Innlent

Ísland og Noregur vinna saman vegna Brexit

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra Íslands og Frank Bakke-Jensen, utanríkisráðherra Íslands hlið við hlið, ásamt starfsfólki.
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra Íslands og Frank Bakke-Jensen, utanríkisráðherra Íslands hlið við hlið, ásamt starfsfólki. Mynd/utanríkisráðuneytið
Ísland og Noregur munu eiga náið samstarf um fyrirhugaða úrsögn Bretlands úr Evrópusambandinu. Þetta var niðurstaða fundar utanríkisráðherra og Frank Bakke-Jensen, EES- og Evrópumálaráðherra Noregs, í Reykjavík í gær.

Í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu segir að Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, hafi á fundinum lagt áherslu á mikilvægi þess að EFTA-ríkin myndu starfa náið saman að því að tryggja sem best viðskiptakjör við Bretland eftir fyrirhugaða útgöngu þess úr Evrópusambandinu.

Unnið verður að nánari útfærslu á samstarfi landanna sem ráðherrarnir taka til frekari skoðunar í marsmánuði. Á fundinum ákvaðu ráðherrarnir ennfremur að styrkja samstarf Íslands og Noregs um framkvæmd EES-samningsins auk þess sem að ákveðið var að Ísland og Noregur muni taka höndum saman um að taka virkari þátt í mótun EES-löggjafar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×