Stjórnvöld munu ekki leysa verkfall sjómanna Gunnar atli gunnarsson skrifar 30. janúar 2017 18:47 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur komið þeim skilaboðum til deiluaðila í verkfalli sjómanna að stjórnvöld muni ekki koma að því að leysa deiluna, til að mynda með lagasetningu. Tæpar sjö vikur eru frá því verkfall sjómanna hófst. Fyrir viku var viðræðunum slitið og síðan þá hefur ekki verið boðað til fundar í deilunni. Allir deiluaðilar voru sammála um það í samtali við fréttastofu í dag að ekkert benti til þess að samkomulag myndi nást í deilunni á næstunni.Þungt fyrir þjóðarbúiðÞorgerður Katrín segir stöðuna grafalvarlega. Hún hafi ítrekað fengið skilaboð undanfarið um alvarlega stöðu markaða fyrir íslenskar sjávarafurðir í útlöndum. „Þannig að þetta er orðið mjög þungt fyrir þjóðarbúið. En eftir stendur að þetta er deila sem að sjómenn og útgerðarmenn verða að leysa sín á milli. Þau skilaboð eru mjög skýr af minni hálfu og ríkisstjórnarinnar,” segir Þorgerður.Hefur þú verið í samskiptum við deiluaðila?„Já ég hef fylgst með þessu óformlega og átt góð samtöl við bæði öfluga forystumenn útgerðar og sjómanna.”Hvaða skilaboð hefur þú fært þessum aðilum í þeim samtölum?„Ja, skilaboðin eru annars vegar þau að ríkisvaldið er ekki að koma að því að leysa deiluna, eða setja lög á verkfall sjómanna,” segir Þorgerður.Ekki gæfulegt fyrir ríkisstjórninaHins vegar hafi hún hvatt deiluaðila til að ná samningum. Aðspurð hvort það sé útilokað að Alþingi setji lög á verkfallið segir Þorgerður að það sé ekki á dagskrá ríkisstjórnarinnar. „Þetta er á þeirra ábyrgð, sjómanna og útgerðar, að finna lausn á þessu máli. Þetta skiptir þjóðarbúið mjög miklu máli. Ég tel að það væri ekki gæfulegt ef að ríkisstjórnin ætlaði að fara að stíga inn í þessa deilu þegar að við erum að sjá hugsanlega mjög þungar kjaradeilur á næstu misserum,” segir Þorgerður. Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Enn stál í stál í verkfalli sjómanna Formaður Sjómannasambands Íslands segir að verkfallið nú sé orðið það lengsta í sögunni ef með eru taldir fjórir verkfallsdagar í nóvember. 29. janúar 2017 14:45 Margir hafa misst trú á íslenskum sjávarútvegi Stöðugir markaðir fyrir ferskan fisk í Sviss, Bandaríkjunum og víðar hafa tapast og erlend stórfyrirtæki hafa misst trúna á íslenskum sjávarútvegi og snúa sér í auknum mæli til Noregs vegna sjómannaverkfallsins. 24. janúar 2017 21:30 Úrslitafundur á mánudag: Engu munaði að slitnaði upp úr viðræðum í vikunni 1440 hafa verið skráðir á atvinnuleysiskrá vegna sjómannaverkfallsins. Eftir um 5 vikna verkfall er deilan enn í hnút og engu munaði að að slitnaði upp úr viðræðunum í vikunni. 21. janúar 2017 22:09 Loðnuleit lokið en engin ástæða er til bjartsýni Sjómannaverkfall hafði þau áhrif að leitin fór fram með breyttu sniði miðað við upphaflega áætlun. 25. janúar 2017 07:00 Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur komið þeim skilaboðum til deiluaðila í verkfalli sjómanna að stjórnvöld muni ekki koma að því að leysa deiluna, til að mynda með lagasetningu. Tæpar sjö vikur eru frá því verkfall sjómanna hófst. Fyrir viku var viðræðunum slitið og síðan þá hefur ekki verið boðað til fundar í deilunni. Allir deiluaðilar voru sammála um það í samtali við fréttastofu í dag að ekkert benti til þess að samkomulag myndi nást í deilunni á næstunni.