jamölu! Hún fær plús fyrir að vera ekki aðeins dramatísk eins og Jamala vinkona okkar heldur líka tvífari hennar. Lagið er fínasta ballaða og Linda kemst upp úr undankeppninni ef hún setur gott power í flutninginn í beinni a la Bonnie Tyler.“ „Mér finnst þetta því miður alveg drepleiðinlegt. Ég skil ekkert í því af hverju söngkonan stendur glottandi í lok myndbands sem fjallar um konu sem tekur kolranga ákvörðun og gefur mann upp á bátinn en ákveður svo að “obsessa” yfir honum þegar það er of seint. Hættu þessu væli kona og farðu á Tinder. Lagið er allt of hægt og endirinn skrítinn. En Linda flytur þetta óaðfinnanlega.“Lag Lindu á íslensku Mér við hlið / Make Your Way Back Home: Flytjandi: Rúnar Eff Rúnarsson Lag: Rúnar Eff Rúnarsson Texti: Rúnar Eff Rúnarsson „Ágætis ballaða og skemmtilegur íslenskur texti. Hlakka til að heyra það í lifandi flutningi. Kæmi á óvart ef það kæmist í úrslit.“ „Mér við hlið með Rúnari Eff hverfur jafn hratt út um annað eyra mitt og ég næ að spila það inn um hitt. Mér finnst það bara ágætt á meðan ég hlusta en um leið og ég hætti að hlusta þá man ég ekkert eftir því. Það vantar alveg húkkið. Júró gefur því miður ekki afslætti af slíku.“ „Alveg ágætist hygge popp á íslensku en breytist í tregasöng á ensku. Lagið byggist smám saman upp en er svolítið endasleppt, svolítið eins og slökkt hafi verið eftir 3 mínútur. Tel litlar líkur á að lagið geri góða hluti í Söngvakeppninni.“ „Hingað til hefur handboltarokk í anda Creed ekki átt góðu gengi að fagna í Eurovision þannig að þetta var eiginlega búið hjá Rúnari Eff áður en hann byrjaði. Sorrí.“ „Rúnar Eff býður okkur upp á dramatískt lag um eftirvæntingu eftir ástinni sinni. Söngurinn minnir á Creed sem höfðar til sumra og aðrir hafa ímugust á. Textinn er illa saminn, línuskiptingin hörmuleg og atkvæðin passa ekki alltaf við laglínuna. Lagið er með sterkt tempó sem passar einhvernveginn ekki við það að tíminn líði svona hægt eins og hann vill meina í textanum. Miðað við hvað útsetningin er hádramatískt finnst mér vídjóið innihalda of mikið grín (einhver gervislagur og klósettröð og kjaftæði) þó mér finnist hugmyndin góð. Dubstepstefið sem kemur upp úr þurru hristir alltaf svolítið upp í mér og ég veit ekki hvort það er gott eða slæmt.“ „Það er svo ekki hægt að klára þennan rant án þess að minnast á textasnilld ársins (fyrir utan Bammbarammbarammbarammrammbamm) sem er klárlega “Klukkan hringir korter í 7, langar að snooza til allvega 2”. Klöppum fyrir því. Takk fyrir. Takk.“Lag Rúnars á íslensku Til mín / Again Flytjendur: Arnar Jónsson og Rakel Pálsdóttir Lag: Hólmfríður Ósk Samúelsdóttir Texti: Hólmfríður Ósk Samúelsdóttir „Falleg ballaða en ekki nógu afgerandi til að keppast um sæti í úrslitum. Það vantar hreinlega sprengingar í lokin.“ „Til mín með Arnari Jónssyni og Rakel Pálsdóttur gerir heiðarlega tilraun til að vera stóri dúettinn í keppninni í ár og að vissu leyti heppnast það ágætlega. Lagið er hins vegar allt of hægt og rólegt til að eiga séns og nær ekki nægilega stórum hápunkti. Það vantar alveg Whitney Houston klímaxið í það.“ „Hér er á ferðinni ágætis ballaða en það eru bara aðrar ballöður í keppninni sem eru sterkari auk þess sem lagið er ekki nægilega eftirminnilegt til að gera góða hluti í keppnum, sérstaklega í Eurovision keppninni sjálfri. Lagið er mun sterkara á íslensku, finnst það í raun pínulítið kjánalegt á ensku einhvern vegin eins og textinn passi ekki.“ „Hér vantar alla dramatík. Frekar dauft lag sem er synd því báðir flytjendurnir eru afskaplega frambærilegir. Þessi dúett kemst ekki áfram í undanúrslit.“ „Intróið er flott. Rest óspennandi.“Lag Arnars og Rakelar á íslenskuÁlitsgjafar: Alma Tryggvadóttir meðlimur í FÁSES (Félag áhugafólks um söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva), Ásgeir Orri Ásgeirsson lagasmiður, Bergþór Pálsson söngvari, Eyrún Valsdóttir FÁSES-liði, Flosi Jón Ófeigsson meðlimur í stjórn FÁSES, Grétar Örvarsson tónlistarmaður, Hildur Tryggvadóttir Flovenz ritstjóri Alls um Júróvisjon og FÁSES-liði, Inga Auðbjörg K. Straumland Vefhönnuður hjá vefstofunni Frumkvæði, Jóhannes Þór Skúlason, Eurovision-nörd og fyrrverandi aðstoðarmaður forsætisráðherra, Lilja Katrín Gunnarsdóttir textasmiður og bakari, Reynir Þór Eggertsson doktor í norrænum fræðum og framhaldsskólakennari og Tinna Ólafsdóttir textasmiður hjá PIPAR\TBWA. Eurovision Tengdar fréttir Föstudagsplaylisti Lindu Hartmanns Linda Hartmanns setti þennan ljúfa og notalega föstudagslagalista saman fyrir lesendur Lífsins. 