Stjórnvöld munu ekki leysa verkfall sjómanna Gunnar atli gunnarsson skrifar 30. janúar 2017 18:47 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur komið þeim skilaboðum til deiluaðila í verkfalli sjómanna að stjórnvöld muni ekki koma að því að leysa deiluna, til að mynda með lagasetningu. Tæpar sjö vikur eru frá því verkfall sjómanna hófst. Fyrir viku var viðræðunum slitið og síðan þá hefur ekki verið boðað til fundar í deilunni. Allir deiluaðilar voru sammála um það í samtali við fréttastofu í dag að ekkert benti til þess að samkomulag myndi nást í deilunni á næstunni.Þungt fyrir þjóðarbúiðÞorgerður Katrín segir stöðuna grafalvarlega. Hún hafi ítrekað fengið skilaboð undanfarið um alvarlega stöðu markaða fyrir íslenskar sjávarafurðir í útlöndum. „Þannig að þetta er orðið mjög þungt fyrir þjóðarbúið. En eftir stendur að þetta er deila sem að sjómenn og útgerðarmenn verða að leysa sín á milli. Þau skilaboð eru mjög skýr af minni hálfu og ríkisstjórnarinnar,” segir Þorgerður.Hefur þú verið í samskiptum við deiluaðila?„Já ég hef fylgst með þessu óformlega og átt góð samtöl við bæði öfluga forystumenn útgerðar og sjómanna.”Hvaða skilaboð hefur þú fært þessum aðilum í þeim samtölum?„Ja, skilaboðin eru annars vegar þau að ríkisvaldið er ekki að koma að því að leysa deiluna, eða setja lög á verkfall sjómanna,” segir Þorgerður.Ekki gæfulegt fyrir ríkisstjórninaHins vegar hafi hún hvatt deiluaðila til að ná samningum. Aðspurð hvort það sé útilokað að Alþingi setji lög á verkfallið segir Þorgerður að það sé ekki á dagskrá ríkisstjórnarinnar. „Þetta er á þeirra ábyrgð, sjómanna og útgerðar, að finna lausn á þessu máli. Þetta skiptir þjóðarbúið mjög miklu máli. Ég tel að það væri ekki gæfulegt ef að ríkisstjórnin ætlaði að fara að stíga inn í þessa deilu þegar að við erum að sjá hugsanlega mjög þungar kjaradeilur á næstu misserum,” segir Þorgerður. Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Enn stál í stál í verkfalli sjómanna Formaður Sjómannasambands Íslands segir að verkfallið nú sé orðið það lengsta í sögunni ef með eru taldir fjórir verkfallsdagar í nóvember. 29. janúar 2017 14:45 Margir hafa misst trú á íslenskum sjávarútvegi Stöðugir markaðir fyrir ferskan fisk í Sviss, Bandaríkjunum og víðar hafa tapast og erlend stórfyrirtæki hafa misst trúna á íslenskum sjávarútvegi og snúa sér í auknum mæli til Noregs vegna sjómannaverkfallsins. 24. janúar 2017 21:30 Úrslitafundur á mánudag: Engu munaði að slitnaði upp úr viðræðum í vikunni 1440 hafa verið skráðir á atvinnuleysiskrá vegna sjómannaverkfallsins. Eftir um 5 vikna verkfall er deilan enn í hnút og engu munaði að að slitnaði upp úr viðræðunum í vikunni. 21. janúar 2017 22:09 Loðnuleit lokið en engin ástæða er til bjartsýni Sjómannaverkfall hafði þau áhrif að leitin fór fram með breyttu sniði miðað við upphaflega áætlun. 25. janúar 2017 07:00 Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Fleiri fréttir Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur komið þeim skilaboðum til deiluaðila í verkfalli sjómanna að stjórnvöld muni ekki koma að því að leysa deiluna, til að mynda með lagasetningu. Tæpar sjö vikur eru frá því verkfall sjómanna hófst. Fyrir viku var viðræðunum slitið og síðan þá hefur ekki verið boðað til fundar í deilunni. Allir deiluaðilar voru sammála um það í samtali við fréttastofu í dag að ekkert benti til þess að samkomulag myndi nást í deilunni á næstunni.