Umfjöllun: Keflavík - Grindavík 76-50 | Öruggt hjá Keflavík í Sláturhúsinu Aron Ingi Valtýsson í Keflavík skrifar 21. janúar 2017 14:45 Keflvíkingurinn Emelía Ósk Gunnarsdóttir hefur spilað vel í vetur. vísir/anton Ungt lið Keflavíkur vann sinn fjórða leik gegn Grindavík örugglega í sextándu umferð Dominos-deildar kvenna í körfubolta í dag. Leikurinn fór fram í Sláturhúsinu í Keflavík. Með sigrinum í dag hélt Keflavík efsta sætinu með 24 stig sem þær deildu með Skallagrím fyrir leikinn. En Skallagrímur á leik við Stjörnuna seinna í dag. Stelpurnar frá Grindavík sitja sem fastast á botni deildarinnar. Fyrir leikinn í dag voru liðin búin að mætast þrisvar sinnum, tvisvar í deildinni og einu sinni í bikar. Í öllum þrem leikjunum hafa slátrararnir frá Keflavík unnið með yfirburðum. Leikirnir í deildinni sem fóru fram á sitthvorum heimavellinum enduðu með 24 og 18 stiga mun. Síðasti leikur liðanna var í bikarnum fyrir viku síðan þar sem Keflavíkurstúlkur rúlluðu yfir Grindavík með 32 stigum. Ekki mátti búast við hörku leik hér í dag. Fyrsti leikhlutinn fór ósköp hægt af stað og eftir 5 mínútur var staðan aðeins 6-2 Keflavík í vil. Keflavík var að pressa allan völlinn sem gestirnir voru í basli með að leysa en voru að spila flotta vörn og létu finna vel vel fyrir sér. Leikhlutinn endaði 14-12 Keflavík í vil. Grindavík kom mun ákveðnari inn í annan leikhluta. Grindavík jafnaði leikinn 21-21 þegar þrjár mín voru búnar af leikhlutanum. Þá tók Birna Valgerður til sinna ráða og skoraði 7 stig og gaf 2 stoðsendingar áður en hún var tekin útaf. Keflavík tók 21-6 áhlaup og endaði leikhlutinn 42-27 fyrir Keflavík. Keflavík var með tögl og haldir allan seinni hálfleikinn. Keflavíkurhraðlestin hélt áfram að malla sama hver var inná. Þegar 5 mín voru búnar af þriðja leikhluta var enginn byrjunarliðsleikmaður inná hjá Keflavík og það sem eftir liði leiks. Gestirnir reyndu hvað þeir gátu að klóra í bakkan í fjórða leikhluta en Keflavík kom með svar um hæl og endaði leikinn með 26 stiga sigri Keflavíkur eða 76-50.Af hverju vann Keflavík? Keflavíkurliðið var eins og Díselvél í þessum leik. Voru lengi að koma sér af stað og gekk mjög illa. Sverrir Þór var með WD40 á hliðiarlínunni að úða á leikmenn sína til þess að koma stelpunum í gang. Keflavík komst í gang um miðjan annan leikhluta og tóku 21-6 áhlaup. Þegar vélinn var kominn í gang var ekki aftur snúið og gekk sóknarleikur liðsins mjög vel.Bestu menn vallarins: Moorer Ariana var atkvæðamest hjá Kefalvík með 18 stig, 7 fráköst og gaf 4 stöðsendingar. Emilía Ósk Gunnarsdóttir kom á eftir henni með 13 stig og tók 4 fráköst. Hjá Grindavík var María Ben Erlingsdóttir sú eina sem var með lífsmarki. En María Skoraði 15 stig, 8 fráköst og gaf 2 stoðsendingar. Lovísa Falsdóttir kom á eftir henni með 10 stig, 7 fráköst og 4 stoðsendingar.Áhugaverð tölfræði: Eftir fjóra leiki þessa liða hefur Keflavík unnið samtals með 100 stiga mun. Grindavík setti niður 1 þrist af 17 skotum eða 6% nýting.Bein lýsing: Keflavík - Grindavík Dominos-deild kvenna Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Fleiri fréttir „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Sjá meira