27. janúar 2017 10:15 Måns kemur fram í Laugardalshöllinni Måns Zelmerlöw, sigurvegari Eurovision árið 2015, mun taka að minnsta kosti tvo lög á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar í ár. 27. janúar 2017 19:41 Sjonni keypti gítarinn í laumi rétt áður en hann lést: „Upp úr því byrjaði ég að fikta“ "Ég fékk ekki mikla þjálfun frá pabba mínum. Ég fékk fyrst gítar þegar ég var 15 ára. Hann deyr í janúar 2011 og ég á afmæli í febrúar. Þórunn og pabbi voru búin að ákveða að gefa mér gítar og ég fékk hann þarna í febrúar. Upp úr því byrjaði ég að fikta með gítarinn og þannig byrjaði ég að syngja að einhverri alvöru.“ 27. janúar 2017 10:30 Mest lesið Saga sagði já við Sturlu Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Arnarsson mætti rétt fyrir árslok Lífið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Lífið
Ef eitthvað er að marka álitsgjafa Vísis mun Svala Björgvinsdóttir bera sigur úr býtum í Söngvakeppni Sjónvarpsins með framlagi sínu Ég veit það/Paper. Hún gæti þó fengið harða samkeppni frá lögum á borð við Þú hefur dáleitt mig/Hypnotised, Heim til þín/Get Back Home, Bammbaramm og Nótt / Tonight. Vísir fékk nokkra Söngvakeppnis/Eurovision-sérfræðinga til að tjá skoðun sína á framlögunum í Söngvakeppni Sjónvarpsins í ár. Lögin eru tólf talsins sem voru valin af valnefnd úr rúmlega 200 lögum sem send voru inn í keppnina. Keppnin í ár fer þannig fram að haldin verða tvö undankvöld í Háskólabíói, 25. febrúar og 4. mars. Á hverju undankvöldi komast þrjú lög áfram í úrslit Söngvakeppninnar sem haldin verður í Laugardalshöll 11. mars næstkomandi. Framkvæmdastjórn Söngvakeppninnar hefur þó heimild til að senda eitt lag til viðbótar í úrslitin ef svo ber undir.Frá Söngvakeppni Sjónvarpsins í fyrra.Pressphotos.bizEngin dómnefnd á undankvöldunumSamkvæmt reglum Söngvakeppninnar kýs almenningur í forkeppninni í hreinni símakosningu meðan á beinni útsendingu stendur. Í úrslitum er einnig starfandi dómnefnd og er vægi hennar 50 prósent á móti 50 prósenta vægi símakosningar almennings. Tvö efstu lögin í samanlagðri niðurstöðu þessara tveggja skulu flutt aftur og kosið verður aftur á milli þeirra tveggja. Það lag sem fær flest atkvæði sigrar í Söngvakeppninni 2017 og verður framlag Íslendinga í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, í Kænugarði í Úkraínu 9. - 13 maí næstkomandi.„Bara tvö lög í ár sem eiga heima þarna“ Álitsgjafarnir segja margir hverjir gæði keppninnar ekki með besta móti í ár, þó inn á milli séu ágætis slagarar. „Mín skoðun er sú að það eigi einfaldlega að fækka lögunum í forkeppninni og stækka budgetið fyrir lögin sem eiga virkilega erindi í keppnina. Að mínu mati eru það bara tvö lög í ár sem eiga heima þarna,“ segir til að mynda einn álitsgjafanna. „Ekki misskilja, það eru alveg hreint ágæt sönglög þarna inn á milli. Fátt sem er fullkomlega drepleiðinlegt, nokkrar svolítið sætar melódíur. En Júróvisjónsnilld? Neeeh. Í því samhengi er þessi íslenska undankeppni ferleg eyðimörk í ár,“ segir annar og bætir við:„Tvær instant pissupásur“ „Almenn niðurstaða um íslensku lögin í ár er semsagt: Á köflum ágæt lög, en algjört slappelsi í Júróvisjónsamhenginu. Eitt stórfínt Júróvisjónlag, tvö til þrjú ágæt lög, restin svona meeeh og svo tvær instant pissupásur.“ „Rólegu lögin eru aðeins of mörg í ár og öll frekar bragðdauf, því miður. Það þarf að fækka tækifærunum fyrir ungar söngkonur að vera berfættar á sviðinu frekar en fjölga þeim. Hressu popplögin hljóma eins og eitthvað sem Zara Larsson sendi frá sér fyrir tveimur árum. Það þarf ekki endilega að vera slæmt,“ segir enn annar.Hér fyrir neðan er svo hægt að sjá hvað álitsgjafarnir höfðu að segja um hvert lag: Ég veit það/Paper Flytjandi: Svala Björgvinsdóttir Lag: Svala Björgvinsdóttir, Einar Egilsson og Lester Mendez Texti: Svala Björgvinsdóttir og Lily Elise „Góð uppbygging, viðlagið tekur mann með sér, það er mjög grípandi, flutningurinn kraftmikill og röddin æðisleg! Það er pínulítið endasleppt í lokin, en er það lag sem hefði mesta möguleika í stóru keppninni. Fagmannlegt og heillandi.“ „Miðað við það sem ég heyri í kringum mig er lagið hennar Svölu það sem flestir halda/vilja að vinni. Mjög sterkt lag með flottum texta og við vitum að Svala er hörkusöngkona. Líklegasta lagið til að fara til Kænugarðs í vor en gæti tapað fyrir fjörinu í laginu þeirra Arons Brink og Þórunnar Clausen.“ „Það var komin tími til að fá Svölu aftur í Söngvakeppnina, ég hef beðið eftir því frá árinu 2008! Hlustaði fyrst á lagið á íslensku og á innan við mínútu sökk ég á Svölu vagninn. Hlustaði svo á það á ensku og lagið varð tífalt meira töff við það enda nýtur rödd Svölu sín mun betur þegar hún syngur á ensku – á ensku er hún fullorðin. Þetta er lang besta lagið í annars sterkri keppni og ég er þess fullviss að hún verði með geggjað sviðsframkomu og taki þetta alla leið til Kænugarðs!