Stjórnvöld munu ekki leysa verkfall sjómanna Gunnar atli gunnarsson skrifar 30. janúar 2017 18:47 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur komið þeim skilaboðum til deiluaðila í verkfalli sjómanna að stjórnvöld muni ekki koma að því að leysa deiluna, til að mynda með lagasetningu. Tæpar sjö vikur eru frá því verkfall sjómanna hófst. Fyrir viku var viðræðunum slitið og síðan þá hefur ekki verið boðað til fundar í deilunni. Allir deiluaðilar voru sammála um það í samtali við fréttastofu í dag að ekkert benti til þess að samkomulag myndi nást í deilunni á næstunni.Þungt fyrir þjóðarbúiðÞorgerður Katrín segir stöðuna grafalvarlega. Hún hafi ítrekað fengið skilaboð undanfarið um alvarlega stöðu markaða fyrir íslenskar sjávarafurðir í útlöndum. „Þannig að þetta er orðið mjög þungt fyrir þjóðarbúið. En eftir stendur að þetta er deila sem að sjómenn og útgerðarmenn verða að leysa sín á milli. Þau skilaboð eru mjög skýr af minni hálfu og ríkisstjórnarinnar,” segir Þorgerður.Hefur þú verið í samskiptum við deiluaðila?„Já ég hef fylgst með þessu óformlega og átt góð samtöl við bæði öfluga forystumenn útgerðar og sjómanna.”Hvaða skilaboð hefur þú fært þessum aðilum í þeim samtölum?„Ja, skilaboðin eru annars vegar þau að ríkisvaldið er ekki að koma að því að leysa deiluna, eða setja lög á verkfall sjómanna,” segir Þorgerður.Ekki gæfulegt fyrir ríkisstjórninaHins vegar hafi hún hvatt deiluaðila til að ná samningum. Aðspurð hvort það sé útilokað að Alþingi setji lög á verkfallið segir Þorgerður að það sé ekki á dagskrá ríkisstjórnarinnar. „Þetta er á þeirra ábyrgð, sjómanna og útgerðar, að finna lausn á þessu máli. Þetta skiptir þjóðarbúið mjög miklu máli. Ég tel að það væri ekki gæfulegt ef að ríkisstjórnin ætlaði að fara að stíga inn í þessa deilu þegar að við erum að sjá hugsanlega mjög þungar kjaradeilur á næstu misserum,” segir Þorgerður. Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Enn stál í stál í verkfalli sjómanna Formaður Sjómannasambands Íslands segir að verkfallið nú sé orðið það lengsta í sögunni ef með eru taldir fjórir verkfallsdagar í nóvember. 29. janúar 2017 14:45 Margir hafa misst trú á íslenskum sjávarútvegi Stöðugir markaðir fyrir ferskan fisk í Sviss, Bandaríkjunum og víðar hafa tapast og erlend stórfyrirtæki hafa misst trúna á íslenskum sjávarútvegi og snúa sér í auknum mæli til Noregs vegna sjómannaverkfallsins. 24. janúar 2017 21:30 Úrslitafundur á mánudag: Engu munaði að slitnaði upp úr viðræðum í vikunni 1440 hafa verið skráðir á atvinnuleysiskrá vegna sjómannaverkfallsins. Eftir um 5 vikna verkfall er deilan enn í hnút og engu munaði að að slitnaði upp úr viðræðunum í vikunni. 21. janúar 2017 22:09 Loðnuleit lokið en engin ástæða er til bjartsýni Sjómannaverkfall hafði þau áhrif að leitin fór fram með breyttu sniði miðað við upphaflega áætlun. 25. janúar 2017 07:00 Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Fleiri fréttir „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur komið þeim skilaboðum til deiluaðila í verkfalli sjómanna að stjórnvöld muni ekki koma að því að leysa deiluna, til að mynda með lagasetningu. Tæpar sjö vikur eru frá því verkfall sjómanna hófst. Fyrir viku var viðræðunum slitið og síðan þá hefur ekki verið boðað til fundar í deilunni. Allir deiluaðilar voru sammála um það í samtali við fréttastofu í dag að ekkert benti til þess að samkomulag myndi nást í deilunni á næstunni.