Umfjöllun: Keflavík - Grindavík 76-50 | Öruggt hjá Keflavík í Sláturhúsinu Aron Ingi Valtýsson í Keflavík skrifar 21. janúar 2017 14:45 Keflvíkingurinn Emelía Ósk Gunnarsdóttir hefur spilað vel í vetur. vísir/anton Ungt lið Keflavíkur vann sinn fjórða leik gegn Grindavík örugglega í sextándu umferð Dominos-deildar kvenna í körfubolta í dag. Leikurinn fór fram í Sláturhúsinu í Keflavík. Með sigrinum í dag hélt Keflavík efsta sætinu með 24 stig sem þær deildu með Skallagrím fyrir leikinn. En Skallagrímur á leik við Stjörnuna seinna í dag. Stelpurnar frá Grindavík sitja sem fastast á botni deildarinnar. Fyrir leikinn í dag voru liðin búin að mætast þrisvar sinnum, tvisvar í deildinni og einu sinni í bikar. Í öllum þrem leikjunum hafa slátrararnir frá Keflavík unnið með yfirburðum. Leikirnir í deildinni sem fóru fram á sitthvorum heimavellinum enduðu með 24 og 18 stiga mun. Síðasti leikur liðanna var í bikarnum fyrir viku síðan þar sem Keflavíkurstúlkur rúlluðu yfir Grindavík með 32 stigum. Ekki mátti búast við hörku leik hér í dag. Fyrsti leikhlutinn fór ósköp hægt af stað og eftir 5 mínútur var staðan aðeins 6-2 Keflavík í vil. Keflavík var að pressa allan völlinn sem gestirnir voru í basli með að leysa en voru að spila flotta vörn og létu finna vel vel fyrir sér. Leikhlutinn endaði 14-12 Keflavík í vil. Grindavík kom mun ákveðnari inn í annan leikhluta. Grindavík jafnaði leikinn 21-21 þegar þrjár mín voru búnar af leikhlutanum. Þá tók Birna Valgerður til sinna ráða og skoraði 7 stig og gaf 2 stoðsendingar áður en hún var tekin útaf. Keflavík tók 21-6 áhlaup og endaði leikhlutinn 42-27 fyrir Keflavík. Keflavík var með tögl og haldir allan seinni hálfleikinn. Keflavíkurhraðlestin hélt áfram að malla sama hver var inná. Þegar 5 mín voru búnar af þriðja leikhluta var enginn byrjunarliðsleikmaður inná hjá Keflavík og það sem eftir liði leiks. Gestirnir reyndu hvað þeir gátu að klóra í bakkan í fjórða leikhluta en Keflavík kom með svar um hæl og endaði leikinn með 26 stiga sigri Keflavíkur eða 76-50.Af hverju vann Keflavík? Keflavíkurliðið var eins og Díselvél í þessum leik. Voru lengi að koma sér af stað og gekk mjög illa. Sverrir Þór var með WD40 á hliðiarlínunni að úða á leikmenn sína til þess að koma stelpunum í gang. Keflavík komst í gang um miðjan annan leikhluta og tóku 21-6 áhlaup. Þegar vélinn var kominn í gang var ekki aftur snúið og gekk sóknarleikur liðsins mjög vel.Bestu menn vallarins: Moorer Ariana var atkvæðamest hjá Kefalvík með 18 stig, 7 fráköst og gaf 4 stöðsendingar. Emilía Ósk Gunnarsdóttir kom á eftir henni með 13 stig og tók 4 fráköst. Hjá Grindavík var María Ben Erlingsdóttir sú eina sem var með lífsmarki. En María Skoraði 15 stig, 8 fráköst og gaf 2 stoðsendingar. Lovísa Falsdóttir kom á eftir henni með 10 stig, 7 fráköst og 4 stoðsendingar.Áhugaverð tölfræði: Eftir fjóra leiki þessa liða hefur Keflavík unnið samtals með 100 stiga mun. Grindavík setti niður 1 þrist af 17 skotum eða 6% nýting.Bein lýsing: Keflavík - Grindavík Dominos-deild kvenna Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport „Hvað getur Slot gert?“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Sjá meira