“ „Lag Svölu, Einars, Lester Mendes og Lily Elise “Ég veit það / Paper” þykir mér sterkt og faglega útsett og unnið í alla staði. Þá tel ég Svölu vera sterka sem flytjanda sem væri fær um þetta verkefni úti í aðalkeppninni.“ „Flestir ég þekki eru nokkuð vissir um að Svala taki þetta í ár og keppi fyrir Íslands hönd í Úkraínu. Ég er ekki sammála. Hún kemst vissulega áfram enda búin að splæsa saman alls konar vinsælum Eurovision-elementum í þetta lag. En ég bjóst við meiru af henni. Held samt að sviðsframkoman hennar verði epísk. Hún kemst í einvígið.“ „Það eru auðvitað allir búnir að vera að bíða eftir Svölu - frá því að Wiggle Wiggle song var í Söngvakeppninni 2008 (svo laaaaaangt á undan sinni samtíð)! Og þegar hún mætir veldur hún svo sannarlega ekki vonbrigðum! Uppáhaldslagið mitt; töff og melódískt. Svala yrði auðvitað engri lík á sviðinu í Kænugarði og myndi gera okkur öll stolt.“ „Gaman að fá Svölu í keppnina og ég held að hún eigi eftir að vera í top 4. Hún hefur verið mjög mikið í sviðsljósinu í íslenskum fjölmiðlum og er það klárlega kostur til að vinna atkvæði. Var að vonast eftir einhverju meira fríkuðu frá henni en hún bætir það kannski með sviðsframsetningu að hætti Svölu. Þetta er lag í svipuðum flokki eins og Margeret Berger, I feed you my love frá Noregi 2013 sem var mjög ofarlega þannig af hverju ætti Svala ekki að komast áfram og gera það gott.“ „Þetta hlýtur að þykja sigurstranglegasta lagið í keppninni. Svala hefur reynsluna sem þarf til að skila fullkomnum flutningi á sviði fyrir framan 760 milljón manns og lagið er eins konar “sassy” útgáfa af kraftpopplaginu hennar Dami Im sem lenti í öðru sæti í keppninni í fyrra. Eini ljóður lagsins er hörmulegur íslenskur texti eftir Stebba Hilmars sem ákvað að leggja sig nákvæmlega ekkert fram og býður okkur upp á horbjóðslínurnar “Sumir dagar eru OK, aðrir dimmgráir, en hey!”, sem hlýtur að teljast metnaðarlausasta rím þessarar keppni. Enski textinn er hins vegar afburðagóður með skemmtilegri pappírsmyndlíkingu sem gerir annars klisjukenndan ástartexta talsvert áhugaverðari. Vinningslagið í ár og mun gera okkur stolt á stóra sviðinu í Kænugarði.“ „Ég á samt alltaf smá von á því að Svala fari að syngja um jólin, kannski er það bara miðaldra ég í ósjálfráðu nostalgíukasti.“Lag Svölu á íslensku Þú hefur dáleitt mig/Hypnotised Flytjandi: Aron Brink Lag: Aron Brink, Þórunn Erna Clausen og Michael James Down Texti: Þórunn Erna Clausen og William Taylor„Frábært danslag, maður fer að iða, en þess vegna þarf það að hafa óaðfinnanlegan dans og getur þá farið langt, mig grunar að strákurinn hafi líka sjarma sem skiptir máli.“ „Minnir mig aðeins á Stattu með sjálfum þér – en er mun betur unnið og textinn í allt öðrum klassa. Ég býst við lífi og fjöri á sviðinu og tel Aron Brink líklegastan til að fara í einvígi við Svölu um miðann til Kænugarðs. Paper er kannski betra popplag og hún reyndari flytjandi, en ég held að Hypnotised eigi meiri séns í keppninni út.“ „Algjörlega eitt af uppáhaldslögunum mínum í ár, ég byrjaði að dilla mér strax á fyrstu sekúndunum þegar ég hlustaði á lagið fyrst. Maður gæti haldið að það yrði leiðigjarnt eftir því sem maður hlustar oftar en það gerist bara alls ekki! Hér er bara dásemdar gleðipopp á ferðinni sem ætti að kæta flesta sem á það hlusta! Verður klárlega í toppbaráttunni í Söngvakeppninni og gæti alveg gert góða hluti í Eurovision.“ „Hér er sigurvegarinn kominn að mínu mati. Ég féll alveg fyrir Aroni í The Voice og hélt mikið með honum. Hér er á ferð hressandi stuðlag sem er afskaplega grípandi. Hann þarf að stilla taugarnar og ná að slaka nógu vel á á sviðinu svo sjarminn hans skíni í gegn. Þá er flugmiðinn til Úkraínu vís.“ „Þetta er það lag sem greip mig hvað mest við fyrstu hlustun og það vinnur bara meira á því oftar sem ég hlusta. Það hefur allt til bruns að bera til að komast áfram, laglínan er heilalím, júróvisionhækkunin og það er ekki hægt annað enn að dilla sér, Þetta er eitthvað sem Íslendingar þurfa eftir alla þá neikvæðni og þá hræðilega atburði sem hafa átt sér stað síðustu vikurnar. Eitthvað einfalt sem fær alla til að brosa. Þórunn er mikill reynslubolti og samspil hennar og sykurpúðans Arons mun fleyta þeim alla leið.