Þungt fyrir þjóðarbúiðÞorgerður Katrín segir stöðuna grafalvarlega. Hún hafi ítrekað fengið skilaboð undanfarið um alvarlega stöðu markaða fyrir íslenskar sjávarafurðir í útlöndum. „Þannig að þetta er orðið mjög þungt fyrir þjóðarbúið. En eftir stendur að þetta er deila sem að sjómenn og útgerðarmenn verða að leysa sín á milli. Þau skilaboð eru mjög skýr af minni hálfu og ríkisstjórnarinnar,” segir Þorgerður.Hefur þú verið í samskiptum við deiluaðila?„Já ég hef fylgst með þessu óformlega og átt góð samtöl við bæði öfluga forystumenn útgerðar og sjómanna.”Hvaða skilaboð hefur þú fært þessum aðilum í þeim samtölum?„Ja, skilaboðin eru annars vegar þau að ríkisvaldið er ekki að koma að því að leysa deiluna, eða setja lög á verkfall sjómanna,” segir Þorgerður.Ekki gæfulegt fyrir ríkisstjórninaHins vegar hafi hún hvatt deiluaðila til að ná samningum. Aðspurð hvort það sé útilokað að Alþingi setji lög á verkfallið segir Þorgerður að það sé ekki á dagskrá ríkisstjórnarinnar. „Þetta er á þeirra ábyrgð, sjómanna og útgerðar, að finna lausn á þessu máli. Þetta skiptir þjóðarbúið mjög miklu máli. Ég tel að það væri ekki gæfulegt ef að ríkisstjórnin ætlaði að fara að stíga inn í þessa deilu þegar að við erum að sjá hugsanlega mjög þungar kjaradeilur á næstu misserum,” segir Þorgerður.
Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Enn stál í stál í verkfalli sjómanna Formaður Sjómannasambands Íslands segir að verkfallið nú sé orðið það lengsta í sögunni ef með eru taldir fjórir verkfallsdagar í nóvember. 29. janúar 2017 14:45 Margir hafa misst trú á íslenskum sjávarútvegi Stöðugir markaðir fyrir ferskan fisk í Sviss, Bandaríkjunum og víðar hafa tapast og erlend stórfyrirtæki hafa misst trúna á íslenskum sjávarútvegi og snúa sér í auknum mæli til Noregs vegna sjómannaverkfallsins. 24. janúar 2017 21:30 Úrslitafundur á mánudag: Engu munaði að slitnaði upp úr viðræðum í vikunni 1440 hafa verið skráðir á atvinnuleysiskrá vegna sjómannaverkfallsins. Eftir um 5 vikna verkfall er deilan enn í hnút og engu munaði að að slitnaði upp úr viðræðunum í vikunni. 21. janúar 2017 22:09 Loðnuleit lokið en engin ástæða er til bjartsýni Sjómannaverkfall hafði þau áhrif að leitin fór fram með breyttu sniði miðað við upphaflega áætlun. 25. janúar 2017 07:00 Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Fleiri fréttir „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Sjá meira
Enn stál í stál í verkfalli sjómanna Formaður Sjómannasambands Íslands segir að verkfallið nú sé orðið það lengsta í sögunni ef með eru taldir fjórir verkfallsdagar í nóvember. 29. janúar 2017 14:45
Margir hafa misst trú á íslenskum sjávarútvegi Stöðugir markaðir fyrir ferskan fisk í Sviss, Bandaríkjunum og víðar hafa tapast og erlend stórfyrirtæki hafa misst trúna á íslenskum sjávarútvegi og snúa sér í auknum mæli til Noregs vegna sjómannaverkfallsins. 24. janúar 2017 21:30
Úrslitafundur á mánudag: Engu munaði að slitnaði upp úr viðræðum í vikunni 1440 hafa verið skráðir á atvinnuleysiskrá vegna sjómannaverkfallsins. Eftir um 5 vikna verkfall er deilan enn í hnút og engu munaði að að slitnaði upp úr viðræðunum í vikunni. 21. janúar 2017 22:09
Loðnuleit lokið en engin ástæða er til bjartsýni Sjómannaverkfall hafði þau áhrif að leitin fór fram með breyttu sniði miðað við upphaflega áætlun. 25. janúar 2017 07:00