Ekki hægt að fullyrða að slökkt hafi verið handvirkt á síma Birnu Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 21. janúar 2017 18:30 Frá aðgerðum lögreglu við Hafnarfjarðarhöfn Vísir/Vilhelm Lögreglan getur ekki lengur fullyrt að slökkt hafi verið handvirkt á farsíma Birnu Brjánsdóttur við Flathraun í Hafnarfirði eins og áður var talið. Tveir menn sem úrskurðaðir voru í gæsluvarðhald vegna málsins í fyrradag neita ennþá sök en þeir sæta einangrun á Litla hrauni. Tveir menn sem úrskurðaðir voru í gæsluvarðhald í fyrradag í tengslum við hvarf Birnu Brjánsdóttur voru fluttir á Litla Hraun í gærkvöld. Þeir hafa ekki verið yfirheyrðir í dag. „Við yfirheyrðum þá nokkuð stíft dagana eftir handtökuna og ætlum ekki að yfiheyra þá um helgina nema einhverjar nýjar upplýsingar koma fram sem að kalli á það,” segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannókninni á hvarfi Birnu.En hugsanlega eftir helgi? „Já”Eru þeir í einangrun? „Já.”Grímur GrímssonVísir/AntonOg þeir gera ekki rætt saman? „Nei, þeir geta einvörðungu rætt við lögmenn sína,” segir Grímur.Höfðu tækifæri til að samræma framburð Hann segist ekki geta tjáð sig um hugsanlega aðild hvors þeirra um sig að málinu en þeir neita báðir sök. Þeir fara úr landi á laugardeginum og það líða um það bil eitt hundrað klukkustundir þar til sérsveitin kemur um borð og handtekur þá. Er eitthvað sem bendir til þess að þeir hafi samræmt framburð sinn í málinu? „Án þess að ég fari út í þeirra framburð í málinu að þá blasir við að menn hafi haft tækifæri til þess. Það er ljóst að þeir vissu að lögreglan á Íslandi hafði áhuga á að ná tali af þeim. Þannig að það blasir við að þeir gátu gert það,” segir Grímur.Tilgátan að Birna hafi verið í bílnum Lögreglan býr yfir upplýsingum, meðal annars út frá farsímagögnum og myndum úr eftirlitsmyndavélum, um ferðir mannanna þennan laugardagsmorgun.Hins vegar hefur lögreglu ekki tekist að kortleggja ferðir mannanna síðar um morguninn, frá klukkan sjö til hálf tólf. Hann segir lögregluna vinna út frá tiltekinni tilgátu í málinu. „Tilgátan er sú að hún hafi farið upp í bílinn á laugavegi á móti húsi númer 31. Síðan hafi bíllinn farið til Hafnarfjarðar og þar getum við séð bílinn en ekki Birnu. En við teljum að hún hafi verið í bílnum.”Ekki hægt að fullyrða að slökkt hafi verið handvirkt á símanum Lögreglan greindi frá því fyrr í vikunni að slökkt hafi verið handvirkt á síma Birnu klukkan 5.50 þegar hann tengdist símamastri við Flatahraun í Hafnarfirði. Grímur segir lögregluna nú hafa fengið betri upplýsingar frá sérfræðingum. Lögreglan geti því ekki lengur fullyrt að slökkt hafi verið handvirkt á símanum og því gæti allt eins verið að hann hafi orðið batteríslaus. „Við getum ekki staðfest það. Við töldum okkur geta sagt það. Töldum að okkur hefði verið sagt að við gætum það, en það er ekki rétt,” segir Grímur. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Leyfir sér að vera vongóður um að Birna finnist í dag Grímur Grímsson, sem stýrir rannsókn lögreglunnar á hvarfi Birnu Brjánsdóttur, sem hefur verið saknað í heila viku, kveðst vongóður um að umfangsmikil leit sem hófst í morgun og standa mun í allan dag skili því að Birna finnist. 21. janúar 2017 11:50 Leitin að Birnu: Svæði útilokuð sem eru ófær Kia Rio Ein umfangsmesta leit björgunarsveitanna, leitin að Birnu Brjánsdóttur, fer fram um helgina. Ráðist var í skipulag og útreikninga í gær til að útiloka ákveðin svæði frá leitinni. Fjórar klukkustundir eru óútskýrðar í ferðum rauða Kia Rio bílsins. 21. janúar 2017 07:00 Björgunarsveitirnar hafa klárað þúsund verkefni í dag Þorsteinn G. Gunnarsson upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir að björgunarsveitirnar hafi lokið rúmlega helmingi þeirra tvö þúsund verkefna sem lagt var upp með að klára um helgina og því lokið leit á helmingi þess svæðis sem kortlagt var fyrir helgi. 21. janúar 2017 18:16 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Sjá meira