“ „Aron Brink heldur uppi heiðri sálugs föður síns með carpe diem jákvæðnispoppi. Lagið er hressilega sumarlegt með karabísku undirspili með marimbu og off-beati, sem á svo sem ágætlega við enska textann en verður að einhverri fáránlegri samsuðu regnskógarstemmingar og vetrarkulda í íslensku útgáfunni. “Eins og Norðurljós að nóttu geta vetri breytt í ævintýraland” er svo mikil andstæða andrúmsloftinu í útsetningunni að hlustandinn er skilinn eftir til að takast á við þetta loftslagsvandamál. Spái þessu góðu lífi í Zumba-sölum bæjarins. Ég held að þetta gæti mögulega verið það lag sem höfðar mest til barnalýðræðisins sem svo oft hefur tekið völdin og gæti reynst Svölu talsverð samkeppni, þrátt fyrir að lagið höfði ekki til mín. Ég biðla til lesenda að grípa símann úr höndum barnanna og koma í veg fyrir það.“ „Þetta lag er gleðisprengja og í algjöru uppáhaldi hjá mér í ár! Það er ómögulegt að standa kyrr við lagið og það er mjög grípandi. Einlægni Arons skín í gegn en einlægni hefur stuðlað að mörgum Eurovision-sigrunum. Svo líður manni alltaf aðeins betur í hjartanu við hverja hlustun. Hypnotised til Úkraínu“.“ „Karabíska off beat stáltrommu-klukkuspilið í Þú hefur dáleitt mig með Aroni Brink fer svo að lokum bara skelfilega í taugarnar á mér, Ég er alltaf að bíða eftir rastarapparanum sem kemur aldrei. Hvar er hann? Af hverju er segir enginn “One time, man - komdumeðkomdumeðkomdumeð yaaah” með þykkum Jamaíkahreim í þessu júróvisjónlagi óuppfylltra væntinga? Hví?!“Lag Arons á íslensku Heim til þín/Get Back Home Flytjendur: Júlí Heiðar Halldórsson og Þórdís Birna Borgarsdóttir Lag: Júlí Heiðar Halldórsson Texti: Júlí Heiðar Halldórsson og Snorri Sigurðsson „Glaðlegt lag sem fær mann til að brosa, það er eftirvænting í því, það passar söngvurunum sérstaklega vel. Það gæti náð langt ef sviðsframkoman er jafn glaðleg og kitlandi.“ „Júrókántrý í anda Never Ever Let You Go (Danmörk 2001) sem Íslendingar hafa sungið með í mörg ár og kannski dugir það fyrir undirvitundina. Býst við góðum flutningi og líklegu sæti í úrslitum en varla einu af toppsætunum.“ „Langbesta lagið í ár, besta júróvisjónlagið og eina lagið sem heldur ennþá algerlega sjó eftir fjórðu og fimmtu hlustun, er Heim til þín með Júlí Heiðari og Þórdísi Birnu. Það er annað árið í röð sem þau eiga besta lagið í íslensku undankeppninni. Vel af sér vikið. Ef þið efist um orð mín hlustið þá á þetta lag og ímyndið ykkur að það sé danskt júróvisjónlag. Svona í stíl við Never Ever Let You Go með Rollo & King. Þetta er einfaldlega lag sem virkar á stóra sviðinu. Létt og skemmtilegt, stemmingstaktur, flottur söngur, fínn texti og sætt samspil. Og jafnvel betra á ensku en íslensku. Ég er klár á því að Þau Júlí og Þórdís eiga eftir að ná vel saman á sviðinu og slátra þessari undankeppni. Þetta er sigurlagið í ár gott fólk. Heyrðuð það fyrst hér.“ „Hressilegt kántrískotið lag sem verður örugglega skemmtilegt á sviðinu í Söngvakeppninni. Viðlagið er nokkuð grípandi en versin eru aðeins of löng, sérstaklega í byrjun þar sem líður rúm mínúta þar til að viðlaginu kemur sem hugsanlega aðeins og langt í Eurovision þar sem allt snýst um að grípa fólk fljótt. Mig langar samt alltaf að heyra Þórdísi Birnu syngja meira, röddin hennar heillar mig ótrúlega!“ „Mumford and Sons-legt lag sem kemst pottþétt upp úr undankeppninni en ekkert lengra en það. Ágætis lag, fínir flytjendur og passlega grípandi. En sirka tveimur árum of seint í þessa keppni.“ „Júlí Heiðar og Þórdís Birna snúa aftur í Söngvakeppnina og í þetta sinn með lag sem ég fíla í botn, öfugt við þeirra síðasta framlag. Skemmtilegur eftingarvæntingartónn helst í hendur við löngunarfullan textann og vekur upp minningar af ferðalögum og þránna í að rata heim í rétta faðminn. Sterkasti íslenski textinn í þessari keppni (sem fær reyndar í heild sinni algjöra falleinkun í hinu ástkæra ylhýra). Stundum klisjukenndur, en það er allt í lagi því að lagið heldur honum uppi. Fínt framlag og besti dúettinn.“Lag Júlí Heiðars og Þórdísar Birnu á íslensku Bammbaramm Flytjandi: Hildur Kristín Stefánsdóttir Lag: Hildur Kristín Stefánsdóttir Texti: Hildur Kristín Stefánsdóttir „Ég fíla Hildi í botn og er rosalega glöð að hún er komin aftur í keppnina. Lagið hennar Fjaðrir, sem hún keppti með árið 2015, er eitt af mínum uppáhaldslögum úr Söngvakeppninni. Lagið hennar í ár er hrikalega skemmtilegt og líka alveg hrikalega ávanabindandi! Viðlagið fær maður algjörlega á heilann. Er líka ánægð með að hún heldur sig alveg við sinn stíl þó hún sé að taka þátt í Söngvakeppninni, hér er sko ekki verið að reyna búa til hinn fullkomna Eurovision slagara. Hildur á eftir að gera góða hluti í keppninni heima og lagið á örugglega eftir að hljóma á öllum útvarpsstöðvum landsins líklega á ensku því lagið er sterkara með þeim texta. Ef til kæmi að hún ynni hefði ég pínu áhyggjur hvernig laginu verður komið á svið þannig að það tali til sjónvarpsáhorfenda heima í stofu.“ „Hildur er afskaplega góð söngkona, lagið er grípandi og ég held að hún eigi eftir að fljúga í úrslit og slást þar í topp 3. Á samt ekki von á að þetta lag vinni keppnina.“ „Það er líka eitthvað skemmtilegt við stílinn hjá Hildi Kristínu sem tikkar inn í “spes íslenska söngkonan” boxið, Björk, Nanna í OMAM þið vitið. Staðalmyndin af skrýtnu íslensku stelpunni. Syndrómið sem býr til týpur eins og Riley Blue í Sense8.“ „Hér er á ferð söngkona sem er líklegast þekktust fyrir lagið I’ll Walk With You. Það fer ekkert á milli máli. Bammbaramm er mjög líkt fyrrnefndum slagara. Lagið er talsvert betra á ensku en íslensku og á líklegast eftir að komast í úrslit. Það vinnur þó ekki. Aðeins of hægt og óspennandi.“ „Svo yljar alltaf gömlum Júrónörd þegar veðjað er á gamalreynda textasnilld eins og “Bamm-baramm-baramm-bamm”. Ding-dinga-dong og Hubba Hule lifðu. En Amambanda gerði það ekki. Og enginn man í dag eftir hinu Abba-Júróvisjónlaginu, Ring Ring, sem komst ekki einu sinni i í lokakeppnina árið 1973. Þeir eru tvíeggjað sverð þessir bulltextar.“ „Frábært lag og algjör eyrnaormur í Hildar-stíl. Ég fíla hana í botn og held að töffheitin í henni og laginu séu nokkuð alþjóðleg og skili sér algjörlega á stóra sviðinu úti í Kænugarði.“ „Þetta er current og með texta sem allir læra strax. Ég elskaði Fjaðrir það sem það var nýtt blóð fyrir keppnina og þó Hildur sé búinn að poppa sig smá upp þá heldur hún í sínum “Alternative stíl”. Þetta er klárlega það lag sem ég tel eiga mesta möguleika úti. Lagið virkar vel bæði á ensku og íslensku ólíkt öðrum lögum í keppninni í ár. Söngurinn verður pottþéttur og ég vona að framsetning hennar verði frumleg eins Hildi er lagt, hver man ekki eftir Hildi í baðkarinu í þættinum hjá Gísla Marteini. „Þegar að Spotify hendir í mig hófstillta byrjunartóna lagsins hennar Hildar færist yfir mig einhver hamingja sem brýst út í brosi. Þetta er krúttlegt framlag sem tekur flug með söngstílnum hennar Hildar og viðlagi sem límir sig við mann. Svo flissa ég alltaf þegar hún syngur “When I saw you smile my way” því að hún ber “smile” fram “smell” og myndin í höfðinu á mér af karlmanni að lykta á eftir henni finnst mér skondin.“Lag Hildar á íslensku Nótt / Tonight Flytjandi: Aron Hannes Emilsson Lag: Sveinn Rúnar Sigurðsson Texti: Sveinn Rúnar Sigurðsson og Ágúst Ibsen „Skemmtilegt popplag sem minnir á ýmis önnur án þess að eitthvert eitt sé afgerandi. Býst við úrslitasæti hér.“ „Þriðja lagið í þessum 2-4 sæti hópi er Nótt með Aroni Hannesi Emilssyni sem gerir alvöru atlögu að skemmtistaðastemmingunni og gerir það vel. Þetta er alvöru lag, sérstaklega í ensku útgáfunni. Það veltur mikið á sviðsframkomunni en ef hún heppnast vel kæmi ekki á óvart að Nótt steli óvænt senunni og geri atlögu að yfirburðum Júlí Heiðars og Þórdísar Birnu.“ „Algjörlega hresst og skemmtilegt popplag enda segir Sveinn Rúnar að lagið hafi upphaflega verið samið fyrir sænskan markað. Maður fer alveg að dilla sér við það og það minnir einhvern vegin bæði á Justin Bieber og Eric Saade. Aroni fer mun betur úr hendi að syngja á ensku, hljómurinn í röddunni verður einhvern vegin fullorðinslegri heldur en þegar hann syngur á íslensku. Lagið á klárlega eftir að vera í toppslagnum í Söngvakeppninni og gæti hugsanlega gert góða hluti í Eurovision en það færi mikið eftir sviðsetningunni.“ „Aron er vanur að koma fram, hafandi tekið þátt bæði í Ísland Got Talent og Jólastjörnu Björgvins, en hann bar sigur úr býtum í síðarnefndu keppninni. Aron er fantagóður söngvari þegar hann tekur sig til en þetta lag er aðeins of stolið frá Justin Bieber fyrir minn smekk. En Aron kemst líklegast í undanúrslit á sönghæfileikum og fær viðurnefnið Aron Bieber í kaupbæti.“ „Það heyrist bæði á lagasmíð og útsetningu að þarna er ákveðinn professionalismi til staðar sem vantar meira og minna í flest hin lögin.“ „Hressandi smellur frá Sveini Rúnari í flutningi Arons sem er frekar current og hresst og minnir á vinsælu popplögin í dag. Ef framsetningin á sviðinu virkar kemur þetta til með að slá í gegn hjá ungu kynslóðinni. Kemur mér í gott skap.“ „Justin BIeber er mættur með allar tánings stúlkunar á eftir sér. Sveinn Rúnar sýnir hér að hann getur klætt sig í hvaða stíl sem er á lögum og tekst honum mjög vel hér og verður pott þétt í top 4 en hvort hann vinni er ekki gott að segja það sem keppnin er hörð. Þetta er klárlega það lag sem er líkast því sem er í útvarpinu um þessar mundir og Aron er fullkominn. Ef hann er flytjandi sem höndlar pressuna og hefur haldið sér í æfingu eftir Jólastjörnuna með Bjögga þá eru bara annsi góðar líkur að það fari í Súperfínalinn. En það er fráært að sjá nýtt andlit og vona að þetta verði stökkpallur fyrir Aron.“ „Doktorinn dúllulegi mætir með sitt 15. framlag, í þetta sinn sungið af hinum 19 ára Aroni Hannesi. Æj, ég man ekki eftir að nokkuð lag eftir Dr. Svein Rúnar hafi fallið að mínum smekk og þetta lag er svo sem engin undantekning. Það er hins vegar orðin mjög góð hefð að hafa í það minnsta eitt læknislag með í keppninni og þetta er sennilega eitt af hans bestu. Vinnur sennilega á með meiri hlustun.“Lag Arons Hannesar á íslensku Þú og ég / You and I Flytjandi: Kristina Bærendsen og Páll Rósinkranz Lag: Mark Brink Texti: Mark Brink „Kántrý og júróvísjón ná vel saman eins og við höfum heyrt gegnum árin. Þetta er kannski ekki eins sterkt og Calm after the Storm frá Hollandi 2014, en það kæmi mér ekki á óvart að lifandi flutningu myndi fleyta því í samkeppnina á toppnum. Sérstaklega finnst mér Kristina ná að gæða lagið lífi með hásri röddu sinni. Hugsanlegur, en óvæntur, sigurvegari.“ „Þú og ég með Kristinu Bærendsen og Páli Rósinkranz er sæt kántríballaða, væri flott í rómantískri dramasýningu á sviði Borgarleikhússins en því miður klassísk tissepause á Júrósviðinu.“ „Leiðinlegasta lagið í ár en mér til mikilla undrunar komast svona lög oft langt. Það er í lagi meðan það bara vinnur ekki!“ „Síðan er það lag Mark Brink “Þú og ég / You and I” sem er að mínu mati virkilega fallegt “country-lag” smekklega útsett og sérlega vel sungið af Kristina Bærendsen frá Færeyjum og Páli (okkar) Rósinkrans. Áþekk lög hafa oft náð góðum árangri í Eurovisionkeppninni og hér eru á ferðinni söngvarar á heimsklassa sem munu ekki stíga feilspor í flutningi sínum.“ „Kántrískotin ballaða sem maður bíður eiginlega eftir því að sé búin. Svona klósettpásulag. Þó flytjendurnir báðir séu þrususöngvarar ná þeir ekki að bjarga þessu lagi upp úr undankeppninni.“ „Mér finnst íslenska útgáfan alveg drepleiðinleg og hallærisleg en enska útgáfan með færeyska suðurríkjahreimnum hennar Kristínu verður aðeins skárra. Íslenski textinn er illa saminn, þar sem “þér” rímar meðal annars við “þér” og er fullur af leiðinlegum línum sem heyrst hafa hundrað sinnum. Viðlagið er einfaldlega “þú og ég” síendurtekið sem er of þunnt fyrir keppni sem byggist upp á að slá í gegn í fyrstu hlustum og lagið er ekki brotið upp með neinni brú og verður leiðigjarnt.“Lag Kristinu og Páls á íslensku Hvað með það / Is This Love? Flytjandi: Daði Freyr Pétursson Lag: Daði Freyr Pétursson Texti: Daði Freyr Pétursson „80´s unglingurinn í mér elskar þetta en efast um að það nái í gegn í þessari keppni. En ég vona að Daði Freyr sendi frá sér rímix af laginu. Kemst líklega ekki í úrslit, því miður.“ „Hvað með þig með Daða Frey Péturssyni virðist vera fyrsta júróvisjónlagið (og eitt af fáum almennt síðan Da-da-da) sem er spilað á Casio VL-1. Það er nettur Berndsen fílingur í þessu sem er að gera sig ágætlega, bara fínt popplag, en á Júróvisjónsviðinu er þetta álíka hittari og Divine með Sébastian Tellier. Og áður en hipsterar landsins stökkva á fætur með vaggandi putta til varnar Sébastien Tellier þá bendi ég á að Divine endaði í 19. sæti af 25 í lokakeppninni - sem það var bara með í því að Frakkland er eitt af fimm stóru löndunum sem þarf ekki að taka þátt í riðlakeppninni. Átti aldrei séns annars.“ „Þegar ég hlustaði fyrst á þetta lag datt mér strax í hug eitt af mínum sakbitnu sælum úr Söngvakeppninni, Rýting með Fatherz‘n´Sons. Það er svo sem ekkert mjög margt líkt með lögunum en þó einhver keimur. Verð þó að segja að mér finnst Rýtingur mun skemmtilegri þó ég hafi verið mjög spennt að heyra þetta lag enda dálítill sökker fyrir synþapoppi! Þetta lag gefur mjög góða von í upphafi með hressilegum synþum í byrjun en fellur svolítið í flokkinn „vonbrigði viðlagana“ þar sem lög lofa góðu þar til kemur að óspennandi viðlagi. Held að lagið eftir að líða fyrir það að þurfa vera flutt á íslensku í undankeppninni.“ „Hér er á ferð flytjandi sem kom mér hvað mest á óvart. Ansi hreint gott lag og frábrugðið öðrum í keppninni. Þessi kemst í undanúrslit og á örugglega eftir að láta meira að sér kveða.“ „Daði Freyr blandar saman elektrónísku synthapoppi og Rick Astley og útkoman er ágæt. Held að sviðsetningin muni hafa mikið um þetta að segja. Annað hvort verður útkoman hallærislega gamaldags eða hressilega retró. Sjáum til.