Þungt fyrir þjóðarbúiðÞorgerður Katrín segir stöðuna grafalvarlega. Hún hafi ítrekað fengið skilaboð undanfarið um alvarlega stöðu markaða fyrir íslenskar sjávarafurðir í útlöndum. „Þannig að þetta er orðið mjög þungt fyrir þjóðarbúið. En eftir stendur að þetta er deila sem að sjómenn og útgerðarmenn verða að leysa sín á milli. Þau skilaboð eru mjög skýr af minni hálfu og ríkisstjórnarinnar,” segir Þorgerður.Hefur þú verið í samskiptum við deiluaðila?„Já ég hef fylgst með þessu óformlega og átt góð samtöl við bæði öfluga forystumenn útgerðar og sjómanna.”Hvaða skilaboð hefur þú fært þessum aðilum í þeim samtölum?„Ja, skilaboðin eru annars vegar þau að ríkisvaldið er ekki að koma að því að leysa deiluna, eða setja lög á verkfall sjómanna,” segir Þorgerður.Ekki gæfulegt fyrir ríkisstjórninaHins vegar hafi hún hvatt deiluaðila til að ná samningum. Aðspurð hvort það sé útilokað að Alþingi setji lög á verkfallið segir Þorgerður að það sé ekki á dagskrá ríkisstjórnarinnar. „Þetta er á þeirra ábyrgð, sjómanna og útgerðar, að finna lausn á þessu máli. Þetta skiptir þjóðarbúið mjög miklu máli. Ég tel að það væri ekki gæfulegt ef að ríkisstjórnin ætlaði að fara að stíga inn í þessa deilu þegar að við erum að sjá hugsanlega mjög þungar kjaradeilur á næstu misserum,” segir Þorgerður.
Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Enn stál í stál í verkfalli sjómanna Formaður Sjómannasambands Íslands segir að verkfallið nú sé orðið það lengsta í sögunni ef með eru taldir fjórir verkfallsdagar í nóvember. 29. janúar 2017 14:45 Margir hafa misst trú á íslenskum sjávarútvegi Stöðugir markaðir fyrir ferskan fisk í Sviss, Bandaríkjunum og víðar hafa tapast og erlend stórfyrirtæki hafa misst trúna á íslenskum sjávarútvegi og snúa sér í auknum mæli til Noregs vegna sjómannaverkfallsins. 24. janúar 2017 21:30 Úrslitafundur á mánudag: Engu munaði að slitnaði upp úr viðræðum í vikunni 1440 hafa verið skráðir á atvinnuleysiskrá vegna sjómannaverkfallsins. Eftir um 5 vikna verkfall er deilan enn í hnút og engu munaði að að slitnaði upp úr viðræðunum í vikunni. 21. janúar 2017 22:09 Loðnuleit lokið en engin ástæða er til bjartsýni Sjómannaverkfall hafði þau áhrif að leitin fór fram með breyttu sniði miðað við upphaflega áætlun. 25. janúar 2017 07:00 Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Fleiri fréttir Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Sjá meira
Enn stál í stál í verkfalli sjómanna Formaður Sjómannasambands Íslands segir að verkfallið nú sé orðið það lengsta í sögunni ef með eru taldir fjórir verkfallsdagar í nóvember. 29. janúar 2017 14:45
Margir hafa misst trú á íslenskum sjávarútvegi Stöðugir markaðir fyrir ferskan fisk í Sviss, Bandaríkjunum og víðar hafa tapast og erlend stórfyrirtæki hafa misst trúna á íslenskum sjávarútvegi og snúa sér í auknum mæli til Noregs vegna sjómannaverkfallsins. 24. janúar 2017 21:30
Úrslitafundur á mánudag: Engu munaði að slitnaði upp úr viðræðum í vikunni 1440 hafa verið skráðir á atvinnuleysiskrá vegna sjómannaverkfallsins. Eftir um 5 vikna verkfall er deilan enn í hnút og engu munaði að að slitnaði upp úr viðræðunum í vikunni. 21. janúar 2017 22:09
Loðnuleit lokið en engin ástæða er til bjartsýni Sjómannaverkfall hafði þau áhrif að leitin fór fram með breyttu sniði miðað við upphaflega áætlun. 25. janúar 2017 07:00