Ungt lið Keflavíkur vann sinn fjórða leik gegn Grindavík örugglega í sextándu umferð Dominos-deildar kvenna í körfubolta í dag. Leikurinn fór fram í Sláturhúsinu í Keflavík. Með sigrinum í dag hélt Keflavík efsta sætinu með 24 stig sem þær deildu með Skallagrím fyrir leikinn. En Skallagrímur á leik við Stjörnuna seinna í dag. Stelpurnar frá Grindavík sitja sem fastast á botni deildarinnar. Fyrir leikinn í dag voru liðin búin að mætast þrisvar sinnum, tvisvar í deildinni og einu sinni í bikar. Í öllum þrem leikjunum hafa slátrararnir frá Keflavík unnið með yfirburðum. Leikirnir í deildinni sem fóru fram á sitthvorum heimavellinum enduðu með 24 og 18 stiga mun. Síðasti leikur liðanna var í bikarnum fyrir viku síðan þar sem Keflavíkurstúlkur rúlluðu yfir Grindavík með 32 stigum. Ekki mátti búast við hörku leik hér í dag. Fyrsti leikhlutinn fór ósköp hægt af stað og eftir 5 mínútur var staðan aðeins 6-2 Keflavík í vil. Keflavík var að pressa allan völlinn sem gestirnir voru í basli með að leysa en voru að spila flotta vörn og létu finna vel vel fyrir sér. Leikhlutinn endaði 14-12 Keflavík í vil. Grindavík kom mun ákveðnari inn í annan leikhluta. Grindavík jafnaði leikinn 21-21 þegar þrjár mín voru búnar af leikhlutanum. Þá tók Birna Valgerður til sinna ráða og skoraði 7 stig og gaf 2 stoðsendingar áður en hún var tekin útaf. Keflavík tók 21-6 áhlaup og endaði leikhlutinn 42-27 fyrir Keflavík. Keflavík var með tögl og haldir allan seinni hálfleikinn. Keflavíkurhraðlestin hélt áfram að malla sama hver var inná. Þegar 5 mín voru búnar af þriðja leikhluta var enginn byrjunarliðsleikmaður inná hjá Keflavík og það sem eftir liði leiks. Gestirnir reyndu hvað þeir gátu að klóra í bakkan í fjórða leikhluta en Keflavík kom með svar um hæl og endaði leikinn með 26 stiga sigri Keflavíkur eða 76-50.Af hverju vann Keflavík? Keflavíkurliðið var eins og Díselvél í þessum leik. Voru lengi að koma sér af stað og gekk mjög illa. Sverrir Þór var með WD40 á hliðiarlínunni að úða á leikmenn sína til þess að koma stelpunum í gang. Keflavík komst í gang um miðjan annan leikhluta og tóku 21-6 áhlaup. Þegar vélinn var kominn í gang var ekki aftur snúið og gekk sóknarleikur liðsins mjög vel.Bestu menn vallarins: Moorer Ariana var atkvæðamest hjá Kefalvík með 18 stig, 7 fráköst og gaf 4 stöðsendingar. Emilía Ósk Gunnarsdóttir kom á eftir henni með 13 stig og tók 4 fráköst. Hjá Grindavík var María Ben Erlingsdóttir sú eina sem var með lífsmarki. En María Skoraði 15 stig, 8 fráköst og gaf 2 stoðsendingar. Lovísa Falsdóttir kom á eftir henni með 10 stig, 7 fráköst og 4 stoðsendingar.Áhugaverð tölfræði: Eftir fjóra leiki þessa liða hefur Keflavík unnið samtals með 100 stiga mun. Grindavík setti niður 1 þrist af 17 skotum eða 6% nýting.Bein lýsing: Keflavík - Grindavík
Dominos-deild kvenna Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport „Hvað getur Slot gert?“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Sjá meira