Þungt fyrir þjóðarbúiðÞorgerður Katrín segir stöðuna grafalvarlega. Hún hafi ítrekað fengið skilaboð undanfarið um alvarlega stöðu markaða fyrir íslenskar sjávarafurðir í útlöndum. „Þannig að þetta er orðið mjög þungt fyrir þjóðarbúið. En eftir stendur að þetta er deila sem að sjómenn og útgerðarmenn verða að leysa sín á milli. Þau skilaboð eru mjög skýr af minni hálfu og ríkisstjórnarinnar,” segir Þorgerður.Hefur þú verið í samskiptum við deiluaðila?„Já ég hef fylgst með þessu óformlega og átt góð samtöl við bæði öfluga forystumenn útgerðar og sjómanna.”Hvaða skilaboð hefur þú fært þessum aðilum í þeim samtölum?„Ja, skilaboðin eru annars vegar þau að ríkisvaldið er ekki að koma að því að leysa deiluna, eða setja lög á verkfall sjómanna,” segir Þorgerður.Ekki gæfulegt fyrir ríkisstjórninaHins vegar hafi hún hvatt deiluaðila til að ná samningum. Aðspurð hvort það sé útilokað að Alþingi setji lög á verkfallið segir Þorgerður að það sé ekki á dagskrá ríkisstjórnarinnar. „Þetta er á þeirra ábyrgð, sjómanna og útgerðar, að finna lausn á þessu máli. Þetta skiptir þjóðarbúið mjög miklu máli. Ég tel að það væri ekki gæfulegt ef að ríkisstjórnin ætlaði að fara að stíga inn í þessa deilu þegar að við erum að sjá hugsanlega mjög þungar kjaradeilur á næstu misserum,” segir Þorgerður.
Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Enn stál í stál í verkfalli sjómanna Formaður Sjómannasambands Íslands segir að verkfallið nú sé orðið það lengsta í sögunni ef með eru taldir fjórir verkfallsdagar í nóvember. 29. janúar 2017 14:45 Margir hafa misst trú á íslenskum sjávarútvegi Stöðugir markaðir fyrir ferskan fisk í Sviss, Bandaríkjunum og víðar hafa tapast og erlend stórfyrirtæki hafa misst trúna á íslenskum sjávarútvegi og snúa sér í auknum mæli til Noregs vegna sjómannaverkfallsins. 24. janúar 2017 21:30 Úrslitafundur á mánudag: Engu munaði að slitnaði upp úr viðræðum í vikunni 1440 hafa verið skráðir á atvinnuleysiskrá vegna sjómannaverkfallsins. Eftir um 5 vikna verkfall er deilan enn í hnút og engu munaði að að slitnaði upp úr viðræðunum í vikunni. 21. janúar 2017 22:09 Loðnuleit lokið en engin ástæða er til bjartsýni Sjómannaverkfall hafði þau áhrif að leitin fór fram með breyttu sniði miðað við upphaflega áætlun. 25. janúar 2017 07:00 Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Sjá meira
Enn stál í stál í verkfalli sjómanna Formaður Sjómannasambands Íslands segir að verkfallið nú sé orðið það lengsta í sögunni ef með eru taldir fjórir verkfallsdagar í nóvember. 29. janúar 2017 14:45
Margir hafa misst trú á íslenskum sjávarútvegi Stöðugir markaðir fyrir ferskan fisk í Sviss, Bandaríkjunum og víðar hafa tapast og erlend stórfyrirtæki hafa misst trúna á íslenskum sjávarútvegi og snúa sér í auknum mæli til Noregs vegna sjómannaverkfallsins. 24. janúar 2017 21:30
Úrslitafundur á mánudag: Engu munaði að slitnaði upp úr viðræðum í vikunni 1440 hafa verið skráðir á atvinnuleysiskrá vegna sjómannaverkfallsins. Eftir um 5 vikna verkfall er deilan enn í hnút og engu munaði að að slitnaði upp úr viðræðunum í vikunni. 21. janúar 2017 22:09
Loðnuleit lokið en engin ástæða er til bjartsýni Sjómannaverkfall hafði þau áhrif að leitin fór fram með breyttu sniði miðað við upphaflega áætlun. 25. janúar 2017 07:00