Margmenni á Austurvelli mótmælti Donald Trump: „Eigum að sýna börnunum okkar að hatur eigi aldrei rétt á sér“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 21. janúar 2017 16:34 Xárene telur að um tvö hundruð manns hafi verið á mótmælunum gegn Donald Trump í dag. Vísir/Arnar Margmenni mætti í miðbæ Reykjavíkur í dag til að taka þátt í mótmælum kvenna gegn Donald Trump, 45. forseta Bandaríkjanna. Mótmælin voru meðal annars skipulögð af Kvenréttindafélagi Íslands. Sams konar mótmælagöngur fóru fram í rúmlega 160 borgum í öllum heimsálfum í dag og er talið að rúmlega 1,5 milljónir kvenna mótmæli Trump í dag. Forsetinn hefur verið gagnrýndur víða fyrir kvenfyrirlitningu með orðum sínum og gjörðum í kosningabaráttunni en einnig hefur hann verið gagnrýndur fyrir að virða að vettugi mannréttindi jaðarhópa, líkt og samkynhneigða, en öll umfjöllun um málefni hinsegin fólks í Bandaríkjunum var í gær fjarlægð af síðu Hvíta hússins.Sjá einnig: Konur um allan heim mótmæla Donald TrumpMótmælin í Reykjavík í dag hófust klukkan 14 samkvæmt Facebook-síðu viðburðarins og var gengið frá Arnarhóli að Austurvelli. Mótmælendur báru skilti með áletrunum þar sem kynjamisrétti var gagnrýnt. Ein af forsvarskonum göngunnar í Reykjavík var Xárene Eskandar. Í samtali við Vísi segir Xárene að hún hafi ákveðið að skipuleggja gönguna eftir að hún uppgötvaði fyrir viku síðan að engin slík mótmæli ættu að fara fram hér á landi, en Xárene er frá Bandaríkjunum. Henni hefði þótt það skylda sín að mótmæla útlendingaandúð og kvenhatri. Hún var hrærð yfir viðtökunum en hún telur að um tvö hundruð manns hafi mætt á mótmælin. „Fjögurra ára gömul stelpa kom og þakkaði mér fyrir að hafa skipulagt mótmælin. Þá er sigurinn unninn, því við eigum að sýna börnunum okkar fram á að hatur í garð kvenna og minnihlutahópa eigi aldrei rétt á sér.“ Xárene hélt ræðu á Austurvelli frammi fyrir mótmælendunum en ásamt henni héldu ræðu þau Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir, stjórnandi Kvenréttindasamtaka Íslands, Hilmar Bjarni Hilmarsson formaður femínístafélags Háskóla Íslands, Paul Fontaine ritstjóri Grapevine, Guðrún Inga Ingólfsdóttir og Randi W. Stebbins frá Háskóla Reykjavíkur. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Fleiri fréttir Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sjá meira
Margmenni mætti í miðbæ Reykjavíkur í dag til að taka þátt í mótmælum kvenna gegn Donald Trump, 45. forseta Bandaríkjanna. Mótmælin voru meðal annars skipulögð af Kvenréttindafélagi Íslands. Sams konar mótmælagöngur fóru fram í rúmlega 160 borgum í öllum heimsálfum í dag og er talið að rúmlega 1,5 milljónir kvenna mótmæli Trump í dag. Forsetinn hefur verið gagnrýndur víða fyrir kvenfyrirlitningu með orðum sínum og gjörðum í kosningabaráttunni en einnig hefur hann verið gagnrýndur fyrir að virða að vettugi mannréttindi jaðarhópa, líkt og samkynhneigða, en öll umfjöllun um málefni hinsegin fólks í Bandaríkjunum var í gær fjarlægð af síðu Hvíta hússins.Sjá einnig: Konur um allan heim mótmæla Donald TrumpMótmælin í Reykjavík í dag hófust klukkan 14 samkvæmt Facebook-síðu viðburðarins og var gengið frá Arnarhóli að Austurvelli. Mótmælendur báru skilti með áletrunum þar sem kynjamisrétti var gagnrýnt. Ein af forsvarskonum göngunnar í Reykjavík var Xárene Eskandar. Í samtali við Vísi segir Xárene að hún hafi ákveðið að skipuleggja gönguna eftir að hún uppgötvaði fyrir viku síðan að engin slík mótmæli ættu að fara fram hér á landi, en Xárene er frá Bandaríkjunum. Henni hefði þótt það skylda sín að mótmæla útlendingaandúð og kvenhatri. Hún var hrærð yfir viðtökunum en hún telur að um tvö hundruð manns hafi mætt á mótmælin. „Fjögurra ára gömul stelpa kom og þakkaði mér fyrir að hafa skipulagt mótmælin. Þá er sigurinn unninn, því við eigum að sýna börnunum okkar fram á að hatur í garð kvenna og minnihlutahópa eigi aldrei rétt á sér.“ Xárene hélt ræðu á Austurvelli frammi fyrir mótmælendunum en ásamt henni héldu ræðu þau Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir, stjórnandi Kvenréttindasamtaka Íslands, Hilmar Bjarni Hilmarsson formaður femínístafélags Háskóla Íslands, Paul Fontaine ritstjóri Grapevine, Guðrún Inga Ingólfsdóttir og Randi W. Stebbins frá Háskóla Reykjavíkur.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Fleiri fréttir Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sjá meira