“Lag Daða Freys á íslensku Treystu á mig / Trust in Me Flytjandi: Sólveig Ásgeirsdóttir Lag: Iðunn Ásgeirsdóttir Texti: Iðunn Ásgeirsdóttir og Ragnheiður Bjarnadóttir „Sætt og krúttlegt lag og ég hlakka til að hlusta á Sólveigu flytja það. Hún gæti alveg selt okkur það inn í úrslit, en það gæti líka orðið með þeim neðstu í svona sterkri keppni.“ „Pínu krúttlegt allt saman en frekar óeftirminnilegt lag. Byrjunin er frekar löng og maður bíður eftir hressu og grípandi viðlagi sem veldur þó smá vonbrigðum.“ „Nú er einhver búinn að hlusta aðeins of mikið á írsku systkinin í The Corrs. Þetta sánd er aðeins of næntís fyrir mig. Sólveig er flott stelpa en ég held að hún komist ekki upp úr undankeppninni með þetta lag.“ „Þetta hlýtur að teljast besta frumraun keppninar frá upphafi. Lagahöfundur sem hefur aldrei samið heilt lag áður semur fyrir systur sína sem syngur í fyrsta sinn opinberlega og útkoman er unaðsleg. Það er eitthvað við þetta lag sem lætur mig langa að hella upp á kaffi og hjúfra mig upp við eiginmanninn og kisurnar mínar. Lagið er ekki hnökralaust, viðlagið ætti helst að endurtaka í hvert einasta skipti, viðlagið hljómar málfræðilega skringilega (því að “Hér” og “er” falla saman) og það er einhver skrítin bassanóta þarna einhversstaðar. Textinn er líka pínu ruglandi; hluti textans fjallar um að parið láti gagnrýni annarra sem þau fá reglulega ekki á sig fá, en lagið er allt of upplífgandi til að passa við þessar neikvæðu tilfinningar. Krúttsprengja ársins.“Lag Sólveigar á íslensku Skuggamynd / I‘ll Be Gone Flytjandi: Erna Mist Pétursdóttir Lag: Erna Mist Pétursdóttir Texti: Erna Mist Pétursdóttir og Guðbjörg Magnúsdóttir „Margt minnir um of á Undo (Svíþjóð 2014) sem sjálft var fulllíkt Wrecking Ball með Miley Cyrus. Að því sögðu er þetta fallegt lag (enda fyrirmyndirnar góð lög). Endirinn ekki eins kraftmikill og ég hefði vonað, en á þó von á að þetta verði meðal þeirra sex laga sem fara í úrslit.“ „Skuggamynd með Ernu Mist Pétursdóttur hefur flotta uppbyggingu, það er góður slurkur af Wrecking Ball fíling í því (sem í minni bók er mikið lof, Miley Cyrus er jú Madonna vorra tíma), en það fellur í “of lengi að byrja” gryfjuna, keyrir ekki nægilega snemma inn á stuðið og tapar því athyglinni.“ „Er svo hrikalega ánægð að sjá ungar stelpur koma með sitt eigið efni í keppnina og af þeim finnst mér Erna Mist standa upp úr. Lagið hennar er uppáhalds ballaðan mín í ár (að Svölu undanskilinni ef einhver vill kalla hennar lag ballöðu). Ég er veik fyrir svona örlítið dulúðlegum og sorglegum ballöðum sem stækka smám saman út lagið og þannig er þessi ballaða svo sannarlega. Var búin að hlusta á það nokkrum sinnum á íslensku áður en ég hlustaði á ensku útgáfuna og hún er sko alls ekki síðri! Eitt af fáum lögum sem eru jafngóð á báðum tungumálunum.“ „Ég tek hattinn ofan fyrir þessari stúlku sem ég hef aldrei séð áður. Bara 18 ára og búin að semja þetta fínasta lag. Og að taka þátt í Eurovision. Vel gert! Ef hún þrumar þessu út úr sér hnökralaust á sviðinu gæti hún komist áfram.“ „Erna Mist er hæfileikarík ung stúlka, svo ekki sé meira sagt. Lagasmíðin er góð og textinn fínn og lagið mjög fallegt. Erna er frekar mjóróma og mér finnst hún ekki alveg halda þessu lagi uppi, sem hún gerði mun betur í ljúfa indílaginu sínu í fyrra. Útsetningin er ekki nógu kraftrík heldur. Ég er samt mjög ánægð með þessa ungu, sjálfstæðu og kláru stúlku og hlakka til að heyra meira.“Lag Ernu á íslensku Ástfangin / Obvious Love: Flytjandi: Linda Hartmanns Lag: Linda Hartmanns Texti: Linda Hartmanns og Erla Bolladóttir „Afskaplega falleg ballaða og enn kraftmeiri uppbygging í lokin gæti fleytt því í úrslit. Verður um miðbik keppninnar.“ „Ástfangin með Lindu Hartmans er soldið eins og kvikmyndin Lost in Translation, voða flott og vel sungið, en það gerist ósköp lítið.“ „Í byrjun vakti þetta lag engan vegin athlygli mína. Eftir nokkrar hlustanir kveikti það þó á einhverjum perum og við það datt það inn á playlistann minn ásamt lögum Hildar, Svölu, Arons, Arons og Ernu Mistar. Falleg lagt sem verður örugglega bæði huggulegt og flott á sviðinu í Söngvakeppninni en er ekki viss um að það myndi gera góða hluti í Eurovision.“ „Linda er fáránlega lík ríkjandi Eurovision-sigurvegara, Jamölu! Hún fær plús fyrir að vera ekki aðeins dramatísk eins og Jamala vinkona okkar heldur líka tvífari hennar. Lagið er fínasta ballaða og Linda kemst upp úr undankeppninni ef hún setur gott power í flutninginn í beinni a la Bonnie Tyler.“ „Mér finnst þetta því miður alveg drepleiðinlegt. Ég skil ekkert í því af hverju söngkonan stendur glottandi í lok myndbands sem fjallar um konu sem tekur kolranga ákvörðun og gefur mann upp á bátinn en ákveður svo að “obsessa” yfir honum þegar það er of seint. Hættu þessu væli kona og farðu á Tinder. Lagið er allt of hægt og endirinn skrítinn. En Linda flytur þetta óaðfinnanlega.