Lögreglan getur ekki lengur fullyrt að slökkt hafi verið handvirkt á farsíma Birnu Brjánsdóttur við Flathraun í Hafnarfirði eins og áður var talið. Tveir menn sem úrskurðaðir voru í gæsluvarðhald vegna málsins í fyrradag neita ennþá sök en þeir sæta einangrun á Litla hrauni. Tveir menn sem úrskurðaðir voru í gæsluvarðhald í fyrradag í tengslum við hvarf Birnu Brjánsdóttur voru fluttir á Litla Hraun í gærkvöld. Þeir hafa ekki verið yfirheyrðir í dag. „Við yfirheyrðum þá nokkuð stíft dagana eftir handtökuna og ætlum ekki að yfiheyra þá um helgina nema einhverjar nýjar upplýsingar koma fram sem að kalli á það,” segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannókninni á hvarfi Birnu.En hugsanlega eftir helgi? „Já”Eru þeir í einangrun? „Já.”Grímur GrímssonVísir/AntonOg þeir gera ekki rætt saman? „Nei, þeir geta einvörðungu rætt við lögmenn sína,” segir Grímur.Höfðu tækifæri til að samræma framburð Hann segist ekki geta tjáð sig um hugsanlega aðild hvors þeirra um sig að málinu en þeir neita báðir sök. Þeir fara úr landi á laugardeginum og það líða um það bil eitt hundrað klukkustundir þar til sérsveitin kemur um borð og handtekur þá. Er eitthvað sem bendir til þess að þeir hafi samræmt framburð sinn í málinu? „Án þess að ég fari út í þeirra framburð í málinu að þá blasir við að menn hafi haft tækifæri til þess. Það er ljóst að þeir vissu að lögreglan á Íslandi hafði áhuga á að ná tali af þeim. Þannig að það blasir við að þeir gátu gert það,” segir Grímur.Tilgátan að Birna hafi verið í bílnum Lögreglan býr yfir upplýsingum, meðal annars út frá farsímagögnum og myndum úr eftirlitsmyndavélum, um ferðir mannanna þennan laugardagsmorgun.Hins vegar hefur lögreglu ekki tekist að kortleggja ferðir mannanna síðar um morguninn, frá klukkan sjö til hálf tólf. Hann segir lögregluna vinna út frá tiltekinni tilgátu í málinu. „Tilgátan er sú að hún hafi farið upp í bílinn á laugavegi á móti húsi númer 31. Síðan hafi bíllinn farið til Hafnarfjarðar og þar getum við séð bílinn en ekki Birnu. En við teljum að hún hafi verið í bílnum.”Ekki hægt að fullyrða að slökkt hafi verið handvirkt á símanum Lögreglan greindi frá því fyrr í vikunni að slökkt hafi verið handvirkt á síma Birnu klukkan 5.50 þegar hann tengdist símamastri við Flatahraun í Hafnarfirði. Grímur segir lögregluna nú hafa fengið betri upplýsingar frá sérfræðingum. Lögreglan geti því ekki lengur fullyrt að slökkt hafi verið handvirkt á símanum og því gæti allt eins verið að hann hafi orðið batteríslaus. „Við getum ekki staðfest það. Við töldum okkur geta sagt það. Töldum að okkur hefði verið sagt að við gætum það, en það er ekki rétt,” segir Grímur.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Leyfir sér að vera vongóður um að Birna finnist í dag Grímur Grímsson, sem stýrir rannsókn lögreglunnar á hvarfi Birnu Brjánsdóttur, sem hefur verið saknað í heila viku, kveðst vongóður um að umfangsmikil leit sem hófst í morgun og standa mun í allan dag skili því að Birna finnist. 21. janúar 2017 11:50 Leitin að Birnu: Svæði útilokuð sem eru ófær Kia Rio Ein umfangsmesta leit björgunarsveitanna, leitin að Birnu Brjánsdóttur, fer fram um helgina. Ráðist var í skipulag og útreikninga í gær til að útiloka ákveðin svæði frá leitinni. Fjórar klukkustundir eru óútskýrðar í ferðum rauða Kia Rio bílsins. 21. janúar 2017 07:00 Björgunarsveitirnar hafa klárað þúsund verkefni í dag Þorsteinn G. Gunnarsson upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir að björgunarsveitirnar hafi lokið rúmlega helmingi þeirra tvö þúsund verkefna sem lagt var upp með að klára um helgina og því lokið leit á helmingi þess svæðis sem kortlagt var fyrir helgi. 21. janúar 2017 18:16 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Sjá meira
Leyfir sér að vera vongóður um að Birna finnist í dag Grímur Grímsson, sem stýrir rannsókn lögreglunnar á hvarfi Birnu Brjánsdóttur, sem hefur verið saknað í heila viku, kveðst vongóður um að umfangsmikil leit sem hófst í morgun og standa mun í allan dag skili því að Birna finnist. 21. janúar 2017 11:50
Leitin að Birnu: Svæði útilokuð sem eru ófær Kia Rio Ein umfangsmesta leit björgunarsveitanna, leitin að Birnu Brjánsdóttur, fer fram um helgina. Ráðist var í skipulag og útreikninga í gær til að útiloka ákveðin svæði frá leitinni. Fjórar klukkustundir eru óútskýrðar í ferðum rauða Kia Rio bílsins. 21. janúar 2017 07:00
Björgunarsveitirnar hafa klárað þúsund verkefni í dag Þorsteinn G. Gunnarsson upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir að björgunarsveitirnar hafi lokið rúmlega helmingi þeirra tvö þúsund verkefna sem lagt var upp með að klára um helgina og því lokið leit á helmingi þess svæðis sem kortlagt var fyrir helgi. 21. janúar 2017 18:16