Ungt lið Keflavíkur vann sinn fjórða leik gegn Grindavík örugglega í sextándu umferð Dominos-deildar kvenna í körfubolta í dag. Leikurinn fór fram í Sláturhúsinu í Keflavík. Með sigrinum í dag hélt Keflavík efsta sætinu með 24 stig sem þær deildu með Skallagrím fyrir leikinn. En Skallagrímur á leik við Stjörnuna seinna í dag. Stelpurnar frá Grindavík sitja sem fastast á botni deildarinnar. Fyrir leikinn í dag voru liðin búin að mætast þrisvar sinnum, tvisvar í deildinni og einu sinni í bikar. Í öllum þrem leikjunum hafa slátrararnir frá Keflavík unnið með yfirburðum. Leikirnir í deildinni sem fóru fram á sitthvorum heimavellinum enduðu með 24 og 18 stiga mun. Síðasti leikur liðanna var í bikarnum fyrir viku síðan þar sem Keflavíkurstúlkur rúlluðu yfir Grindavík með 32 stigum. Ekki mátti búast við hörku leik hér í dag. Fyrsti leikhlutinn fór ósköp hægt af stað og eftir 5 mínútur var staðan aðeins 6-2 Keflavík í vil. Keflavík var að pressa allan völlinn sem gestirnir voru í basli með að leysa en voru að spila flotta vörn og létu finna vel vel fyrir sér. Leikhlutinn endaði 14-12 Keflavík í vil. Grindavík kom mun ákveðnari inn í annan leikhluta. Grindavík jafnaði leikinn 21-21 þegar þrjár mín voru búnar af leikhlutanum. Þá tók Birna Valgerður til sinna ráða og skoraði 7 stig og gaf 2 stoðsendingar áður en hún var tekin útaf. Keflavík tók 21-6 áhlaup og endaði leikhlutinn 42-27 fyrir Keflavík. Keflavík var með tögl og haldir allan seinni hálfleikinn. Keflavíkurhraðlestin hélt áfram að malla sama hver var inná. Þegar 5 mín voru búnar af þriðja leikhluta var enginn byrjunarliðsleikmaður inná hjá Keflavík og það sem eftir liði leiks. Gestirnir reyndu hvað þeir gátu að klóra í bakkan í fjórða leikhluta en Keflavík kom með svar um hæl og endaði leikinn með 26 stiga sigri Keflavíkur eða 76-50.Af hverju vann Keflavík? Keflavíkurliðið var eins og Díselvél í þessum leik. Voru lengi að koma sér af stað og gekk mjög illa. Sverrir Þór var með WD40 á hliðiarlínunni að úða á leikmenn sína til þess að koma stelpunum í gang. Keflavík komst í gang um miðjan annan leikhluta og tóku 21-6 áhlaup. Þegar vélinn var kominn í gang var ekki aftur snúið og gekk sóknarleikur liðsins mjög vel.Bestu menn vallarins: Moorer Ariana var atkvæðamest hjá Kefalvík með 18 stig, 7 fráköst og gaf 4 stöðsendingar. Emilía Ósk Gunnarsdóttir kom á eftir henni með 13 stig og tók 4 fráköst. Hjá Grindavík var María Ben Erlingsdóttir sú eina sem var með lífsmarki. En María Skoraði 15 stig, 8 fráköst og gaf 2 stoðsendingar. Lovísa Falsdóttir kom á eftir henni með 10 stig, 7 fráköst og 4 stoðsendingar.Áhugaverð tölfræði: Eftir fjóra leiki þessa liða hefur Keflavík unnið samtals með 100 stiga mun. Grindavík setti niður 1 þrist af 17 skotum eða 6% nýting.Bein lýsing: Keflavík - Grindavík
Dominos-deild kvenna Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Fleiri fréttir „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Sjá meira