“Lag Lindu á íslensku Mér við hlið / Make Your Way Back Home: Flytjandi: Rúnar Eff Rúnarsson Lag: Rúnar Eff Rúnarsson Texti: Rúnar Eff Rúnarsson „Ágætis ballaða og skemmtilegur íslenskur texti. Hlakka til að heyra það í lifandi flutningi. Kæmi á óvart ef það kæmist í úrslit.“ „Mér við hlið með Rúnari Eff hverfur jafn hratt út um annað eyra mitt og ég næ að spila það inn um hitt. Mér finnst það bara ágætt á meðan ég hlusta en um leið og ég hætti að hlusta þá man ég ekkert eftir því. Það vantar alveg húkkið. Júró gefur því miður ekki afslætti af slíku.“ „Alveg ágætist hygge popp á íslensku en breytist í tregasöng á ensku. Lagið byggist smám saman upp en er svolítið endasleppt, svolítið eins og slökkt hafi verið eftir 3 mínútur. Tel litlar líkur á að lagið geri góða hluti í Söngvakeppninni.“ „Hingað til hefur handboltarokk í anda Creed ekki átt góðu gengi að fagna í Eurovision þannig að þetta var eiginlega búið hjá Rúnari Eff áður en hann byrjaði. Sorrí.“ „Rúnar Eff býður okkur upp á dramatískt lag um eftirvæntingu eftir ástinni sinni. Söngurinn minnir á Creed sem höfðar til sumra og aðrir hafa ímugust á. Textinn er illa saminn, línuskiptingin hörmuleg og atkvæðin passa ekki alltaf við laglínuna. Lagið er með sterkt tempó sem passar einhvernveginn ekki við það að tíminn líði svona hægt eins og hann vill meina í textanum. Miðað við hvað útsetningin er hádramatískt finnst mér vídjóið innihalda of mikið grín (einhver gervislagur og klósettröð og kjaftæði) þó mér finnist hugmyndin góð. Dubstepstefið sem kemur upp úr þurru hristir alltaf svolítið upp í mér og ég veit ekki hvort það er gott eða slæmt.“ „Það er svo ekki hægt að klára þennan rant án þess að minnast á textasnilld ársins (fyrir utan Bammbarammbarammbarammrammbamm) sem er klárlega “Klukkan hringir korter í 7, langar að snooza til allvega 2”. Klöppum fyrir því. Takk fyrir. Takk.“Lag Rúnars á íslensku Til mín / Again Flytjendur: Arnar Jónsson og Rakel Pálsdóttir Lag: Hólmfríður Ósk Samúelsdóttir Texti: Hólmfríður Ósk Samúelsdóttir „Falleg ballaða en ekki nógu afgerandi til að keppast um sæti í úrslitum. Það vantar hreinlega sprengingar í lokin.“ „Til mín með Arnari Jónssyni og Rakel Pálsdóttur gerir heiðarlega tilraun til að vera stóri dúettinn í keppninni í ár og að vissu leyti heppnast það ágætlega. Lagið er hins vegar allt of hægt og rólegt til að eiga séns og nær ekki nægilega stórum hápunkti. Það vantar alveg Whitney Houston klímaxið í það.“ „Hér er á ferðinni ágætis ballaða en það eru bara aðrar ballöður í keppninni sem eru sterkari auk þess sem lagið er ekki nægilega eftirminnilegt til að gera góða hluti í keppnum, sérstaklega í Eurovision keppninni sjálfri. Lagið er mun sterkara á íslensku, finnst það í raun pínulítið kjánalegt á ensku einhvern vegin eins og textinn passi ekki.“ „Hér vantar alla dramatík. Frekar dauft lag sem er synd því báðir flytjendurnir eru afskaplega frambærilegir. Þessi dúett kemst ekki áfram í undanúrslit.“ „Intróið er flott. Rest óspennandi.“Lag Arnars og Rakelar á íslenskuÁlitsgjafar: Alma Tryggvadóttir meðlimur í FÁSES (Félag áhugafólks um söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva), Ásgeir Orri Ásgeirsson lagasmiður, Bergþór Pálsson söngvari, Eyrún Valsdóttir FÁSES-liði, Flosi Jón Ófeigsson meðlimur í stjórn FÁSES, Grétar Örvarsson tónlistarmaður, Hildur Tryggvadóttir Flovenz ritstjóri Alls um Júróvisjon og FÁSES-liði, Inga Auðbjörg K. Straumland Vefhönnuður hjá vefstofunni Frumkvæði, Jóhannes Þór Skúlason, Eurovision-nörd og fyrrverandi aðstoðarmaður forsætisráðherra, Lilja Katrín Gunnarsdóttir textasmiður og bakari, Reynir Þór Eggertsson doktor í norrænum fræðum og framhaldsskólakennari og Tinna Ólafsdóttir textasmiður hjá PIPAR\TBWA.
Föstudagsplaylisti Lindu Hartmanns Linda Hartmanns setti þennan ljúfa og notalega föstudagslagalista saman fyrir lesendur Lífsins. 27. janúar 2017 10:15
Måns kemur fram í Laugardalshöllinni Måns Zelmerlöw, sigurvegari Eurovision árið 2015, mun taka að minnsta kosti tvo lög á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar í ár. 27. janúar 2017 19:41
Sjonni keypti gítarinn í laumi rétt áður en hann lést: „Upp úr því byrjaði ég að fikta“ "Ég fékk ekki mikla þjálfun frá pabba mínum. Ég fékk fyrst gítar þegar ég var 15 ára. Hann deyr í janúar 2011 og ég á afmæli í febrúar. Þórunn og pabbi voru búin að ákveða að gefa mér gítar og ég fékk hann þarna í febrúar. Upp úr því byrjaði ég að fikta með gítarinn og þannig byrjaði ég að syngja að einhverri alvöru.“ 27. janúar 2017 10:30