Tusk segir ríkisstjórn Trump ógna ESB Samúel Karl Ólason skrifar 31. janúar 2017 15:46 Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins. Vísir/AFP Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, segir ríkisstjórn Donald Trump vera ógn gegn sambandinu. Þar að auki ógni Kína, Rússland og íslamistar ESB. Þetta skrifaði Tusk í harðorðu bréfi til leiðtoga ESB vegna leiðtogafundarins í Möltu, sem hefst á föstudaginn. Þar segir Tusk einnig að sambandið verði að taka „stórkostleg skref“ og nýta sér einangrunarhyggju Trump til að auka viðskipti við önnur ríki. AFP fréttaveitan hefur komið höndum yfir afrit af bréfinu, þar sem Tusk segir þrjár ógnir steðja helst að Evrópusambandinu og því hafi aldrei verið ógnað meira. „Sú fyrsta er hið nýja stjórnmálaandrúmsloft í heiminum og umhverfis Evrópu,“ sagði Tusk. Þar að auki nefndi hann aukna hörku Kínverja og aðgerðir Rússa gagnvart Úkraínu og nágrönnum sínum. Stríð og stjórnleysi í Mið-Austurlöndum og Afríku og yfirlýsingar nýrrar ríkisstjórnar í Bandaríkjunum sem valdi áhyggjum. Allt þetta sagði Tusk að gerði framtíðina „sérstaklega óútreiknanlega“. Þá sagði hann að breytingarnar í Washington hefðu sérstök áhrif á ESB og settu sambandið í erfiða stöðu, þar sem ríkisstjórn Trump virðist ætla að snúa frá utanríkisstefnu Bandaríkjanna undanfarin 70.Önnur ógnin sagði Tusk að væri upprisa þjóðernishyggju í Evrópu og andstöðu við Evrópusambandið. Þriðja ógnin er, samkvæmt Tusk, hugarfar stjórnmálamanna sem styðja við bakið á ESB. Þeir sýndu of mikinn áhuga á því að daðra við popúlisma til að vinna atkvæði. Á leiðtogafundinum um helgina munu leiðtogar ESB fyrst ræða flóttamannavandann. Seinna mun Theresa May yfirgefa fundinn og rætt verður um framtíð ESB eftir Brexit og skipulagningu annars fundar í Róm í mars. Sá fundur mun marka 60 ára afmæli stofnsamnings ESB. Í bréfinu segir Tusk nauðsynlegt að ríki ESB standi saman til að halda fullkomnu sjálfstæði. Því ef sambandið sundraðist væru ríki þess háð stórveldum eins og Bandaríkjunum, Rússlandi og Kína. Donald Trump Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Fleiri fréttir Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Sjá meira
Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, segir ríkisstjórn Donald Trump vera ógn gegn sambandinu. Þar að auki ógni Kína, Rússland og íslamistar ESB. Þetta skrifaði Tusk í harðorðu bréfi til leiðtoga ESB vegna leiðtogafundarins í Möltu, sem hefst á föstudaginn. Þar segir Tusk einnig að sambandið verði að taka „stórkostleg skref“ og nýta sér einangrunarhyggju Trump til að auka viðskipti við önnur ríki. AFP fréttaveitan hefur komið höndum yfir afrit af bréfinu, þar sem Tusk segir þrjár ógnir steðja helst að Evrópusambandinu og því hafi aldrei verið ógnað meira. „Sú fyrsta er hið nýja stjórnmálaandrúmsloft í heiminum og umhverfis Evrópu,“ sagði Tusk. Þar að auki nefndi hann aukna hörku Kínverja og aðgerðir Rússa gagnvart Úkraínu og nágrönnum sínum. Stríð og stjórnleysi í Mið-Austurlöndum og Afríku og yfirlýsingar nýrrar ríkisstjórnar í Bandaríkjunum sem valdi áhyggjum. Allt þetta sagði Tusk að gerði framtíðina „sérstaklega óútreiknanlega“. Þá sagði hann að breytingarnar í Washington hefðu sérstök áhrif á ESB og settu sambandið í erfiða stöðu, þar sem ríkisstjórn Trump virðist ætla að snúa frá utanríkisstefnu Bandaríkjanna undanfarin 70.Önnur ógnin sagði Tusk að væri upprisa þjóðernishyggju í Evrópu og andstöðu við Evrópusambandið. Þriðja ógnin er, samkvæmt Tusk, hugarfar stjórnmálamanna sem styðja við bakið á ESB. Þeir sýndu of mikinn áhuga á því að daðra við popúlisma til að vinna atkvæði. Á leiðtogafundinum um helgina munu leiðtogar ESB fyrst ræða flóttamannavandann. Seinna mun Theresa May yfirgefa fundinn og rætt verður um framtíð ESB eftir Brexit og skipulagningu annars fundar í Róm í mars. Sá fundur mun marka 60 ára afmæli stofnsamnings ESB. Í bréfinu segir Tusk nauðsynlegt að ríki ESB standi saman til að halda fullkomnu sjálfstæði. Því ef sambandið sundraðist væru ríki þess háð stórveldum eins og Bandaríkjunum, Rússlandi og Kína.
Donald Trump Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Fleiri fréttir Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent