Bandarísku taekwondo samtökin komin í mál Meisam Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 31. janúar 2017 13:30 Bandarísku taekwondo samtökin hafa sett sig í samband við Bandarísku Ólympíunefndina og stjórnvöld í Bandaríkjunum vegna máls Meisam Rafiei sem ekki mátti ferðast til Bandaríkjanna vegna tilskipunar Bandaríkjaforseta um ferðabann frá tilteknum ríkjum Mið-Austurlanda og Afríku. Íþróttafréttaveitan ESPN greinir frá þessu. Steve McNally, framkvæmdastjóri markaðs- og samskiptamála hjá Bandarísku samtökunum staðfestir að Meisam hafi ekki komist til landsins þrátt fyrir að vera skráður á opna Bandaríska meistaramótið í taekwondo. Hann vonast til að málið leysist þannig að Meisam geti keppt á mótinu. Meisam var meinað að fara til Bandaríkjanna á sunnudag sökum þess að hann er fæddur í Íran. Meisam er íslenskur ríkisborgari og fékk ríkisborgararétt fyrir um fimm árum síðan. Þá segir bandaríska sendiráðið í skriflegu svari til RÚV að ákvörðuninni verði ekki breytt. Meisam fái ekki að ferðast til Bandaríkjanna jafnvel þótt hann eigi íslenskt vegabréf.Sjá: „Íslenskum ríkisborgara meinað að fara tilBandaríkjanna.“Þá hefur íslenska taekwondo sambandið sett sig í samband við taekwondosamband Evrópu til að aðhafast í málinu. Taekwondosamband Íslands, harmar þá ákvörðun Bandaríkjastjórnar að meina Meisam Rafiei, landsliðsmanni í taekwondo og fyrrum landsliðsþjálfara, inngöngu í Bandaríkin. Þetta segir í tilkynningu frá sambandinu. Haukur Skúlason, formaður Taekwondo sambandsins, segir tilskipun Bandaríkjaforseta geta haft alvarlegar afleiðingfar fyrir fjölda atvinnumanna í íþróttum. „Við höfum átt mjög gott samstarf við utanríkisráðuneytið og Bandaríska sendiráðið sem fóru strax í það að koma til botns í málið á sunnudag,“ segir Haukur. „Einnig sendi sambandið áskorun út til evrópska taekwondosambandsins og heimssambandsins til að láta til sín taka í þessu máli af því að þetta snertir marga keppendur út um allan heim,“ segir hann. Aðspurður hvort að það hefði komið til umræðu að liðið dragi sig úr keppni til að mótmæla tilskipuninni segir Haukur að keppendurnir séu ekki úti á forsendum sambandsins því hefði það ekki vald til að boða keppendur heim í mótmælaskyni. Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Sjá meira
Bandarísku taekwondo samtökin hafa sett sig í samband við Bandarísku Ólympíunefndina og stjórnvöld í Bandaríkjunum vegna máls Meisam Rafiei sem ekki mátti ferðast til Bandaríkjanna vegna tilskipunar Bandaríkjaforseta um ferðabann frá tilteknum ríkjum Mið-Austurlanda og Afríku. Íþróttafréttaveitan ESPN greinir frá þessu. Steve McNally, framkvæmdastjóri markaðs- og samskiptamála hjá Bandarísku samtökunum staðfestir að Meisam hafi ekki komist til landsins þrátt fyrir að vera skráður á opna Bandaríska meistaramótið í taekwondo. Hann vonast til að málið leysist þannig að Meisam geti keppt á mótinu. Meisam var meinað að fara til Bandaríkjanna á sunnudag sökum þess að hann er fæddur í Íran. Meisam er íslenskur ríkisborgari og fékk ríkisborgararétt fyrir um fimm árum síðan. Þá segir bandaríska sendiráðið í skriflegu svari til RÚV að ákvörðuninni verði ekki breytt. Meisam fái ekki að ferðast til Bandaríkjanna jafnvel þótt hann eigi íslenskt vegabréf.Sjá: „Íslenskum ríkisborgara meinað að fara tilBandaríkjanna.“Þá hefur íslenska taekwondo sambandið sett sig í samband við taekwondosamband Evrópu til að aðhafast í málinu. Taekwondosamband Íslands, harmar þá ákvörðun Bandaríkjastjórnar að meina Meisam Rafiei, landsliðsmanni í taekwondo og fyrrum landsliðsþjálfara, inngöngu í Bandaríkin. Þetta segir í tilkynningu frá sambandinu. Haukur Skúlason, formaður Taekwondo sambandsins, segir tilskipun Bandaríkjaforseta geta haft alvarlegar afleiðingfar fyrir fjölda atvinnumanna í íþróttum. „Við höfum átt mjög gott samstarf við utanríkisráðuneytið og Bandaríska sendiráðið sem fóru strax í það að koma til botns í málið á sunnudag,“ segir Haukur. „Einnig sendi sambandið áskorun út til evrópska taekwondosambandsins og heimssambandsins til að láta til sín taka í þessu máli af því að þetta snertir marga keppendur út um allan heim,“ segir hann. Aðspurður hvort að það hefði komið til umræðu að liðið dragi sig úr keppni til að mótmæla tilskipuninni segir Haukur að keppendurnir séu ekki úti á forsendum sambandsins því hefði það ekki vald til að boða keppendur heim í mótmælaskyni.
Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Sjá meira